Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 114
112
SVEINN EINARSSON
andvari
hefur numið frjálsræði í Ameríku, Lona Hessel í Stoðum samfélagsins hjá
Ibsen, leikriti sem þá var nýtt af nálinni, samið 1877. Önnur kona í leiknum
verður eftirminnileg, það er Fjósa-Gunna, sem ekki er jafnvel ofin inn í leiks-
ins gang, en lifandi fyrir skopskyn höfundar. Karlmennirnir eru kannski ívið
daufari, en þó gæddir einstaklingseinkennum og börn síns tíma, sumir reynd-
ar börn gamals tíma, aðrir börn nýs tíma.
Tilsvörin eru oft leiftrandi og sjaldan mjög löng, þó að útaf bregði nokkrum
sinnum. Frjálslyndisboðskapur Stephans er augljós, en þó fer lítið fyrir pre-
dikunum. Gamansemin liggur á yfirborðinu en undirtónninn leynist þó ekki.
Stephani er full alvara með verki sínu og hann er að tala til meðbræðra sinna.
Stephan er nefnilega í þessu leikriti að réttlæta fyrir sjálfum sér og öðrum að
hann fluttist af landi brott. Þess mun hafa þurft við á þessum árum.12
í handritinu sem varðveist hefur er skilmerkilega tíundað að það er samið
1881. Hins vegar virðist uppskriftin vera frá 1891, hvort sem það hefur þá
aftur verið dregið fram og leikið aftur eða ekki. Viðar segir leikinn hafa
verið leikinn víðar vestra og verið til í ýmsum uppskriftum og gegndi þá
stundum nafninu Amtmaðurinn eða Teitur.13 Það sama ár, 1891, orti Stephan
einmitt hið þekkta kvæði Landnámsmaðurinn, sem lýsir þeim sem nemur
ísland öldum fyrr. En andspænis upphafi fyrsta þáttar er eftirfarandi kveð-
skapur, merktur 1891 og lítur út eins og prolog:
En veist þú að veröldin er
Eitt leikhús.- Hið langa og sama
Þar leikið er mannkynsins drama
Af þúsundum - þér líka og mér.
Og fáráðling fyrsta sem hóf
Þann hrikaleik, hlutverk var neyðt á
í heimi því er síðan var sneiðt hjá
Við öll leikum - ósjálfrátt þó!
En leikhúsið líst flestum vansi
Og efnið hans eilífur vafi
Þó út sjálfir morrað þeir hafi
Sitt atriði innihaldslaust
Með hann sem þar horfir á, brott!
I gólf ef af gleði hann stappar
Og gnýr saman lófum og klappar
Og umlar svo: „Allt var það gott.“
Þó að einhverjum þyki þessi kveðskapur ekki jafnast á við það sem oftast kom
úr penna Stephans G. Stephanssonar og honum sé kannski bjarnargreiði að
birt sé kvæðiskornið, er það þó gert hér til að sýna að hann velti fyrir sér eðli
leikskáldskapar frá heimspekilegum og sálfræðilegum sjónarhóli. Það þarf