Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 114

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 114
112 SVEINN EINARSSON andvari hefur numið frjálsræði í Ameríku, Lona Hessel í Stoðum samfélagsins hjá Ibsen, leikriti sem þá var nýtt af nálinni, samið 1877. Önnur kona í leiknum verður eftirminnileg, það er Fjósa-Gunna, sem ekki er jafnvel ofin inn í leiks- ins gang, en lifandi fyrir skopskyn höfundar. Karlmennirnir eru kannski ívið daufari, en þó gæddir einstaklingseinkennum og börn síns tíma, sumir reynd- ar börn gamals tíma, aðrir börn nýs tíma. Tilsvörin eru oft leiftrandi og sjaldan mjög löng, þó að útaf bregði nokkrum sinnum. Frjálslyndisboðskapur Stephans er augljós, en þó fer lítið fyrir pre- dikunum. Gamansemin liggur á yfirborðinu en undirtónninn leynist þó ekki. Stephani er full alvara með verki sínu og hann er að tala til meðbræðra sinna. Stephan er nefnilega í þessu leikriti að réttlæta fyrir sjálfum sér og öðrum að hann fluttist af landi brott. Þess mun hafa þurft við á þessum árum.12 í handritinu sem varðveist hefur er skilmerkilega tíundað að það er samið 1881. Hins vegar virðist uppskriftin vera frá 1891, hvort sem það hefur þá aftur verið dregið fram og leikið aftur eða ekki. Viðar segir leikinn hafa verið leikinn víðar vestra og verið til í ýmsum uppskriftum og gegndi þá stundum nafninu Amtmaðurinn eða Teitur.13 Það sama ár, 1891, orti Stephan einmitt hið þekkta kvæði Landnámsmaðurinn, sem lýsir þeim sem nemur ísland öldum fyrr. En andspænis upphafi fyrsta þáttar er eftirfarandi kveð- skapur, merktur 1891 og lítur út eins og prolog: En veist þú að veröldin er Eitt leikhús.- Hið langa og sama Þar leikið er mannkynsins drama Af þúsundum - þér líka og mér. Og fáráðling fyrsta sem hóf Þann hrikaleik, hlutverk var neyðt á í heimi því er síðan var sneiðt hjá Við öll leikum - ósjálfrátt þó! En leikhúsið líst flestum vansi Og efnið hans eilífur vafi Þó út sjálfir morrað þeir hafi Sitt atriði innihaldslaust Með hann sem þar horfir á, brott! I gólf ef af gleði hann stappar Og gnýr saman lófum og klappar Og umlar svo: „Allt var það gott.“ Þó að einhverjum þyki þessi kveðskapur ekki jafnast á við það sem oftast kom úr penna Stephans G. Stephanssonar og honum sé kannski bjarnargreiði að birt sé kvæðiskornið, er það þó gert hér til að sýna að hann velti fyrir sér eðli leikskáldskapar frá heimspekilegum og sálfræðilegum sjónarhóli. Það þarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.