Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 61

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 61
andvari LÚÐVÍK JÓSEPSSON 59 gjöf á 12 mílunum því þá myndi hann hrökklast frá völdum, „ísland falla í hendur Sovétmanna“.112 Trúði Olafur Thors þessu, einkavinur Einars Olgeirssonar? Ég tel ekki. Trúði Macmillan þessu? Ég held ekki. En svo fóru af stað samningar og eftir að viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins kom til valda varð það eitt hennar fyrsta verk að hefja beinar samningaviðræður við Breta og Vestur-Þjóðverja. Alþingi samþykkti 9. mars 1961 tillögu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins um landhelgissamning við Breta og Vestur-Þjóðverja. I samningnum var ákvæði sem varð sprengiefnið: „Ríkisstjórn íslands mun halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu landhelginnar við ísland, en mun tilkynna ríkis- stjórn Bretlands útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ísland og rísi ágrein- ingur um slíka útfærslu skal honum, ef annarhvor aðili óskar, skotið til Alþjóðadómstólsins.“113 Svikasamningur, sögðu þingmenn Framsóknar og Alþýðubandalagsins af þessu tilefni. Þeir voru sérstaklega að tala um málskotsákvæðið. Einn stærsti stjórnmálasigur íslands, sagði Bjarni Benediktsson hins vegar. Samningurinn kom til meðferðar á Alþingi í mars 1961. Lúðvík sagði þá um málskotsákvæðið: „Með þessu ákvæði erum við raunverulega bundnir á höndum og fótum. Það er alger blekking að halda því fram að raunverulega sé hægt að láta Alþjóðadómstólinn skera úr um deilur varðandi stærð fiskveiðilandhelginnar.“114 Ennfremur: „Ég vil að lokum vekja enn athygli á því að báðir andstöðuflokkar hæstv. ríkisstjórnar hér á Alþingi hafa gefið yfirlýsingar um að þeir telji þjóðina ekki skuld- bundna af þessum samningi, þó að hann hafi verið samþykktur hér á Alþingi... Þessi svikasamningur sem hér er ráðgert að gera getur aldrei verið í gildi lengur en sú ríkisstjórn sem nú situr er við völd. Um leið og hún fer frá völdum fellur þessi samningur líka úr gildi.“ Þetta varð veruleikinn; viðreisnarstjórnin féll 1971, þar með var samningurinn úr gildi og ný ríkisstjórn færði landhelgina út, 1972, í 50 sjómílur. Lúðvík Jósepsson var þá aftur orðinn sjávarútvegsráðherra. Hverjir voru hagsmunir Breta í þessum átökum? Hagsmunir þeirra voru hagsmunir fólksins sem lifði af því að vinna fisk og veiða fisk á íslandsmiðum - fólksins sem hafði kosningarétt. Heildarbolfiskafli Breta á íslandsmiðum 1954 var hvorki meira né minna en 234 þúsund tonn sem er ekkert smávegis. Þar af þorskur 167 þúsund tonn. Þegar landhelgin hafði verið 12 mílur í 5 ár var veiði þeirra á íslandsmiðum ekki mikið minni: Alls 210 þúsund tonn af bol-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.