Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 187
ANDVARl
AÐ LÆRA TIL SKÁLDS - TILRAUN UM NÁM
185
Háttatal
Oft hefur verið á það bent að Háttatal sé líklega sá hluti Eddu sem með mestu
öryggi verði eignaður Snorra Sturlusyni. Bæði er það kennt honum víða og
nokkuð ljóst hvenær það hefur til orðið, að minnsta kosti eru fyrri tímamörk
sæmilega örugg. Árin 1218-20 var Snorri í heimsókn í Noregi og dvaldist þá
með ungum konungi, Hákoni Hákonarsyni, og meginráðgjafa hans og síðar
tengdaföður, Skúla Bárðarsyni. Lofkvæði um þá er talið að Snorri hafi ekki
ort fyrr en heim kominn og flestir virðast vera samdóma um að almenn kurt-
eisi hafi ýtt á hann að þakka fljótlega fyrir sig. Kvæðið er því gjarna tímasett
1222-1223.37
Litlu skiptir fyrir umræðu þessarar greinar hvenær kvæðið var ort, hitt er
miklu mikilvægara: Hvers vegna eru aðeins skrifuð í DG 11 4to 56 erindi af
kvæði sem sannanlega var 102 erindi?
Varðveisla Háttatals er ekki einföld. Næst því að vera alheilt er kvæðið í
Gks 2367, öll erindin, en texti ofurlítið skaddaður á stöku stað. í Trektarbók
vantar blöð aftast og aðeins varðveitt 61 erindi kvæðisins. í Wormsbók vantar
bæði upphaf og endi kvæðisins (skaddað handrit) og í DG 11 eins og áður
segir aðeins skrifuð 56 erindi. Varðveislan er ekki hnökralaus í neinu handriti
og hefur reynst talsvert erfitt að endurgera nákvæmlega texta Snorra.38
Sérmál er það sem hér hefur verið kallað athugagreinar við erindi kvæðis-
ins. Þetta eru bragfræðilegar útlistanir sem fylgja í öllum handritum en þó
ekki alveg samhljóða. Að sinni verður ekki rýnt í þann texta að öðru leyti en
því sem til lærdóms getur orðið skáldefnum sem hafa DG 11 undir höndum.
Ekki er vitað hvort þessar athugagreinar eru allar frá Snorra komnar, en flest-
ir virðist þó vilja eigna honum a.m.k. hluta þeirra.
Þetta er ekki einfalt mál. Það er næstum óhætt að fullyrða að athugagrein-
arnar hafi ekki fylgt kvæðinu frá upphafi, þ.e.a.s. þeirri gerð sem væntan-
lega hefur verið send til Noregs.39 Samkvæmt hefðinni var lofkvæði höfðingja
sennilega flutt þeim skýringalaust, enda stappaði vísast nærri dónaskap að láta
fylgja með skýringar, hvort heldur voru efnislegar eða bragfræðilegar. Hins
vegar er lafhægt að ímynda sér að Snorri hafi hripað hjá sér athugasemdir um
hvert háttarafbrigði a.m.k. framan af, og hitt er ekki síður sennilegt að kenn-
arar eða leiðbeinendur hafi bætt við þann fróðleik er fram liðu stundir.
Á því kynnu að vera ýmsar skýringar, hvers vegna aðeins eru skrifuð 56
erindi Háttatals í DG 11, en mikilvægt sýnist að gera sér grein fyrir að aldrei
stóð til að skrifa meira. í handritinu eru öll kver átta blaða nema fyrsta kver,
sem er tíu blaða, og hið síðasta sem aðeins er sex blaða. Uppskrift kvæðisins
lýkur í tíundu línu á blaði 56r en baksíðan, 56v, er auð. Þegar skrifari valdi
sex-blaða kver síðast, vissi hann að það var nægilegt. Á þessu skal bent á þrjár
hugsanlegar skýringar.