Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 187

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 187
ANDVARl AÐ LÆRA TIL SKÁLDS - TILRAUN UM NÁM 185 Háttatal Oft hefur verið á það bent að Háttatal sé líklega sá hluti Eddu sem með mestu öryggi verði eignaður Snorra Sturlusyni. Bæði er það kennt honum víða og nokkuð ljóst hvenær það hefur til orðið, að minnsta kosti eru fyrri tímamörk sæmilega örugg. Árin 1218-20 var Snorri í heimsókn í Noregi og dvaldist þá með ungum konungi, Hákoni Hákonarsyni, og meginráðgjafa hans og síðar tengdaföður, Skúla Bárðarsyni. Lofkvæði um þá er talið að Snorri hafi ekki ort fyrr en heim kominn og flestir virðast vera samdóma um að almenn kurt- eisi hafi ýtt á hann að þakka fljótlega fyrir sig. Kvæðið er því gjarna tímasett 1222-1223.37 Litlu skiptir fyrir umræðu þessarar greinar hvenær kvæðið var ort, hitt er miklu mikilvægara: Hvers vegna eru aðeins skrifuð í DG 11 4to 56 erindi af kvæði sem sannanlega var 102 erindi? Varðveisla Háttatals er ekki einföld. Næst því að vera alheilt er kvæðið í Gks 2367, öll erindin, en texti ofurlítið skaddaður á stöku stað. í Trektarbók vantar blöð aftast og aðeins varðveitt 61 erindi kvæðisins. í Wormsbók vantar bæði upphaf og endi kvæðisins (skaddað handrit) og í DG 11 eins og áður segir aðeins skrifuð 56 erindi. Varðveislan er ekki hnökralaus í neinu handriti og hefur reynst talsvert erfitt að endurgera nákvæmlega texta Snorra.38 Sérmál er það sem hér hefur verið kallað athugagreinar við erindi kvæðis- ins. Þetta eru bragfræðilegar útlistanir sem fylgja í öllum handritum en þó ekki alveg samhljóða. Að sinni verður ekki rýnt í þann texta að öðru leyti en því sem til lærdóms getur orðið skáldefnum sem hafa DG 11 undir höndum. Ekki er vitað hvort þessar athugagreinar eru allar frá Snorra komnar, en flest- ir virðist þó vilja eigna honum a.m.k. hluta þeirra. Þetta er ekki einfalt mál. Það er næstum óhætt að fullyrða að athugagrein- arnar hafi ekki fylgt kvæðinu frá upphafi, þ.e.a.s. þeirri gerð sem væntan- lega hefur verið send til Noregs.39 Samkvæmt hefðinni var lofkvæði höfðingja sennilega flutt þeim skýringalaust, enda stappaði vísast nærri dónaskap að láta fylgja með skýringar, hvort heldur voru efnislegar eða bragfræðilegar. Hins vegar er lafhægt að ímynda sér að Snorri hafi hripað hjá sér athugasemdir um hvert háttarafbrigði a.m.k. framan af, og hitt er ekki síður sennilegt að kenn- arar eða leiðbeinendur hafi bætt við þann fróðleik er fram liðu stundir. Á því kynnu að vera ýmsar skýringar, hvers vegna aðeins eru skrifuð 56 erindi Háttatals í DG 11, en mikilvægt sýnist að gera sér grein fyrir að aldrei stóð til að skrifa meira. í handritinu eru öll kver átta blaða nema fyrsta kver, sem er tíu blaða, og hið síðasta sem aðeins er sex blaða. Uppskrift kvæðisins lýkur í tíundu línu á blaði 56r en baksíðan, 56v, er auð. Þegar skrifari valdi sex-blaða kver síðast, vissi hann að það var nægilegt. Á þessu skal bent á þrjár hugsanlegar skýringar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.