Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 43
andvari
LÚÐVÍK JÓSHPSSON
41
byggja strigaverksmiðju. Eftir að Arnfinnur kom suður skipaði hann
gjarnan sætið næst heiðurssætinu á framboðslistum Sósíalistaflokksins
í Reykjavík, næst fyrir ofan Halldór Laxness.
Lúðvík og Bjarni hafa áreiðanlega lært mikið af Arnfinni Jónssyni.
I þættinum „Lrá kosningabaráttu og fleira“ frá 1989 skrifar Lúðvík um
þennan læriföður sinn:
„Á þessum árum var Arnfinnur Jónsson, skólastjóri á Eskifirði,
þekktastur og virtastur allra róttækra sósíalista á Austurlandi. Arn-
finnur var vinsæll og vel metinn af öllum, sem hann þekktu. Hann var
einn af mörgum sósíalistum, sem menntast hafði í Þýskalandi. Hann
kunni því fræðin óaðfinnanlega og vissi allt um útlend stjórnmál. En
Arnfinnur var meira en heims-sósíalisti. Hann var líka foringi róttækra
manna í litlu og fátæku byggðarlagi. Þar varð hann að glíma við öll hin
margvíslegu og erfiðu verkefni, sem róttækur forystumaður verður við
að fást, í litlu fiskiþorpi í heimskreppunni miklu.
Við ungir sósíalistar á Norðfirði litum mjög til Arnfinns og leituðum
ráða hjá honum.“75
Tengsl þeirra félaga við Arnfinn sýna að þeir voru hluti af lands-
hreyfingu kommúnista, ekki einangraðir í Neskaupstað. Og Arnfinnur
var sannarlega hluti af forystusveitinni - menntaður í Þýskalandi eins
og Einar og Brynjólfur Bjarnason sem var formaður Kommúnista-
flokks íslands.
Lúðvík lærði að sinna skyldum sem frambjóðandi í Suður-Múlasýslu
eftir að hann fór í framboð með Arnfinni fyrst 1937. Jóhannes
Stefánsson varð frambjóðandi í Norður-Múlasýslu; fór þar fram sjö
sinnum. Honum fannst gaman en konunni hans ekkert sérstaklega.76
Lúðvík segir svo frá framboðsmálum í Suður-Múlasýslu: „Á þessum
árum braust maður um af pólitískum áhuga. Lyrir mér var ekki aðeins
að sækja fram í Neskaupstað. Suður-Múlasýsla var eitt kjördæmi. I sýsl-
unni voru mörg verkalýðsfélög og alls staðar voru einhverjir, sem studdu
okkar málstað.“ Hann rekur síðan hvað baráttan var erfið, einkum við
Lramsókn, sem átti yfirburðafylgi í sýslunni. „Það sem máli skipti var,
að við vissum að við höfðum rétt mál að flytja. Verkefnið var að sanna
það fyrir fólkinu... Málið var ekki það að Lramsókn hafði fylgið núna,
heldur hitt að þetta fylgi ætluðum við að vinna.“77 Þessi tónn er ákaf-
lega líkur Lúðvík Jósepssyni finnst okkur sem þekktum hann. Vandinn
er þarna og hann er stór en það þarf að leysa málið; Lramsókn hefur
fylgið núna en við ætlum að sækja það til þeirra!