Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 142
140
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
rúm til að skapa heildstæðustu listaverkin í hópi íslenskra Hrafnsþýðinga,
með fullri virðingu fyrir brautryðjandaverki Einars Benediktssonar og
öðrum þýðingum. Svona hljóðar fyrsta erindi „Hrafnsins“ í þýðingu Helga
Hálfdanarsonar, sem birtist fyrst árið 2011:16
Dapra nótt, með drunga í æðum,
drúpti’ eg yfir gömlum skræðum,
dulum, gleymdum fyrnskufræðum;
fyllti brjóstið angur margt.
Hægan að mér svefninn sótti,
svipta tók mig dug og þrótti;
dauft þá heyrast hljóð mér þótti,
hurðu mína einhver snart.
„Einhver gestur úti“, sagði’ eg,
„Einhver létt við hurðu snart.
Annað meira mun það vart.“
Þó að hrafnar hafi átt tryggan sess í íslenskri hefð frá aldaöðli, hefur „Hrafn-
inn“ hans Poes fundið sína leið inn í þá hefð eða til hliðar við hana og í
sumum Hrafnsþýðingum má jafnvel segja að hann kveðist á við hina norrænu
hrafna úr goðsögum og þjóðtrú. Hrafni Poes bregður einnig fyrir hér og þar
í íslenskum textum. í skáldsögu Gyrðis Elíassonar Suðurglugganum er vísað
í senn til ljóðs og sögu eftir Poe þegar sögumaður segir af flokki hrafna sem
hann gefur brauð. „Einn þeirra er greinilegur foringi, og ybbar svartan gogg-
inn við hina ef þeir eru ekki til friðs. Eg kalla hann Edgar. Vonandi heldur
hann ekki að þetta sé hús Ushers.“17 Og í ljóði einu eftir Matthías Johannessen
(í ljóðabókinni Mörg eru dags augu) er lýst óvæntri alþjóðlegri skáldasam-
komu. Þar er ljóðmælandi staddur ásamt argentínska skáldinu Jorge Luis
Borges við rætur Ingólfsfjalls, þeir eru nýkomnir frá Þingvöllum en nú þinga
hrafnar í hlíðum fjallsins. „Ég heyri í þeim“ segir skáldið blinda, „barnslega
glaður, / ég heyri þá segja: / Never more!“iS
Og „Hrafninn“ hans Poes hefur vitaskuld einnig verið skopstældur, ekki
aðeins á ensku heldur einnig á öðrum málum. Þegar Karl Ágúst Úlfsson var
um árið beðinn að semja sjónvarpsefni um lýðheilsu á vegum landlæknis-
embættisins samdi hann bálk um ljóðmælanda sem æskir heilsubótar og hrafn
sem fjandskapast við alla hollustu og heilsurækt. Karl heldur bragarhætti Poes
en sviðið er annað, eins og heyra má í fyrsta erindinu. Hér er ekki flett skræð-
um heldur horft í sjónvarpsskjá:19
Einn um kvöld í sófa sat ég,
sjónvarpsgeislann numið gat ég
smjúga innum augnatóttir,
ósköp lítt hann fékk mig glatt,