Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 180

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 180
178 HEIMIR PÁLSSON ANDVARI Þetta bendir vitaskuld til þess að kenningalistar hafi verið til sjálfstæðir áður en Skáldskaparmál voru sett saman. Því er einnig gefandi gaumur að í kynningum ása og ásynja í Gylfaginningu koma stundum fram efnisatriði sem myndu sóma sér vel í kenningum en skjóta ekki upp kolli þar. Vitaskuld gefur það til kynna að meira hafi verið til af sögum en kenningarnar einar eru til vitnis um. Margt hefur lent í glatkistu. Langsennilegast er að skáldefnunum hafi verið ætlað að læra kenningalist- ana orði til orðs, en eins og síðar verður nánar rætt er líka sennilegt að dæmin hafi verið lærð. Tvennt bendir ótvírætt til þess í handritinu DG 11. Skáldskaparmál hefjast með fjórða kveri í DG 11, og hefur þá raunar fyrri hluta bókar verið lokið með heilsíðumynd af Ganglera og goðaþrenningunni. Eins og í fyrri hluta handritsins eru fyrirsagnir margar og hafa verið sérlega áberandi þar eð þær voru í tiltölulega skærum rauðum lit. Eins og Carruters bendir á og allir kennslubókahöfundar vita er það örvandi fyrir minnið að bókarsíður og opnur séu gerðar eins minnisstæðar og unnt er. Nemum er þar með gert auðveldara að muna efnið, koma því fyrir á öruggum stað í minninu. Til áminningar og til að auðvelda námið eru vafalítið þau merki sem sett hafa verið á blaðrönd og eru sérlega áberandi þar sem vísnadæmi eru þétt í fjórða kveri. Merkt er við hvert einasta dæmi á köflum með litlu v á blað- röndinni. Hér er varla vafi á að merkin eru sett notandanum til áminningar: Lærðu þetta dæmi!28 Síðar verður ljóst hvaða aukaávinningur fæst með dæm- anáminu. Astæða er líka til að benda á að næstum öll dæmi Skáldskaparmála eru vísuhelmingar, ferskeytlur án endaríms. Þetta er nægilegt vegna þess að ein- ungis er verið að gefa dæmi um kenningar eða heiti og hvor vísuhelmingur í dróttkvæðri vísu er oftast efnisheild og stílfræðilega sjálfstæður. En það segir sig líka sjálft að það er mun fljótlegra og auðveldara að læra vísuhelming en heila vísu. Þess vegna er þetta hagkvæmt fyrir utanbókarnámið. Hvers er þörf? Það er vitanlega dálítið háð aðstæðum hvað skáld á 13. öld og síðar þarf á miklum orðaforða um heiðna guði og gyðjur að halda. Jafnvel hjá 12. aldar skáldi eins og Einari Skúlasyni er það mjög bundið yrkisefni hvort hann þarf á heiðnum kenningum að halda. Þannig yrkir hann Geisla að kalla má alveg lausan við heiðnar (fornar eða nýjar) kenningar en að sama skapi er Öxarflokkur hans þrunginn heiðnum gullskenningum, sem gjarna eiga sér rót í tárum Freyju eða þá þeirri ágætri sögn sem segir að dóttir hennar heiti Hnoss - og þar með verða allar hnossir (nú segðum við víst öll hnoss) dætur Freyju! Einar reynist einnig kunna ágæt skil á nöfnum Ægisdætra, aldanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.