Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 149
andvari
ÚR POKAHORNI POES
147
erlend verk styrkja þannig þátt þýðinga í sögu íslenskra bókmennta. Á hinn
bóginn hefur hin ritaða bókmenntasaga sjaldan teygt sig yfir á það myrka
meginland sem þýðingar eru til dæmis í sögu íslenskrar bókmenntaútgáfu. Og
þýðingar eru ekki aðeins farvegur heimsbókmennta inn í íslenska menningu,
heldur mynda þær veigamikinn þátt í grasrót bókmennta- og menningarlífs,
ásamt með ýmsu frumsömdu efni sem einnig er oft haft útundan þegar við
eimum úr bókmenntalífinu hina opinberu, þjóðlegu bókmenntasögu.
Sá sem reynir að rekja slóðir erlendra höfunda og verka, getur grennslast
með ýmsu móti fyrir um nærveru og stöðu þessara umsækjenda um dvalarleyfi
í íslensku bókmenntalífi. Það leyfi telst kannski fengið með birtingu þýðinga,
sem eru vitaskuld mikilvægt kennileiti á þessum slóðum. Það gildir einnig
um alla umræðu um höfunda og verk þeirra. Islenskur bókamarkaður er lítill
og það birtast afar sjaldan, næstum aldrei, heilar bækur á íslensku um erlenda
höfunda, en hinsvegar nokkuð af fræðilegum ritgerðum, auk ritdóma, formála
eða eftirmála með þýðingum. Svo er auðvitað fjallað um erlenda rithöfunda og
verk þeirra í skólum, en eðli málsins samkvæmt er flóknara að fá skýra mynd
af þeirri miðlun, svo mikilvæg sem hún þó er. Annars konar en skyld miðlun
fer einnig fram á almannavettvangi í hverskonar umtali eða vísunum til höf-
unda og verka, skírskotunum sem gefa til kynna eða staðfesta nærveru þeirra
í menningunni - segja má að þarna sé frægðin sjálf ákveðinn miðill, eigin-
lega gjaldmiðill. í fjölmiðlum nútímans gegnir myndefni mikilvægu hlutverki í
þessu skyni og það minnir okkur á að skáldverk berast einnig til okkar í öðrum
þýðingum en þeim sem hér eru helst til umræðu, t.d. þekkja sumir til erlendra
sagnaverka fyrst og fremst eins og þau eru endurgerð í kvikmyndaformi.
En sagnaskáldið Poe var orðið allþekkt á íslandi áður en kvikmyndaöld
gekk í garð. Framar í þessari grein var vikið að þremur þýðingum eftir þá
Jón Ólafsson og Björn Jónsson á sögum eftir Poe, og Einar Benediktsson
virðist hafa haft áhuga á sögum Poes ekki síður en ljóðum. Fáeinum árum
eftir að hann birti þýðingu sína á „Hrafninum“, setti hann á fót blaðið
Dagskrá í Reykjavík og á árinu 1897 kemur það um hríð nógu ört út undir
ritstjórn hans til að geta kallast fyrsta dagblað á Islandi. Það ár birtir hann
þrjár sögur eftir Poe sem framhaldssögur í blaði sínu. Ekki kemur fram
hvort Einar þýddi sögurnar sjálfur. Sú fyrsta er „Gryfjan“; svolítið stytt þýð-
ing á hinni þekktu sögu „The Pit and the Pendulum“, þar sem saman stuðla
pyttur og pendúll, en síðara orðið er oftast notað um klukkudingul. Er pytt-
urinn þá kannski sandgryfja stundaglassins og sagan einshverskonar dæmi-
saga um lífsins takt og niðurgang? Öðrum þræði er slík lífssymbólík ofin
í sum verka Poes, en þetta er saga um grimman veruleika fangelsis sem er
jafnframt pyntingagryfja, saga sem hefst fyrirvaralaust með því að kveðinn
er upp dauðadómur sögumanns. Síðar er hann bundinn fastur og pendúll-
inn, búinn sveðju, látinn síga niður að honum. Þetta er ein af þeim sterku