Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 141

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 141
andvari ÚR POKAHORNI POES 139 Hrafninn gerist þaulsætinn í húsakynnum hins einmana ljóðmælanda, sem spyr gestinn um eitt og annað en fær ávallt sama svarið: „Nevermore.“ Þetta orð - í senn tregafullt og ógnandi - ómar eða drynur í gegnum kvæðið og situr eftir í huga lesanda eða hlustanda. Einar Benediktsson þýðir „never- more“ með „aldrei meir“ og verður líklega ekki betur gert, enda hefur þetta tilsvar fundið sér tryggan stað í íslenskum orðabúskap. En ore-hljóðið í „ne- vermore" er jafnframt stofninn í leiðarrími um öll erindi kvæðisins hjá Poe: „more“, „door“, „Lenore“ osfrv. Til að fylgja þessu eftir bregður Einar þrá- faldlega á það ráð að ríma „heyr“ á móti „meir“ og fer ekki alltaf vel. Sú lausn Matthíasar Jochumssonar að setja orðið eða krunkið „kró“ í stað „meir“ er þó enn skýrara dæmi um vandann sem við er að etja. „Nevermore“ verður „Aldrei - kró“.13 Annars vegar segir krummi „aldrei“ á mannamáli og bætir svo við krunki; hann er að segja má tvítyngdur. Allir þýðendurnir sjö leysa prýðisvel ýmsan vanda sem það veldur að koma í senn efni ljóðsins og kveðandi þess, hljómkviðunni, yfir á íslenskt mál. Fyrsta erindið í þriðju atlögu Þorsteins frá Hamri að ljóðinu hljómar svo:14 Nóttu eina nöturlega nam ég, sleginn kröm og trega, kynleg fræði fyrri tíða, fornar skriftir ásjár bað, valdi svefnsins verjast reyndi - var þá líkt sem högg ég greindi, eins og hóglát hönd því beindi hússins luktu dyrum að. „Gestur,“ kvað ég hálfum hljóðum, „húsum mínum kemur að - einhver gestur - aðeins það.“ Þorsteinn fer þá leið að draga úr dramatískum þunga leiðarrímsins með því að nota „að“ og „það“ og orð sem ríma þar á móti sem gefur honum ýmsa kosti í glímunni við ore-rímið en jafnframt hefur hann ekki fast orðalag í stað „nevermore“. Ástæðan fyrir því að Helgi Hálfdanarson birti aldrei sjálfur þýðingu sína á „Hrafninum" kann að vera sú að hann sætti sig ekki við að geta ekki leikið eftir leiðarrímið með hinu „hrollkalda or-hljóði“ eins og hann nefndi það þegar hann eitt sinn í grein um þýðingar vék að „Hrafni“ Poes.15 Og Helgi hefur meira að segja horfið frá því að hafa ákveðið leiðarrím í gegnum allt kvæðið. En þótt þeir Þorsteinn frá Hamri og Helgi Hálfdanarson reyni ekki að leika eftir hinn dramatíska þunga í ore-hljóðinu eða hið fasta svar hrafnsins, þá end- urskapa þýðingar þeirra eigi að síður hinn magnþrungna og seiðandi hljóm og hljóðheim frumtextans - og raunar má segja að þeir nýti sér hið aukna svig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.