Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 51
andvari
LÚÐVÍK JÓSEPSSON
49
ríkisins annist. Fyrsta þingmálið sem Lúðvík flutti og mælti fyrir með
jómfrúrræðunni var samþykkt sem ályktun Alþingis með 28 samhljóða
atkvæðum.
Lúðvík hefur greinilega verið virkur á þessu fyrsta þingi sínu. Hann
sat í fjárlaganefnd og flutti fjölda þingmála. Eitt þeirra var um eignar-
námsheimild á Nesi í Norðfirði, annað um húsaleigu í verstöðvum, þá
um virkjun Lagarfoss - svo fáein séu nefnd. Þingskörungur var mættur
til leiks; styrkur hans byggðist á þekkingu á sjávarútvegsmálum og því
að hann var einbeittur með afbrigðum og setti sig nákvæmlega inn í
mál sem hann flutti og talaði um.
Samferðamenn
Þegar ég hafði tekið að mér að skrifa þennan bálk í Andvara
ákvað ég að fara austur í Neskaupstað og hitta þar að máli þá sem
þekktu Lúðvík og unnu með honum. Ég fór austur í maí 2014. Ég
hitti að máli Stefán Þorleifsson sjúkrahúsráðsmann, Þórð Þórðarson,
skrifstofumann hjá Síldarvinnslunni, Magna Kristjánsson skipstjóra,
Guðmund „Stalín“ Sigurjónsson verkamann, Kristin V. Jóhannsson
fyrrv. forseta bæjarstjórnar í Neskaupstað, eftirmann Jóhannesar og
Lúðvíks á þeim vettvangi, Smára Geirsson sem starfar sem kennari
við Verkmenntaskóla Austurlands og Guðmund Bjarnason fyrrverandi
bæjarstjóra í Neskaupstað, reyndar síðasta bæjarstjóra Neskaupstaðar
og fyrsta bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Guðmundur Bjarnason greiddi
götu mína eystra en hann er formaður SÚN, Samvinnufélags útgerðar-
manna. Guðmundur kynntist Lúðvík þegar sá síðarnefndi var kominn
á efri ár, Guðmundur er fæddur 1949. Hann starfaði með Lúðvík
að kosningasmölun í Reykjavík þegar Guðmundur var þar við nám;
afburðamaður í þeim verkum eins og öðrum, segir Guðmundur. Lúðvík
hætti stjórnmálaafskiptum 1979. í kosningunum á undan, 1978, hafði
Alþýðubandalagið fengið þrjá menn á Austurlandi; Lúðvík hafði verið
í fyrsta sæti, Helgi Seljan í öðru og Hjörleifur Guttormsson í þriðja.
Lúðvík datt í hug, enda í fullu fjöri, að bjóða sig þá fram 1979 í þriðja
sæti listans á Austurlandi, baráttusætið eins og hann hafði gert aftur og
aftur á Norðfirði og sigrað. Hann gekk þá út frá því að þeir Helgi og
Hjörleifur flyttust upp í fyrsta og annað sæti listans. Þetta sagði hann
Guðmundi sem bað hann að kanna málið, hvað hann gerði. I ljós kom