Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 95
andvari
VAR NONNI TIL ... OG HVER VAR HANN ÞÁ?
93
skap“ að ræða. Er þar með komið að foreldrum Jóns Sveinssonar og hlutverki
þeirra við mótun hans.
Faðirinn er næsta ósýnilegur í Nonna-bókunum sem bendir til að hann
hafi verið drengnum fjarlægur og víkjandi í uppeldi hans og mótun. Mynd
sú sem Gunnar F. Guðmundsson dregur upp staðfestir þetta. Faðir Jóns,
Sveinn Þórarinsson (1821-1869) frá Kílakoti í Kelduhverfi, virðist lengst af
hafa verið næsta upptekinn af störfum sínum og auk þess fyrst umönnun við
Pétur Havstein (1812-1875) amtmann en síðar hörðum deilum við hann, sem
og sívaxandi vanheilsu sinni og vansæld eftir því sem leið á ævina. Hann
hefur því væntanlega átt nóg með sig og sitt, auk þess sem hlutverkaskipting
kynjanna olli því að móðirin var frumuppalandi ungra barna þegar Nonni var
lítill.
Annars er Sveinn frá Kílakoti áhugaverður einstaklingur frá sagnfræði-
legu sjónarhorni. Hann var óskólagenginn en óvenju menntaður af alþýðu-
manni að vera eftir umfangsmikið sjálfsnám. Með dagbókum sínum hefur
hann einnig látið eftir sig umtalsverð sjálfsskrif sem virðast þrátt fyrir rit-
skoðun vera óvenju opinská og persónuleg. Þá lifði hann á mörkum tveggja
tíma. Með nútímaorðalagi var hann lengst af skrifstofumaður, það er sýslu-
og síðar amtsskrifari, og haslaði sér þar með völl í opinberu þjónustustarfi án
þess að teljast þar fyrir embættismaður. Undir lokin fékkst hann auk þess við
verslunarstörf og barnakennslu að minnsta kosti að nafninu til. Loks settist
hann að með fólk sitt í vaxandi þéttbýli á Akureyri. Allt þetta gerir hann að
nútímamanni. Að hinu leytinu tilheyrði hann gömlum tíma en hluta af rýrum
tekjum sínum hlaut hann af umboði fornra klaustureigna í Eyjafirði. Þá ollu
harðindin sem gengu yfir undir lok ævi hans því að hann var hluti af „gamla
íslandi". Myndin sem Gunnar F. Guðmundsson dregur upp af lífsbaráttunni
sem Sveinn eins og aðrir Norðlendingar háði síðasta vorið sem hann lifði
(1869) lýsir algerri neyð og skorti og sýnir hvert þriðja heims land Island var
raunar allt fram á 20. öld.17 Vegna ytri aðstæðna sinna á síðasta hörmungar-
skeiðinu í lífi þjóðarinnar, sjálfsskrifanna og stöðu sinnar á mörkum sam-
félagsstétta og samfélagsgerða er Sveinn Þórarinsson áhugavert viðfangsefni
fyrir víðtæka einsögulega rannsókn. Verðskuldar hann þannig sína eigin ævi-
sögu ef því er að skipta.
Móðir Nonna, Sigríður Jónsdóttir (1826-1910) frá Reykjahlíð í Mývatns-
sveit, er að sínu leyti ósýnilegri eins og algengt er um konur, þegar ævisögu
sonarins sleppir. Eftir hana liggja líka mun minni heimildir og þá einkum
bréfin til Nonna. í hjónabandinu með Sveini lifði hún við kröpp kjör og síðar
örbirgð í eins konar miðlagi samfélagsins. Hún virðist þó hafa haft sálræna
burði til að taka af skarið og skapa sér og börnum sínum sérstæð örlög, eink-
um þeim Nonna og Manna (Ármanni yngra 1861-1885). Sérstaklega gefur
uppgjör hennar í tengslum við utanför sonanna, að sjálfsögðu einkum Nonna