Andvari - 01.01.2014, Page 36
34
SVAVAR GESTSSON
ANDVARI
það.59 Þetta var pólitísk U-beygja en skaðaði sósíalista í Neskaupstað
ekki svo sjáanlegt væri. Þeir höfðu tögl og hagldir og sýndu að þeir voru
ekki einasta baráttuharðir heldur voru þeir líka klókir samningamenn.
Kommúnistar vinna með íhaldinu, sagði Alþýðublaðið í Reykjavík.
Það var rétt. Karl Karlsson varð bæjarstjóri, kaupmaður, sem seinna
tók við rekstri PAN, Pöntunarfélags alþýðu, Neskaupstað. Jafnframt
var ákveðið að Jóhannes Stefánsson formaður verkalýðsfélagsins færi
til starfa á bæjarskrifstofunum. Jóhannes átti að sjá um bókhaldið - en
hann var líka hið pólitíska auga sósíalista á bæjarskrifstofunum.60
Veldi þeirra þremenninga var að eflast. Fleira kom til en bein flokks-
pólitík. Stefán Þorleifsson, fæddur 1916, sagði mér svona frá þegar ég
hitti hann í maí 2014 í Neskaupstað:
- Við Lúðvík kynntumst ekki fyrr en ég fór að kenna hér í Neskaup-
stað. Við vorum báðir mjög íþróttasinnaðir. Við rótuðumst í því að hér
var komið upp sundlaug. Jóhannes Stefánsson var drengilegur og indæll
maður. Ég var í miklu meira sambandi við Bjarna Þórðarson. Það lá
einhvern veginn allt opið fyrir honum. Ég hef aldrei kynnst manni með
annað eins minni. Ég var með honum í að stofna Félag ungra jafnaðar-
manna. Ég gekk ekki í Kommúnistaflokkinn. Vildi átta mig betur á
þessu. Kaus Jónas 1937, ekki Lúðvík. Það var aldrei neinn vafi á því
að Lúðvík yrði leiðtoginn út á við. Hann var geislandi persónuleiki.
Stundum þegar við vorum í hvínandi vandræðum með allt í bænum
þá kom Lúðvík og það birti. Hann átti alltaf hugmyndirnar. Verkefnin
hrúguðust á hann og hann gerði engan mun á því hvar menn voru í
pólitík. Við höfðum báðir áhuga á íþróttum og töluðum oft um íþróttir.
Svo veiddum við saman.
Frásögn Stefáns lýsir Lúðvík vel; hann átti aðra hlið en þá pólitísku.
Lúðvík var vissulega harðpólitískur, en líka „íþróttasinnaður“ eins og
Stefán kemst að orði og svo var hann bindindismaður. Þeir þremenn-
ingar voru allt í öllu. í litlu byggðarlagi þekkja líka allir alla. Persónuleg
vandamál leyna sér ekki heldur. Seinni ár Jónasar Guðmundssonar á
Norðfirði var hann orðinn nokkuð vínhneigður og sótti í svipað horf hjá
Ólafi Magnússyni sem var með áhrifamestu mönnum Alþýðuflokksins.
Forystumenn sósíalista voru aftur á móti næstum allir bindindismenn
og sumir mjög virkir í bindindis-, æskulýðs- og uppeldisstarfi, bæði á
vegum stúkunnar og íþróttafélagsins. Helgi Guðmundsson segir í tölvu-
pósti til mín „að ekki má gera minna úr persónulegum vandamálum
krataforingjanna en efni standa til. Jónas varð feikilega drykkfelldur