Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 7

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 7
PENINGAMÁL 2022 / 4 7 Alþjóðleg efnahagsmál og viðskiptakjör I Alþjóðleg efnahagsmál Alþjóðlegur hagvöxtur reyndist þróttmeiri á fyrri helmingi ársins en búist var við í ágúst … Landsframleiðsla í helstu viðskiptalöndum Íslands jókst um 0,5% á milli fjórðunga á öðrum fjórðungi þessa árs (mynd I-1). Það er talsvert minni hagvöxtur en var meginhluta síðasta árs en heldur meiri en búist var við í ágústspá Peningamála. Efnahagsumsvif jukust einkum á evrusvæði, drifin áfram af bata í ríkjum í suðurhluta Evrópu þar sem ferðaþjónusta vegur þungt. Einnig mældist snarpur viðsnúningur á Norðurlöndum og í Japan eftir lítinn vöxt eða samdrátt á fyrsta fjórðungi. Það hægði hins vegar áfram á hagvexti í Bretlandi og samdráttur mældist í Bandaríkjunum, annan fjórðunginn í röð. Þá mældist töluverður samdráttur í Kína vegna hertra sóttvarnaaðgerða og veikleika á þarlendum fast- eignamarkaði. Á fyrri helmingi ársins mældist 4,6% árshagvöxtur í viðskiptalöndum Íslands. Það er 0,3 prósentum meira en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. … en horfur fyrir seinni árshelming hafa versnað Landsframleiðslan í Bretlandi dróst saman um 0,2% milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi. Þá dró mikið úr hagvexti á evrusvæði og mældist hann 0,2% og í Danmörku minnkaði hann í 0,5%. Hagvöxtur jókst hins vegar í 0,6% í Bandaríkjunum og var 0,7% í Svíþjóð. Talið er að landsframleiðsla í viðskiptalöndum Íslands hafi aukist um 0,3% að meðaltali milli fjórðunga í takt við það sem gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála (mynd I-1). Leiðandi vísbendingar og alþjóðlegar spár benda hins vegar til versnandi hagvaxtarhorfa á fjórða fjórð- ungi. PMI-vísitölur hafa lækkað enn frekar og gefa Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands1 4. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2022 1. Árstíðarleiðréttar tölur. Grunnspá Seðlabankans 3. og 4. ársfj. 2022. Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrri ársfjórðungi (v. ás) Vísitala (h. ás) % Vísitala, 4. ársfj. 2019 = 100 -15 -10 -5 0 5 10 15 85 90 95 100 105 110 115 2022202120202019 Mynd I-1 PMI-framleiðsluvísitala1 Janúar 2018 - október 2022 1. PMI-framleiðsluvísitala IHS Markit fyrir framleiðslu og þjónustu (Composite Output Purchasing Managers' Index). Vísitalan er birt mánaðarlega og er árstíðarleiðrétt. Þegar gildi vísitölunnar er yfir 50 gefur það vísbendingar um vöxt í framleiðslu milli mánaða en samdrátt ef hún er undir 50. Heimild: Refinitiv Datastream. Bandaríkin Bretland Vísitala Mynd I-2 0 10 20 30 40 50 60 70 20222021202020192018 Evrusvæðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.