Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 7
PENINGAMÁL 2022 / 4 7
Alþjóðleg efnahagsmál
og viðskiptakjör I
Alþjóðleg efnahagsmál
Alþjóðlegur hagvöxtur reyndist þróttmeiri á fyrri
helmingi ársins en búist var við í ágúst …
Landsframleiðsla í helstu viðskiptalöndum Íslands jókst
um 0,5% á milli fjórðunga á öðrum fjórðungi þessa
árs (mynd I-1). Það er talsvert minni hagvöxtur en var
meginhluta síðasta árs en heldur meiri en búist var við
í ágústspá Peningamála. Efnahagsumsvif jukust einkum
á evrusvæði, drifin áfram af bata í ríkjum í suðurhluta
Evrópu þar sem ferðaþjónusta vegur þungt. Einnig
mældist snarpur viðsnúningur á Norðurlöndum og í
Japan eftir lítinn vöxt eða samdrátt á fyrsta fjórðungi.
Það hægði hins vegar áfram á hagvexti í Bretlandi og
samdráttur mældist í Bandaríkjunum, annan fjórðunginn
í röð. Þá mældist töluverður samdráttur í Kína vegna
hertra sóttvarnaaðgerða og veikleika á þarlendum fast-
eignamarkaði.
Á fyrri helmingi ársins mældist 4,6% árshagvöxtur í
viðskiptalöndum Íslands. Það er 0,3 prósentum meira en
gert var ráð fyrir í ágústspá bankans.
… en horfur fyrir seinni árshelming hafa versnað
Landsframleiðslan í Bretlandi dróst saman um 0,2% milli
fjórðunga á þriðja ársfjórðungi. Þá dró mikið úr hagvexti
á evrusvæði og mældist hann 0,2% og í Danmörku
minnkaði hann í 0,5%. Hagvöxtur jókst hins vegar í
0,6% í Bandaríkjunum og var 0,7% í Svíþjóð. Talið er að
landsframleiðsla í viðskiptalöndum Íslands hafi aukist um
0,3% að meðaltali milli fjórðunga í takt við það sem gert
var ráð fyrir í ágústspá Peningamála (mynd I-1).
Leiðandi vísbendingar og alþjóðlegar spár benda
hins vegar til versnandi hagvaxtarhorfa á fjórða fjórð-
ungi. PMI-vísitölur hafa lækkað enn frekar og gefa
Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands1
4. ársfj. 2019 - 4. ársfj. 2022
1. Árstíðarleiðréttar tölur. Grunnspá Seðlabankans 3. og 4. ársfj. 2022.
Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrri ársfjórðungi (v. ás) Vísitala (h. ás)
% Vísitala, 4. ársfj. 2019 = 100
-15
-10
-5
0
5
10
15
85
90
95
100
105
110
115
2022202120202019
Mynd I-1
PMI-framleiðsluvísitala1
Janúar 2018 - október 2022
1. PMI-framleiðsluvísitala IHS Markit fyrir framleiðslu og þjónustu (Composite Output
Purchasing Managers' Index). Vísitalan er birt mánaðarlega og er árstíðarleiðrétt. Þegar
gildi vísitölunnar er yfir 50 gefur það vísbendingar um vöxt í framleiðslu milli mánaða
en samdrátt ef hún er undir 50.
Heimild: Refinitiv Datastream.
Bandaríkin Bretland
Vísitala
Mynd I-2
0
10
20
30
40
50
60
70
20222021202020192018
Evrusvæðið