Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 21

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 21
PENINGAMÁL 2022 / 4 21 Eignaverð Misvægi milli framboðs og eftirspurnar hefur leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs … Líkt og víða erlendis hækkaði húsnæðisverð mikið hér á landi í kjölfar heimsfaraldursins. Lægri vextir, mikill uppsafnaður sparnaður og auknar ráðstöfunartekjur auðvelduðu fasteignakaup og jókst velta og fjölgaði kaupsamningum umtalsvert, einkum meðal fyrstu kaup- enda (mynd II-13). Íbúðum á sölu fækkaði hins vegar ört í upphafi síðasta árs og töluvert misvægi myndaðist milli framboðs og eftirspurnar. Virðist sá fjöldi íbúða sem byggður var á árunum fyrir faraldurinn ekki hafa annað aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Nokkuð tók að draga úr umsvifum á húsnæðis- markaði um mitt síðasta ár. Þótt hækkandi vextir drægju úr eftirspurn eftir eignum var hún áfram meiri en fram- boð sem viðhélt verðþrýstingnum. Náði árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hámarki í júlí sl. í 25,5% sem er mesta árshækkun íbúðaverðs síðan í des- ember 2005. … sem er langt umfram hækkun leiguverðs Leiguverð hefur tekið við sér það sem af er ári og mæld- ist árshækkun þess 8,4% í október (mynd II-14). Verð- hækkunin hélst að einhverju leyti í hendur við hækkun vaxta og almenns verðlags, fjölgun ferðamanna og lækkandi hlutfall fyrstu kaupenda sem er nú tæplega 5 prósentum lægra en það var hæst í fyrra. Lækkun hámarks veðsetningarhlutfalls á nýjum fasteignalánum og nýjar reglur um hámark greiðslubyrðar þeirra höfðu líklega einnig áhrif. Hlutfall íbúðaverðs á móti leiguverði og launum hefur því lækkað lítillega á síðustu þremur mánuðum en er þó enn vel yfir sögulegu meðaltali sínu. Samsvarandi þróun hefur átt sér stað í mörgum öðrum þróuðum ríkjum þar sem mikið fjármagn hefur leitað inn á húsnæðismarkað vegna lægri vaxta og stuðnings- aðgerða í kjölfar heimsfaraldursins (mynd II-15). Vísbendingar eru um að tekið sé að hægja á fasteignamarkaði Æ skýrari merki eru um breyttar aðstæður á fasteigna- markaði. Dregið hefur úr hækkun íbúðaverðs milli mánaða frá því í júní þótt verðið hafi enn verið 21,5% hærra í október en í sama mánuði fyrir ári (mynd II-14). Íbúðum á sölu hefur fjölgað á ný og eru þær nú ríflega tvöfalt fleiri en í apríl sl. þegar þær voru einungis um 1.000 talsins. Hlutdeild nýrra íbúða á sölu hefur einnig vaxið á undanförnum mánuðum. Eins og rakið er í kafla III hefur verið mikið um byggingarframkvæmdir og vænta má meira framboðs húsnæðis á þessu og næsta Fjöldi og velta kaupsamninga á landinu öllu1 2. ársfj. 2006 - 3. ársfj. 2022 1. Fjöldi og velta kaupsamninga á kaupdegi íbúða árstíðarleiðrétt af Seðlabanka Íslands en VLF af Hagstofu Íslands. Grunnspá Seðlabankans fyrir VLF á 3. ársfj. 2022. Heimildir: Hagstofa Íslands, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Seðlabanki Íslands. Velta kaupsamninga (v. ás) Fjöldi kaupsaminga (h. ás) % af VLF Mynd II-13 Fjöldi á hverja 1.000 íbúa (16-74 ára) 0 5 10 15 20 25 30 0 5 10 15 20 25 30 ‘20‘18‘16‘14‘12‘10‘08‘06 ‘22 Húsnæðis- og leiguverð1 Janúar 2015 - október 2022 1. Húsnæðis- og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu. Frávik hlutfalls húsnæðis- og leiguverðs frá meðaltali 2011-2022 mælt í staðalfrávikum. Heimildir: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Seðlabanki Íslands. Vísitala íbúðaverðs (v. ás) Vísitala leiguverðs (v. ás) Hlutfall íbúða- og leiguverðs (h. ás) 12 mánaða breyting (%) Mynd II-14 -5 0 5 10 15 20 25 30 -1 0 1 2 3 4 5 6 Frávik frá meðaltali (staðalfrávik) 2021202020192018201720162015 2022 Húsnæðisverð í hlutfalli við leiguverð í völdum OECD-ríkjum1 1. Tölur fyrir Bretland, Ísland, Kanada, Noreg og Sviss á 3. ársfj. 2022, Nýja-Sjáland á 1. ársfj. 2022, Ástralíu á 4. ársfj. 2021 og Japan á 2. ársfj. 2021 en á 2. ársfj. 2022 í öðrum löndum. Heimildir: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Frávik frá meðaltali (staðalfrávik) Mynd II-15 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 Ít al ía Fi nn la nd Sp án n Sv íþ jó ð Ja pa n Po rt úg al K an ad a Br et la nd Þý sk al an d N or eg ur D an m ör k Lú xe m bo rg N ýj a- Sj ál an d Ís la nd Sv is s H ol la nd Be lg ía Fr ak kl an d Á st ra lía Ba nd ar ík in
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.