Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 33
PENINGAMÁL 2022 / 4 33
17% frá því að hún var í lágmarki á öðrum ársfjórðungi
2020 og var 2% yfir því sem hún var á síðasta ársfjórð-
ungi 2019, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á (mynd
III-20). Nafnvirði landsframleiðslunnar var hins vegar
orðið tæplega 15% meira á öðrum fjórðungi en í lok árs
2019.
Árshagvöxtur var heldur minni á fyrri hluta ársins en
spáð var í ágúst …
Landsframleiðsla jókst um 6,1% milli ára á öðrum fjórð-
ungi ársins. Það er minni vöxtur en gert hafði verið ráð
fyrir í ágústspá bankans en þá var búist við að hann hafi
verið 7,7%. Árshagvöxtur gaf því heldur eftir frá fyrri
fjórðungi þegar hann mældist 7,6% sem endurspeglar
samdrátt í fjármunamyndun og neikvætt framlag birgða-
breytinga sem vó þyngra en kröftug aukning í vexti
einkaneyslu og framlagi utanríkisviðskipta (mynd III-21).
Hagvöxtur var 6,8% að meðaltali á fyrri hluta
ársins sem er tæplega 1 prósentu minni vöxtur en gert
var ráð fyrir í ágústspá bankans (mynd III-22). Aukning
neyslu- og fjárfestingarútgjalda var í ágætu samræmi við
spána en framlag birgðabreytinga reyndist nokkru minna
og því mælist vöxtur þjóðarútgjalda um 1 prósentu minni
en spáð var.
… en á móti eru hagvaxtarhorfur að mestu óbreyttar
á seinni hluta ársins
Talið er að landsframleiðsla hafi aukist um 5,2% á milli
ára á þriðja ársfjórðungi og að hagvöxtur á árinu öllu
verði 5,6% sem er 0,3 prósentum minni vöxtur en gert
var ráð fyrir í ágúst. Þar vegast á annars vegar bjartari
horfur í utanríkisviðskiptum þar sem framlag til hagvaxtar
er nú talið verða jákvætt í fyrsta sinn eftir farsóttina og
hins vegar hægari vöxtur þjóðarútgjalda sem fyrst og
fremst endurspeglar lakari horfur um íbúðafjárfestingu.
Útlit fyrir meiri hagvöxt á næsta ári en spáð var í ágúst
Á næsta ári er talið að hægja muni á hagvexti. Hann
hjaðnar þó hægar en spáð var í ágúst sem að mestu má
rekja til bjartsýnni horfa um einkaneyslu en einnig grunn-
áhrifa minni vaxtar fjárfestingar á þessu ári. Talið er að
hagvöxtur verði 2,8% sem er tæplega 1 prósentu meiri
vöxtur en spáð var í ágúst (mynd III-23).
Eins og í ágúst er talið að hægi áfram á hagvexti er
líður á spátímann og að hann verði 2½% á ári að meðal-
tali á árunum 2024 og 2025. Töluverð óvissa er um þess-
ar horfur og gætu þær verið of bjartsýnar ef t.d. er samið
um meiri launahækkanir í yfirstandandi kjarasamningum
en grunnspáin gerir ráð fyrir eða ef orkukreppan í Evrópu
dýpkar enn frekar (sjá rammagrein 1).
Hagvöxtur og framlag undirliða1
1. ársfj. 2018 - 2. ársfj. 2022
1. Frávik geta verið á milli samtölu framlags undirliða og hagvaxtar vegna keðju-
tengingar þjóðhagsreikninga.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Einkaneysla
Samneysla
Utanríkisviðskipti
VLF
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-21
-15
-10
-5
0
5
10
15
20222021202020192018
Fjármunamyndun
Birgðabreytingar
Þjóðhagsreikningar fyrri hluta 2022
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Hagstofa Íslands
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-22
0
4
8
12
16
20
24
28
VLFInnflutn.Útflutn.Þjóðar-
útgj.
Neysla og
fjárfesting
Fjár-
festing
Sam-
neysla
Einka-
neysla
PM 2022/3
Hagvöxtur og framlag undirliða 2015-20251
1. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Frávik geta
verið á milli samtölu framlags undirliða og hagvaxtar vegna keðjutengingar
þjóðhagsreikninga.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Einkaneysla
Samneysla
Utanríkisviðskipti
VLF
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-23
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
20252024202320222021202020192018201720162015
Fjármunamyndun
Birgðabreytingar
20 4202420 320 220 120 020192018201720162015 2024202320222021202020192018201720162015