Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 34

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 34
PENINGAMÁL 2022 / 4 34 Vinnumarkaður og nýting framleiðsluþátta IV Vinnumarkaður Heildarvinnustundum fækkaði lítillega milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands (VMK) voru heildarvinnustundir 3,2% fleiri á þriðja árs- fjórðungi en á sama fjórðungi í fyrra sem er heldur minni fjölgun en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. Störf voru 3,7% fleiri en á móti vó 0,4% stytting meðalvinnutíma. Þótt störfum fjölgi enn milli ára hefur hægt á fjölguninni undanfarna mánuði og á þriðja ársfjórðungi fækkaði þeim lítillega milli fjórðunga ef litið er fram hjá árstíðarsveiflu. Frá því að farsóttin barst til landsins hefur meðal- vinnuvikan styst, m.a. vegna kjarasamningsbundinna ákvæða, og sú þróun hélt áfram á þriðja ársfjórðungi. Heildarvinnustundum fækkaði því um 1,2% milli fjórð- unga á fjórðungnum þótt þær séu enn 2,7% fleiri en að jafnaði á árinu 2019 (mynd IV-1). Þá hefur einnig hægt á fjölgun launafólks á staðgreiðsluskrá en fjöldi þeirra stóð í stað milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi. Lítið atvinnuleysi en atvinnuþátttaka minnkar Árstíðarleiðréttar niðurstöður VMK fyrir þriðja ársfjórð- ung benda til þess að atvinnuþátttaka sé tekin að minnka á ný. Hún mældist 79,3% á fjórðungnum sem er 0,7 prósentum minna en á öðrum ársfjórðungi. Þá lækkaði hlutfall starfandi nokkru meira (mynd IV-2). Atvinnuleysi jókst þannig um 0,5 prósentur milli fjórðunga og mæld- ist 4% (mynd IV-3). Það er áþekkt atvinnuleysi og var fyrir farsóttina og er enn lítið í sögulegu samhengi. Mælikvarði VMK á slaka á vinnumarkaði jókst meira eða um 1,4 prósentur milli fjórðunga. Auk atvinnuleysis tekur mælikvarðinn tillit til þeirra sem vinna minna en þeir vilja og þeirra sem teljast ekki á vinnumarkaði en gætu bæst Atvinna og vinnutími1 Janúar 2019 - september 2022 1. Launafólk samkvæmt tölum úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra en önnur gögn eru úr vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Fólk á aldrinum 16-74 ára. Þriggja mánaða hreyfanlegt meðaltal árstíðarleiðréttra talna. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Fjöldi starfandi Meðalvinnustundir Heildarvinnustundir Launafólk Vísitala, 2019 = 100 Mynd IV-1 90 92 94 96 98 100 102 104 106 108 202120202019 2022 Atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi1 Janúar 2019 - september 2022 1. Þriggja mánaða hreyfanlegt meðaltal árstíðarleiðréttra talna. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Atvinnuþátttaka Hlutfall starfandi % af mannfjölda 16-74 ára Mynd IV-2 66 68 70 72 74 76 78 80 82 2022202120202019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.