Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 34
PENINGAMÁL 2022 / 4 34
Vinnumarkaður og
nýting framleiðsluþátta IV
Vinnumarkaður
Heildarvinnustundum fækkaði lítillega milli fjórðunga
á þriðja ársfjórðungi
Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands
(VMK) voru heildarvinnustundir 3,2% fleiri á þriðja árs-
fjórðungi en á sama fjórðungi í fyrra sem er heldur minni
fjölgun en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. Störf voru
3,7% fleiri en á móti vó 0,4% stytting meðalvinnutíma.
Þótt störfum fjölgi enn milli ára hefur hægt á fjölguninni
undanfarna mánuði og á þriðja ársfjórðungi fækkaði þeim
lítillega milli fjórðunga ef litið er fram hjá árstíðarsveiflu.
Frá því að farsóttin barst til landsins hefur meðal-
vinnuvikan styst, m.a. vegna kjarasamningsbundinna
ákvæða, og sú þróun hélt áfram á þriðja ársfjórðungi.
Heildarvinnustundum fækkaði því um 1,2% milli fjórð-
unga á fjórðungnum þótt þær séu enn 2,7% fleiri en að
jafnaði á árinu 2019 (mynd IV-1). Þá hefur einnig hægt á
fjölgun launafólks á staðgreiðsluskrá en fjöldi þeirra stóð
í stað milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi.
Lítið atvinnuleysi en atvinnuþátttaka minnkar
Árstíðarleiðréttar niðurstöður VMK fyrir þriðja ársfjórð-
ung benda til þess að atvinnuþátttaka sé tekin að minnka
á ný. Hún mældist 79,3% á fjórðungnum sem er 0,7
prósentum minna en á öðrum ársfjórðungi. Þá lækkaði
hlutfall starfandi nokkru meira (mynd IV-2). Atvinnuleysi
jókst þannig um 0,5 prósentur milli fjórðunga og mæld-
ist 4% (mynd IV-3). Það er áþekkt atvinnuleysi og var
fyrir farsóttina og er enn lítið í sögulegu samhengi.
Mælikvarði VMK á slaka á vinnumarkaði jókst meira eða
um 1,4 prósentur milli fjórðunga. Auk atvinnuleysis tekur
mælikvarðinn tillit til þeirra sem vinna minna en þeir vilja
og þeirra sem teljast ekki á vinnumarkaði en gætu bæst
Atvinna og vinnutími1
Janúar 2019 - september 2022
1. Launafólk samkvæmt tölum úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra en önnur gögn eru úr
vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Fólk á aldrinum 16-74 ára. Þriggja mánaða
hreyfanlegt meðaltal árstíðarleiðréttra talna.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Fjöldi starfandi
Meðalvinnustundir
Heildarvinnustundir
Launafólk
Vísitala, 2019 = 100
Mynd IV-1
90
92
94
96
98
100
102
104
106
108
202120202019 2022
Atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi1
Janúar 2019 - september 2022
1. Þriggja mánaða hreyfanlegt meðaltal árstíðarleiðréttra talna.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Atvinnuþátttaka Hlutfall starfandi
% af mannfjölda 16-74 ára
Mynd IV-2
66
68
70
72
74
76
78
80
82
2022202120202019