Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 58
PENINGAMÁL 2022 / 4 58
Ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2023
• Launaforsendur: Alla jafna byggjast launaforsendur
frum varpsins á gildandi kjarasamningum. Þar sem kjara-
samningar fyrir næsta ár liggja ekki fyrir er í staðinn
byggt á forsendum fjármálaáætlunar um kaupmáttar-
aukningu opinberra starfsmanna. Kostnaður vegna
launahækkunar er metinn 19,1 ma.kr. en þar af eru 5,1
ma.kr. vegna endurmats á launaforsendum fyrri ára.
• Verðlagsforsendur: Almenn hækkun rekstrargjalda tekur
mið af verðbólguspá Hagstofunnar. Verðbólga er talin
verða 7,5% í ár sem er hækkun um 4,2 prósentur frá
forsendum fjárlaga fyrir árið 2022 en búist er við að
hún minnki á næsta ári og verði 4,9%. Útgjöld verða
9,6 ma.kr. meiri á þessu ári vegna meiri verðbólgu og
rúmlega 11 ma.kr. á því næsta. Í heildina má því rekja
um 20,7 ma.kr. aukningu útgjalda til forsendna um
verð lagsþróun.
• Gengisforsendur: Í frumvarpinu er miðað við meðal-
gengi í júlí 2022 sem felur í sér um 5,8% hækkun á
gengi krónunnar milli ára. Þetta leiðir til um 3 ma.kr.
lækkunar útgjalda. Þar vega útgjöld vegna utanríkismála
og lyfjakostnaðar þyngst.
• Atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga: Bætur
almannatrygginga hækka um 6% á næsta ári sem bæt-
ist við 3% hækkun í júní sl. Atvinnuleysisbætur hækka
sem nemur verðbólgu eða 4,9%. Kostnaður af hækkun
fjárhæða bóta er áætlaður 19,1 ma.kr.
Samtals nema launa-, bóta-, verðlags- og gengis-
breytingar á fjárheimildum í fjárlagafrumvarpi ársins 2023,
52,6 ma.kr. (tafla 3).
Nokkrar nýjar breytingar á skattkerfinu taka gildi á
næsta ári. Gert er ráð fyrir að lögfestar skattkerfisbreytingar
lækki tekjur ríkissjóðs á næsta ári um 3,6 ma.kr. en þar er um
Tafla 2 Þjóðhagsforsendur fjárlagafrumvarps ársins
2023
Spá Hagstofu Íslands (%) PM 2022/2 (%)
Einkaneysla 2,6 3,0
Samneysla 1,1 1,7
Fjármunamyndun -0,3 -0,5
Útflutningur 6,2 5,2
Innflutningur 3,8 3,5
Verg landsframleiðsla 2,7 2,6
Neysluverðsvísitala 4,9 5,0
Atvinnuleysi 3,7 4,2
Gengisvísitala -1,5 1,4
Launavísitala 5,2 5,7
Taflan sýnir breytingar frá fyrra ári nema fyrir atvinnuleysi sem er hlutfall af vinnuafli.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.