Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 35

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 35
PENINGAMÁL 2022 / 4 35 við vinnuaflið með litlum fyrirvara. Skráð atvinnuleysi stóð hins vegar í stað milli fjórðunga og mældist 3,7% á þriðja ársfjórðungi ef leiðrétt er fyrir árstíð. Það er 0,5 prósentum minna en það var á fjórða fjórðungi ársins 2019, áður en farsóttin barst til landsins. Það minnkaði þó áfram í október og mældist 3,3%. Langtímaatvinnuleysi jókst mikið í kjölfar farsóttar- innar en tók að minnka hratt frá því um mitt síðasta ár, m.a. vegna sérstakra ráðningarstyrkja. Frá og með júní í ár hafa um 1,2% af mannaflanum verið á atvinnuleysis- skrá í meira en tólf mánuði sem er svipað hlutfall og var fyrir farsóttina. Fyrirtæki vilja enn fjölga störfum næsta misserið … Samkvæmt árstíðarleiðréttum niðurstöðum haustkönnun- ar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins vill þriðj- ungur stjórnenda fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum en aðeins 7% vilja fækka því. Munurinn er því 27 pró- sentur og minnkar um 4 prósentur milli kannana. Þá voru tæplega 8.800 laus störf á þriðja ársfjórðungi samkvæmt fyrirtækjakönnun Hagstofunnar. Lausum störfum fækk- aði milli fjórðunga en þau voru álíka mörg og á sama tíma fyrir ári. Hlutfall lausra starfa og atvinnulausra, sem gefur vísbendingu um spennu á vinnumarkaði, mældist 1,2 og lækkaði lítillega milli fjórðunga. Hlutfallið er þó enn hátt og ef síðasti fjórðungur er frá talinn hefur það ekki mælst hærra frá því að Hagstofan hóf að safna þessum gögnum í ársbyrjun 2019 (mynd IV-4). … sem eru í meira mæli mönnuð með aðfluttu vinnuafli Íbúum landsins fjölgaði um 2,8% milli ára á þriðja árs- fjórðungi (mynd IV-5). Aðfluttum erlendum ríkis borg- urum umfram brottflutta fjölgaði um 3.410 á fjórð- ungnum. Þeir koma til viðbótar liðlega 3.500 erlendum ríkisborgurum sem bættust við íbúafjöldann á öðrum ársfjórðungi en það er mesta fjölgun á einum fjórðungi frá upphafi ársfjórðungslegra mannfjöldatalna Hagstofunnar. Brottflutningur íslenskra ríkisborgara umfram aðflutta vó lítillega á móti. Nokkuð stór hluti af íbúafjölgun ársins er vegna aukins straums flóttafólks í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þannig var fjölgun Úkraínumanna liðlega fimmtungur af fjölgun erlendra ríkisborgara á fyrstu þremur fjórðungum ársins ef miðað er við mánaðartölur Þjóðskrár Íslands. Samsetning hópsins er ólík því sem hefur verið í fyrri bylgjum innflutnings erlends vinnuafls og því er óvíst hver áhrifin eru á atvinnuþátttöku. Þá er töluverð óvissa um hversu margir muni koma til viðbótar frá Úkraínu og hve margir muni snúa til baka ef stríðsá- tökunum linnir. Atvinnuleysi og slaki á vinnumarkaði1 Janúar 2019 - október 2022 1. Slaki á vinnumarkaði eru atvinnulausir, vinnulitlir (þeir sem eru í hlutastarfi en vilja vinna meira) og möguleg viðbót á vinnumarkað (þeir sem eru tilbúnir að vinna en eru ekki að leita að vinnu og þeir sem eru að leita að vinnu en eru ekki tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna) sem hlutfall af mannafla að viðbættri mögulegri viðbót á vinnumarkaði. Skráð atvinnuleysi er án fólks á hlutabótum frá og með mars 2020. Þriggja mánaða hreyfanlegt meðaltal árstíðarleiðréttra talna. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Atvinnuleysi Skráð almennt atvinnuleysi Slaki á vinnumarkaði % Mynd IV-3 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2022202120202019 Laus störf1 1. ársfj. 2019 - 3. ársfj. 2022 1. Laus störf skv. fyrirtækjakönnun Hagstofu Íslands og fjöldi atvinnulausra samkvæmt vinnumarkaðskönnun sömu stofnunar. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Laus störf (v. ás) Hlutfall lausra starfa og atvinnulausra (h. ás) Þúsundir starfa Mynd IV-4 0 2 4 6 8 10 12 14 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 2022202120202019 Hlutfall Mannfjöldi 1. ársfj. 2011 - 3. ársfj. 2022 Heimild: Hagstofa Íslands. Fæddir umfram látna Aðfluttir umfram brottflutta - Íslenskir ríkisborgarar Aðfluttir umfram brottflutta - Erlendir ríkisborgarar Mannfjöldi Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 2020 2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2021 ‘22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.