Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 41
PENINGAMÁL 2022 / 4 41
við að verðbólga verði meiri en 5% á næstu fimm árum
hefur hækkað töluvert á þessu ári (mynd V-12). Aukinn
verðbólguótti virðist því vera farinn að grafa um sig.
Verðbólguhorfur
Verðbólguhorfur til skamms tíma hafa batnað ...
Verðbólga á þriðja ársfjórðungi var minni en gert var
ráð fyrir í ágústspánni en þá var búist við að hún myndi
ná hámarki undir lok þessa árs. Skýringuna á frávikinu
má m.a. rekja til þess að það tók að hægja mun hrað-
ar á umsvifum á húsnæðismarkaði en búist var við.
Húsnæðisverð gaf því hraðar eftir en einnig lækkuðu
eldsneytisverð og flugfargjöld meira sl. haust en vænst
var. Nærhorfur hafa því batnað vegna betri upphafs-
stöðu í byrjun spátímans. Spáð er að verðbólga verði
9,4% á fjórða ársfjórðungi og 8,5% á fyrsta fjórðungi
næsta árs sem er 1,2 prósentum minna en spáð var í
ágúst. Samkvæmt spánni verður verðbólga að meðaltali
6% á næsta ári og hefur þá minnkað úr 8,3% í ár.
... en áfram er búist við að verðbólga minnki hægt …
Áfram er búist við að verðbólga hjaðni hægt og
hafa horfur til lengri tíma lítið breyst frá því í ágúst.
Verðbólguhorfur í viðskiptalöndunum eru lakari en áður
var gert ráð fyrir og því útlit fyrir að innflutt verðbólga
aukist áfram. Þá er búist við að spennan sem myndaðist
í þjóðarbúskapnum í ár minnki heldur hægar en spáð var
í ágúst. Einnig er gert ráð fyrir lægra gengi krónunnar á
spátímanum. Samkvæmt grunnspánni verður verðbólga
komin niður fyrir 4% á fyrri hluta árs 2024 og verður
við markmið í lok spátímans skilyrt á vaxtaferil spárinnar.
… og mikil óvissa er til staðar
Eins og fjallað er um í rammagrein 1 eru verðbólgu-
horfur háðar framvindu ólíkra óvissuþátta. Það skiptir
miklu hversu langvarandi stríðsátökin í Úkraínu verða og
hvernig alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð þróast á næst-
unni. Niðurstaða kjarasamningsviðræðna getur jafnframt
haft mikil áhrif á verðbólguþróun. Þá mun verðbólga að
hluta ráðast af því hvort áfram dragi úr umsvifum á hús-
næðismarkaði og því hvernig framboð og verð húsnæðis
þróast. Eins og áður er því talið að meiri hætta sé á að
verðbólga á næstunni sé vanmetin í grunnspánni en að
hún sé ofmetin. Taldar eru helmingslíkur á að verðbólga
verði á bilinu 3¼-5¾% að ári liðnu og á bilinu 2½-5%
eftir tvö ár (mynd V-13).
Hlutfall heimila og fyrirtækja sem væntir meira en
5% verðbólgu á næstu 5 árum
Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands.
Milli 5 og 8% Milli 8 og 10%
Hlutfall (%)
Mynd V-12
Yfir 10%
0
10
20
30
40
50
60
70
80
Sept.
2022
Júní
2022
Mars
2021
2018-
2021
Sept.
2022
Mars
2021
2018-
2021
Heimili Fyrirtæki
Júní
2022
Verðbólguspá og óvissumat
1. ársfj. 2016 - 4. ársfj. 2025
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
PM 2022/4
PM 2022/3
Verðbólgumarkmið
50% líkindabil
75% líkindabil
90% líkindabil
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd V-13
0
2
4
6
8
10
12
2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025