Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 40

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 40
PENINGAMÁL 2022 / 4 40 Ný kjarasamningslota hefst við krefjandi aðstæð- ur þar sem töluverð verðbólga fer saman við spennu á vinnumarkaði (sjá kafla IV). Samkvæmt grunnspá bankans hækka nafnlaun um tæplega 8% milli ársmeðaltala í ár og að meðaltali um tæplega 6% á ári næstu þrjú ár. Miðað við horfur um hóflegan framleiðnivöxt felur það í sér mikla hækkun launakostnaðar á framleidda einingu eða um 4¾% að meðaltali á ári á næstu þremur árum. Það er töluvert umfram 2,5% verðbólgumarkmið bankans og leiðir því til umtalsverðs verðbólguþrýstings frá vinnu- markaði á spátímanum. Eins og rakið er í rammagrein 1 gætu þessar forsendur þó verið of bjartsýnar og verð- bólguþrýstingur af vinnumarkaði því verið vanmetinn. Verðbólguvæntingar Skammtímaverðbólguvæntingar hafa lækkað á nokkra mælikvarða ... Samkvæmt nýlegri könnun á væntingum markaðsaðila lækkuðu væntingar þeirra um verðbólgu til eins árs og búast þeir við að hún verði rúmlega 5%. Væntingar þeirra um verðbólgu eftir tvö ár eru aftur á móti óbreytt- ar í 4% (mynd V-10). Niðurstöður haustkönnunar Gallup benda til þess að stjórnendur fyrirtækja geri ráð fyrir að verðbólga verði 5% að ári liðnu og 4,5% eftir tvö ár sem er minna en í síðustu könnun. Væntingar heimila um verðbólgu eftir tvö ár hækkuðu aftur á móti í 6%. ... en langtímaverðbólguvæntingar eru svipaðar og þær voru í ágúst … Markaðsaðilar gera ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali um 3½% á næstu fimm og tíu árum og hafa væntingar þeirra til lengri tíma heilt yfir lítillega lækkað frá því í ágúst (mynd V-10). Verðbólguálag á skulda- bréfamarkaði lækkaði einnig þegar leið á sl. haust og var að meðaltali 3,4% í október en hefur hækkað aftur nýlega (mynd V-11). Fimm ára álag eftir fimm ár var um 4% um miðjan nóvember sem er heldur hærra en það var í ágúst. Langtímaverðbólguvæntingar stjórnenda fyr- irtækja og heimila voru hins vegar óbreyttar samkvæmt haustkönnunum Gallup. Búast fyrirtæki við að verðbólga verði að meðaltali 4% á næstu fimm árum en heimili vænta að hún verði 5%. … og kjölfesta þeirra við markmið virðist hafa veikst Þegar verðbólga hefur verið yfir markmiði í langan tíma eykst hættan á að kjölfesta verðbólguvæntinga við mark- mið veikist og því taki lengri tíma en ella að ná þeim aftur niður í markmið (sjá umfjöllun í rammagrein 2). Þegar verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja eru skoðaðar nánar kemur jafnframt í ljós að hlutfall þeirra sem búast Verðbólguvæntingar til 2 og 5 ára¹ 1. ársfj. 2018 - 4. ársfj. 2022 1. Kannanir Gallup á verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja og könnun Seðla- bankans á verðbólguvæntingum markaðsaðila. Miðgildi svara. Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. Fyrirtæki Markaðsaðilar Heimili Verðbólgumarkmið % Mynd V-10 1 2 3 4 5 6 7 Eftir 2 ár Meðaltal næstu 5 ár 2021 202020192018202020192018 20212022 2022 Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði1 Janúar 2018 - nóvember 2022 1. Meðaltal mánaða. Gögn til og með 18. nóvember 2022. Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd V-11 1 2 3 4 5 6 7 2 ára 5 ára 10 ára 5 ár eftir 5 ár Verðbólgumarkmið 2018 2019 2020 2021 2022 Laun 1. ársfj. 2015 - 3. ársfj. 2022 Heimild: Hagstofa Íslands. Launavísitala Vísitala heildarlauna Breyting frá fyrra ári (%) Mynd V-9 0 2 4 6 8 10 12 14 2021202020192018201720162015 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.