Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 67

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 67
PENINGAMÁL 2022 / 4 67 talið var að yrði erfitt að selja í því árferði sem þá var uppi og að það gæti aukið á erfiðleika þeirra við að fjármagna nýjar framkvæmdir. Þessar áhyggjur lituðu spár um íbúða- fjárfestingu fram eftir árinu 2020. Þær spár reyndust þó of svartsýnar og við útgáfu Peningamála í febrúar 2021 var orðið ljóst að krafturinn í íbúðafjárfestingu væri meiri en áður var talið. Auknar ráðstöfunartekjur heimila ollu því að umsvif á íbúðamarkaði jukust og íbúðaverð hækkaði, þvert á það sem talið var í fyrstu. Það auðveldaði verktökum að selja fullkláraðar eignir og sækja fjármögnun til að hefja nýjar framkvæmdir. Í kjölfarið var spáð meiri íbúðafjárfestingu á árinu 2021 en þrátt fyrir það samdrætti milli ára þar sem fjárfestingarstig árið áður var einnig hærra en upphaflega var áætlað. Eftir því sem leið á faraldurinn urðu spár um atvinnu- vegafjárfestingu einnig bjartsýnni í takt við bættar horfur um efnahagsumsvif. Kannanir Seðlabankans um fjárfestingar- áform fyrirtækja sem framkvæmdar voru á árinu 2021 báru merki um að áform þeirra hafi aukist eftir því sem leið á árið enda skapaði vaxandi eftirspurn samhliða lágu vaxtastigi kjöraðstæður til fjárfestingar. Þegar á leið varð aftur á móti ljóst að verr gekk að hrinda af stað ýmsum af þeim áformum sem stjórnvöld höfðu kynnt og var opinber fjárfesting því nokkuð undir væntingum. … en breyting á aðferðafræði við mælingu fjárfestingar skýrir einnig vanspár fyrir árið 2021 Mikilvæga ástæðu þess að fjárfestingu ársins 2021 var vanspáð má rekja til breytinga á aðferðafræði sem Hagstofan innleiddi við birtingu þjóðhagsreikninga í ágúst 2021. Eftir breytinguna teljast leigðir rekstrarfjármunir í ákveðnum tilfell- um til fjárfestingar hjá leigutökum. Breytingin varð til þess að atvinnuvegafjárfesting varð umtalsvert meiri en áætlað hafði verið en hafði þó ekki teljandi áhrif á mat á hagvexti þar sem samsvarandi breytingar urðu á vöruinnflutningi. Áhrif þessarar breytingar á aðferðafræði má einnig greina í þeirri endurskoðun sem gerð var á innflutningsspá í útgáfu Peningamála í nóvember 2021 (mynd 8). Sú endur- skoðun endurspeglaði þó einnig vísbendingar um hraðari viðsnúning innlendrar eftirspurnar, sér í lagi einkaneyslu og fjárfestingar. Samkvæmt nýjustu birtu tölum var vöxtur inn- flutnings áþekkur því sem spáð var vorið 2020. Verðbólga varð töluvert meiri en upphaflega var spáð Í spá Peningamála í maí 2020 var gert ráð fyrir að verðbólga yrði undir verðbólgumarkmiði bankans eða að meðaltali 1,7% á árinu 2021 (mynd 9). Það var minni verðbólga en spáð hafði verið fyrir faraldurinn enda var útlit fyrir að tölu- verður slaki yrði í þjóðarbúinu á meðan farsóttin gengi yfir. Innflutningsspár Peningamála fyrir árið 20211 1. Spár PM 2020/2-2020/4 og 2021/1-2021/4 fyrir vöxt innflutnings ársins 2021 ásamt nýjasta mati Hagstofu Íslands. Myndin sýnir einnig spá PM 2022/1 sem er síðasta spá bankans fyrir fyrstu áætlun Hagstofunnar á innflutningsvexti ársins 2021. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 8 0 5 10 15 20 25 Nýjast 22/1 21/4 21/3 21/2 21/1 20/4 20/3 20/2 Verðbólguspár Peningamála fyrir árið 20211 1. Spár PM 2020/2-2020/4 og 2021/1-2021/4 fyrir verðbólgu ársins 2021 ásamt endanlegri niðurstöðu ársins. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd 9 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 Nýjast 21/4 21/3 21/2 21/1 20/4 20/3 20/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.