Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 67
PENINGAMÁL 2022 / 4 67
talið var að yrði erfitt að selja í því árferði sem þá var uppi
og að það gæti aukið á erfiðleika þeirra við að fjármagna
nýjar framkvæmdir. Þessar áhyggjur lituðu spár um íbúða-
fjárfestingu fram eftir árinu 2020. Þær spár reyndust þó of
svartsýnar og við útgáfu Peningamála í febrúar 2021 var
orðið ljóst að krafturinn í íbúðafjárfestingu væri meiri en
áður var talið. Auknar ráðstöfunartekjur heimila ollu því að
umsvif á íbúðamarkaði jukust og íbúðaverð hækkaði, þvert
á það sem talið var í fyrstu. Það auðveldaði verktökum að
selja fullkláraðar eignir og sækja fjármögnun til að hefja nýjar
framkvæmdir. Í kjölfarið var spáð meiri íbúðafjárfestingu á
árinu 2021 en þrátt fyrir það samdrætti milli ára þar sem
fjárfestingarstig árið áður var einnig hærra en upphaflega
var áætlað.
Eftir því sem leið á faraldurinn urðu spár um atvinnu-
vegafjárfestingu einnig bjartsýnni í takt við bættar horfur um
efnahagsumsvif. Kannanir Seðlabankans um fjárfestingar-
áform fyrirtækja sem framkvæmdar voru á árinu 2021 báru
merki um að áform þeirra hafi aukist eftir því sem leið á árið
enda skapaði vaxandi eftirspurn samhliða lágu vaxtastigi
kjöraðstæður til fjárfestingar. Þegar á leið varð aftur á móti
ljóst að verr gekk að hrinda af stað ýmsum af þeim áformum
sem stjórnvöld höfðu kynnt og var opinber fjárfesting því
nokkuð undir væntingum.
… en breyting á aðferðafræði við mælingu fjárfestingar
skýrir einnig vanspár fyrir árið 2021
Mikilvæga ástæðu þess að fjárfestingu ársins 2021 var
vanspáð má rekja til breytinga á aðferðafræði sem Hagstofan
innleiddi við birtingu þjóðhagsreikninga í ágúst 2021. Eftir
breytinguna teljast leigðir rekstrarfjármunir í ákveðnum tilfell-
um til fjárfestingar hjá leigutökum. Breytingin varð til þess að
atvinnuvegafjárfesting varð umtalsvert meiri en áætlað hafði
verið en hafði þó ekki teljandi áhrif á mat á hagvexti þar sem
samsvarandi breytingar urðu á vöruinnflutningi.
Áhrif þessarar breytingar á aðferðafræði má einnig
greina í þeirri endurskoðun sem gerð var á innflutningsspá í
útgáfu Peningamála í nóvember 2021 (mynd 8). Sú endur-
skoðun endurspeglaði þó einnig vísbendingar um hraðari
viðsnúning innlendrar eftirspurnar, sér í lagi einkaneyslu og
fjárfestingar. Samkvæmt nýjustu birtu tölum var vöxtur inn-
flutnings áþekkur því sem spáð var vorið 2020.
Verðbólga varð töluvert meiri en upphaflega var spáð
Í spá Peningamála í maí 2020 var gert ráð fyrir að verðbólga
yrði undir verðbólgumarkmiði bankans eða að meðaltali
1,7% á árinu 2021 (mynd 9). Það var minni verðbólga en
spáð hafði verið fyrir faraldurinn enda var útlit fyrir að tölu-
verður slaki yrði í þjóðarbúinu á meðan farsóttin gengi yfir.
Innflutningsspár Peningamála fyrir árið 20211
1. Spár PM 2020/2-2020/4 og 2021/1-2021/4 fyrir vöxt innflutnings ársins 2021
ásamt nýjasta mati Hagstofu Íslands. Myndin sýnir einnig spá PM 2022/1 sem er
síðasta spá bankans fyrir fyrstu áætlun Hagstofunnar á innflutningsvexti ársins 2021.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd 8
0
5
10
15
20
25
Nýjast 22/1 21/4 21/3 21/2 21/1 20/4 20/3 20/2
Verðbólguspár Peningamála fyrir árið 20211
1. Spár PM 2020/2-2020/4 og 2021/1-2021/4 fyrir verðbólgu ársins 2021 ásamt
endanlegri niðurstöðu ársins.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
%
Mynd 9
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
Nýjast 21/4 21/3 21/2 21/1 20/4 20/3 20/2