Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 25

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 25
PENINGAMÁL 2022 / 4 25 (mynd III-6). Áframhaldandi aukning veltu í byggingar- starfsemi og fjölgun starfa í greininni frá því í sumar benda jafnframt til aukinnar fjárfestingar í byggingar- starfsemi og mannvirkjagerð. Vaxandi fjárfestingarumsvif eru einnig í samræmi við niðurstöður fjárfestingarkönnunar Seðlabankans frá því í september. Samkvæmt könnuninni áforma fyrirtæki að auka við fjárfestingu í ár um u.þ.b. 43% að nafnvirði frá fyrra ári (mynd III-7). Það er töluvert meiri aukning fjárfestingarútgjalda en kom fram í samsvarandi könnun í febrúar og mars sl. Niðurstöðurnar benda til þess að vöxtur verði í öllum atvinnugreinum en þó mest í ferða- þjónustu og flutningastarfsemi. Niðurstöður fyrirtækjakönnunar Gallup á meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem framkvæmd var í ágúst og september benda einnig til þess að stjórnendur séu bjartsýnir um fjárfestingu þessa árs þótt dregið hafi lítillega úr áformum þeirra frá síðustu könnun í mars. Um þriðjungur stjórnenda áætlar að fjárfesting í ár verði meiri en í fyrra eða um helmingi fleiri en þeir sem telja að fjárfesting verði minni í ár. Könnunin bendir jafnframt til þess að stjórnendur í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu séu bjartsýnastir á fjárfestingaráform í ár. Vísbendingar eru því um að fjárfesting atvinnuveg- anna verði meiri í ár en talið var í ágústspá bankans. Talið er að almenn atvinnuvegafjárfesting hafi aukist um tæp- lega 16% milli ára á þriðja ársfjórðungi og að hún verði um 19% meiri á árinu öllu en í fyrra í stað ríflega 15% í ágústspánni. Atvinnuvegafjárfesting í heild er því endur- skoðuð upp um 2 prósentur í 14%. Hluti af þessari aukn- ingu er vegna jákvæðra grunnáhrifa við bókhaldslega tilfærslu úr fjármunaeign atvinnuveganna til hins opinbera (sjá nánar í umfjöllun um fjármál hins opinbera síðar í kaflanum) en aukningin endurspeglar einnig vísbendingar um kröftugri fjárfestingu í ár en í ágústspánni. Við þetta bætist aukinn vöxtur stóriðjufjárfestingar frá síðustu spá. Horfur á að íbúðafjárfesting dragist saman í ár þrátt fyrir vísbendingar um auknar byggingarframkvæmdir Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar dróst íbúða fjárfesting saman um 7,2% milli ára á fyrri helm- ingi ársins. Jafnframt voru tölur fyrir síðasta ár og fyrsta fjórðung þessa árs endurskoðaðar niður á við. Þessi veiku fjárfestingarumsvif koma á óvart þar sem þau eru ekki í takt við aðrar vísbendingar um íbúðafjárfestingu og voru undir því sem gert var ráð fyrir í ágústspá bankans (mynd III-8). Samkvæmt fyrirtækjakönnun Gallup frá því í september segjast stjórnendur í byggingariðnaði starfa við full afköst og að þeir vænti meiri fjárfestingar í ár en í fyrra. Ný könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins gefur jafnframt til kynna að íbúðum Innflutningur fjárfestingarvara og fjárfesting1 1. ársfj. 2019 - 3. ársfj. 2022 1. Innfluttar fjárfestingarvörur og flutningatæki til atvinnurekstrar (þó ekki skip og flug- vélar). Almenn atvinnuvegafjárfesting er atvinnufjárfesting án stóriðju, skipa og flugvéla. Grunnspá Seðlabankans fyrir vöxt almennrar atvinnuvegafjárfestingu á 3. ársfj. 2022. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Innflutningur almennra fjárfestingarvara (v. ás) Almenn atvinnuvegafjárfesting (h. ás) Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-6 Breyting frá fyrra ári (%) -60 -40 -20 0 20 40 60 80 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 2022202120202019 Fjárfestingaráform fyrirtækja 2022 og 20231 1. Könnun Seðlabankans á fjárfestingaráformum fyrirtækja (að undanskilinni fjár- festingu í skipum og flugvélum). Könnun Gallup á fjárfestingaráformum 400 stærstu fyrirtækja landsins. Sýnd eru hlutföll fyrirtækja sem ætla að auka og minnka fjárfestingu. Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. Sjávarútvegur Iðnaður Flutningar og ferðaþj. Verslun Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-7 Fjölm. og upplýsingat. Þjónusta og annað Alls Hlutfall (%) Könnun Seðlabankans Könnun Gallup Auka Minnka -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 202220232022 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 Vísbendingar um íbúðafjárfestingu1 1. ársfj. 2010 - 3. ársfj. 2022 1. Fyrsti frumþáttur valinna vísbendinga um íbúðafjárfestingu sem er skalaður til svo að meðaltal hans er 0 og staðalfrávik 1. Gögnin að baki matinu eru: innflutningur byggingarefnis, sementssala án sölu til stóriðjufyrirtækja og væntingar heimila til fyrirhugaðra húsnæðiskaupa. Heimildir: Aalborg Portland Ísland hf., Gallup, Hagstofa Íslands, Sementsverksmiðjan ehf., Seðlabanki Íslands. Íbúðafjárfesting Fyrsti frumþáttur vísbendinga Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-8 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 ‘21‘19‘17‘15‘13‘07‘05 ‘09 ‘11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.