Peningamál - 23.11.2022, Page 25

Peningamál - 23.11.2022, Page 25
PENINGAMÁL 2022 / 4 25 (mynd III-6). Áframhaldandi aukning veltu í byggingar- starfsemi og fjölgun starfa í greininni frá því í sumar benda jafnframt til aukinnar fjárfestingar í byggingar- starfsemi og mannvirkjagerð. Vaxandi fjárfestingarumsvif eru einnig í samræmi við niðurstöður fjárfestingarkönnunar Seðlabankans frá því í september. Samkvæmt könnuninni áforma fyrirtæki að auka við fjárfestingu í ár um u.þ.b. 43% að nafnvirði frá fyrra ári (mynd III-7). Það er töluvert meiri aukning fjárfestingarútgjalda en kom fram í samsvarandi könnun í febrúar og mars sl. Niðurstöðurnar benda til þess að vöxtur verði í öllum atvinnugreinum en þó mest í ferða- þjónustu og flutningastarfsemi. Niðurstöður fyrirtækjakönnunar Gallup á meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem framkvæmd var í ágúst og september benda einnig til þess að stjórnendur séu bjartsýnir um fjárfestingu þessa árs þótt dregið hafi lítillega úr áformum þeirra frá síðustu könnun í mars. Um þriðjungur stjórnenda áætlar að fjárfesting í ár verði meiri en í fyrra eða um helmingi fleiri en þeir sem telja að fjárfesting verði minni í ár. Könnunin bendir jafnframt til þess að stjórnendur í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu séu bjartsýnastir á fjárfestingaráform í ár. Vísbendingar eru því um að fjárfesting atvinnuveg- anna verði meiri í ár en talið var í ágústspá bankans. Talið er að almenn atvinnuvegafjárfesting hafi aukist um tæp- lega 16% milli ára á þriðja ársfjórðungi og að hún verði um 19% meiri á árinu öllu en í fyrra í stað ríflega 15% í ágústspánni. Atvinnuvegafjárfesting í heild er því endur- skoðuð upp um 2 prósentur í 14%. Hluti af þessari aukn- ingu er vegna jákvæðra grunnáhrifa við bókhaldslega tilfærslu úr fjármunaeign atvinnuveganna til hins opinbera (sjá nánar í umfjöllun um fjármál hins opinbera síðar í kaflanum) en aukningin endurspeglar einnig vísbendingar um kröftugri fjárfestingu í ár en í ágústspánni. Við þetta bætist aukinn vöxtur stóriðjufjárfestingar frá síðustu spá. Horfur á að íbúðafjárfesting dragist saman í ár þrátt fyrir vísbendingar um auknar byggingarframkvæmdir Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar dróst íbúða fjárfesting saman um 7,2% milli ára á fyrri helm- ingi ársins. Jafnframt voru tölur fyrir síðasta ár og fyrsta fjórðung þessa árs endurskoðaðar niður á við. Þessi veiku fjárfestingarumsvif koma á óvart þar sem þau eru ekki í takt við aðrar vísbendingar um íbúðafjárfestingu og voru undir því sem gert var ráð fyrir í ágústspá bankans (mynd III-8). Samkvæmt fyrirtækjakönnun Gallup frá því í september segjast stjórnendur í byggingariðnaði starfa við full afköst og að þeir vænti meiri fjárfestingar í ár en í fyrra. Ný könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins gefur jafnframt til kynna að íbúðum Innflutningur fjárfestingarvara og fjárfesting1 1. ársfj. 2019 - 3. ársfj. 2022 1. Innfluttar fjárfestingarvörur og flutningatæki til atvinnurekstrar (þó ekki skip og flug- vélar). Almenn atvinnuvegafjárfesting er atvinnufjárfesting án stóriðju, skipa og flugvéla. Grunnspá Seðlabankans fyrir vöxt almennrar atvinnuvegafjárfestingu á 3. ársfj. 2022. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Innflutningur almennra fjárfestingarvara (v. ás) Almenn atvinnuvegafjárfesting (h. ás) Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-6 Breyting frá fyrra ári (%) -60 -40 -20 0 20 40 60 80 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 2022202120202019 Fjárfestingaráform fyrirtækja 2022 og 20231 1. Könnun Seðlabankans á fjárfestingaráformum fyrirtækja (að undanskilinni fjár- festingu í skipum og flugvélum). Könnun Gallup á fjárfestingaráformum 400 stærstu fyrirtækja landsins. Sýnd eru hlutföll fyrirtækja sem ætla að auka og minnka fjárfestingu. Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. Sjávarútvegur Iðnaður Flutningar og ferðaþj. Verslun Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-7 Fjölm. og upplýsingat. Þjónusta og annað Alls Hlutfall (%) Könnun Seðlabankans Könnun Gallup Auka Minnka -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 202220232022 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 Vísbendingar um íbúðafjárfestingu1 1. ársfj. 2010 - 3. ársfj. 2022 1. Fyrsti frumþáttur valinna vísbendinga um íbúðafjárfestingu sem er skalaður til svo að meðaltal hans er 0 og staðalfrávik 1. Gögnin að baki matinu eru: innflutningur byggingarefnis, sementssala án sölu til stóriðjufyrirtækja og væntingar heimila til fyrirhugaðra húsnæðiskaupa. Heimildir: Aalborg Portland Ísland hf., Gallup, Hagstofa Íslands, Sementsverksmiðjan ehf., Seðlabanki Íslands. Íbúðafjárfesting Fyrsti frumþáttur vísbendinga Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-8 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 ‘21‘19‘17‘15‘13‘07‘05 ‘09 ‘11

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.