Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 26

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 26
PENINGAMÁL 2022 / 4 26 í byggingu hafi fjölgað lítillega á höfuðborgarsvæðinu frá því í samsvarandi könnun í vor (mynd III-9). Niðurstöður könnunarinnar benda að auki til þess að fleiri íbúðir klárist á þessu ári og því næsta en gert var ráð fyrir í vor. Þrátt fyrir vísbendingar um áframhaldandi vöxt íbúðafjárfestingar gera tölur Hagstofunnar um fjár- festingarumsvif í byggingariðnaði á fyrri hluta ársins það að verkum að nú er gert ráð fyrir að íbúðafjárfesting dragist saman um 1½% í ár í stað þess að vaxa um tæp- lega 6% eins og spáð var í ágúst.1 Útlit fyrir hægari vöxt fjármunamyndunar í ár en horfur fyrir spátímabilið í heild breytast lítið Í grunnspá bankans er gert ráð fyrir að fjármunamyndun í heild verði 5,6% meiri í ár en í fyrra (mynd III-10). Það er minni vöxtur en gert var ráð fyrir í ágúst en þar vega lakari horfur í íbúðafjárfestingu þungt. Á móti kemur að útlit er fyrir kröftugri vöxt í fjárfestingu atvinnuveganna. Fjármunamyndun í ár er að mestu drifin af auk- inni fjárfestingu almennra atvinnuvega og í orkufrekum iðnaði. Á móti vegur samdráttur í fjárfestingu í flugvélum og skipum sem rekja má til grunnáhrifa vegna mikils innflutnings skipa og flugvéla í fyrra. Grunnáhrif minni vaxtar fjármunamyndunar í ár skýra að mestu horfur á auknum vexti á næsta ári en yfir spátímabilið í heild hafa horfur lítið breyst frá því í ágúst. Eins og í ágúst er gert ráð fyrir að hlutfall fjárfestingar og landsframleiðslu verði komið í rúmlega 23% í lok spátímans. Það er um 1 pró- sentu umfram meðaltal síðasta aldarfjórðungs. Hið opinbera Hóflegur vöxtur eftirspurnar hins opinbera á spátímanum Á fyrri hluta ársins jókst eftirspurn hins opinbera um 2% milli ára og dró heldur úr útgjöldum hins opinbera miðað við sama tímabil í fyrra. Eins og í ágúst er spáð um 1½% vexti samneyslu á árinu öllu en nú er gert ráð fyrir tæp- lega 11% samdrætti fjárfestingar hins opinbera í stað liðlega 4% vaxtar í ágúst. Það má að miklu leyti rekja til grunnáhrifa þess að fasteignir sem áður heyrðu til B-hluta Reykjanesbæjar færðust á síðasta ári í A-hluta reikninga þeirra. Þessi tilfærsla þýðir að eignirnar færast samkvæmt þjóðhagsreikningum úr fjármunaeign atvinnuveganna til hins opinbera og bókfærist því sem opinber fjárfesting í fyrra sem veldur fyrrnefndum neikvæðum grunnáhrifum 1. Eins og Hagstofan bendir á er óvenju mikil óvissa um nýjustu áætlun íbúðafjárfestingar í bráðabirgðaniðurstöðum þjóðhagsreikninga í ljósi þeirra grunngagna sem liggja til grundvallar og kann endanleg niður- staða ársins því að verða endurskoðuð upp á við þegar fyllri gögn berast Hagstofunni. Fjármunamyndun og framlag helstu undirliða 2015-20251 1. Almenn atvinnuvegafjárfesting er atvinnuvegafjárfesting án fjárfestingar í orku- frekum iðnaði og í skipum og flugvélum. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Almennir atvinnuvegir Stóriðja Skip og flugvélar Fjármuna- myndun alls Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-10 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 20252024202320222021202020192018201720162015 Íbúðarhúsnæði Hið opinbera 2024202320222021202020192018201720162015 2024202320 22021202020192018201720162015 Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu1 1. Samkvæmt könnunum á fjölda íbúða í byggingu sem framkvæmdar eru að vori og hausti hvert ár. Heimildir: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins. Að fokheldu Fokhelt og lengra komið Fjöldi íbúða Mynd III-9 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 H au st 2 02 1 V or 2 02 1 H au st 2 02 0 V or 2 02 0 H au st 2 01 9 V or 2 01 9 H au st 2 01 8 V or 2 01 8 H au st 2 01 7 V or 2 01 7 H au st 2 01 6 V or 2 01 6 H au st 2 01 5 V or 2 01 5 H au st 2 01 4 V or 2 01 4 H au st 2 01 3 V or 2 01 3 H au st 2 01 2 H au st 2 01 1 V or 2 02 2 V or 2 01 1 V or 2 01 0 H au st 2 02 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.