Peningamál - 23.11.2022, Page 26

Peningamál - 23.11.2022, Page 26
PENINGAMÁL 2022 / 4 26 í byggingu hafi fjölgað lítillega á höfuðborgarsvæðinu frá því í samsvarandi könnun í vor (mynd III-9). Niðurstöður könnunarinnar benda að auki til þess að fleiri íbúðir klárist á þessu ári og því næsta en gert var ráð fyrir í vor. Þrátt fyrir vísbendingar um áframhaldandi vöxt íbúðafjárfestingar gera tölur Hagstofunnar um fjár- festingarumsvif í byggingariðnaði á fyrri hluta ársins það að verkum að nú er gert ráð fyrir að íbúðafjárfesting dragist saman um 1½% í ár í stað þess að vaxa um tæp- lega 6% eins og spáð var í ágúst.1 Útlit fyrir hægari vöxt fjármunamyndunar í ár en horfur fyrir spátímabilið í heild breytast lítið Í grunnspá bankans er gert ráð fyrir að fjármunamyndun í heild verði 5,6% meiri í ár en í fyrra (mynd III-10). Það er minni vöxtur en gert var ráð fyrir í ágúst en þar vega lakari horfur í íbúðafjárfestingu þungt. Á móti kemur að útlit er fyrir kröftugri vöxt í fjárfestingu atvinnuveganna. Fjármunamyndun í ár er að mestu drifin af auk- inni fjárfestingu almennra atvinnuvega og í orkufrekum iðnaði. Á móti vegur samdráttur í fjárfestingu í flugvélum og skipum sem rekja má til grunnáhrifa vegna mikils innflutnings skipa og flugvéla í fyrra. Grunnáhrif minni vaxtar fjármunamyndunar í ár skýra að mestu horfur á auknum vexti á næsta ári en yfir spátímabilið í heild hafa horfur lítið breyst frá því í ágúst. Eins og í ágúst er gert ráð fyrir að hlutfall fjárfestingar og landsframleiðslu verði komið í rúmlega 23% í lok spátímans. Það er um 1 pró- sentu umfram meðaltal síðasta aldarfjórðungs. Hið opinbera Hóflegur vöxtur eftirspurnar hins opinbera á spátímanum Á fyrri hluta ársins jókst eftirspurn hins opinbera um 2% milli ára og dró heldur úr útgjöldum hins opinbera miðað við sama tímabil í fyrra. Eins og í ágúst er spáð um 1½% vexti samneyslu á árinu öllu en nú er gert ráð fyrir tæp- lega 11% samdrætti fjárfestingar hins opinbera í stað liðlega 4% vaxtar í ágúst. Það má að miklu leyti rekja til grunnáhrifa þess að fasteignir sem áður heyrðu til B-hluta Reykjanesbæjar færðust á síðasta ári í A-hluta reikninga þeirra. Þessi tilfærsla þýðir að eignirnar færast samkvæmt þjóðhagsreikningum úr fjármunaeign atvinnuveganna til hins opinbera og bókfærist því sem opinber fjárfesting í fyrra sem veldur fyrrnefndum neikvæðum grunnáhrifum 1. Eins og Hagstofan bendir á er óvenju mikil óvissa um nýjustu áætlun íbúðafjárfestingar í bráðabirgðaniðurstöðum þjóðhagsreikninga í ljósi þeirra grunngagna sem liggja til grundvallar og kann endanleg niður- staða ársins því að verða endurskoðuð upp á við þegar fyllri gögn berast Hagstofunni. Fjármunamyndun og framlag helstu undirliða 2015-20251 1. Almenn atvinnuvegafjárfesting er atvinnuvegafjárfesting án fjárfestingar í orku- frekum iðnaði og í skipum og flugvélum. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Almennir atvinnuvegir Stóriðja Skip og flugvélar Fjármuna- myndun alls Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-10 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 20252024202320222021202020192018201720162015 Íbúðarhúsnæði Hið opinbera 2024202320222021202020192018201720162015 2024202320 22021202020192018201720162015 Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu1 1. Samkvæmt könnunum á fjölda íbúða í byggingu sem framkvæmdar eru að vori og hausti hvert ár. Heimildir: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins. Að fokheldu Fokhelt og lengra komið Fjöldi íbúða Mynd III-9 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 H au st 2 02 1 V or 2 02 1 H au st 2 02 0 V or 2 02 0 H au st 2 01 9 V or 2 01 9 H au st 2 01 8 V or 2 01 8 H au st 2 01 7 V or 2 01 7 H au st 2 01 6 V or 2 01 6 H au st 2 01 5 V or 2 01 5 H au st 2 01 4 V or 2 01 4 H au st 2 01 3 V or 2 01 3 H au st 2 01 2 H au st 2 01 1 V or 2 02 2 V or 2 01 1 V or 2 01 0 H au st 2 02 2

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.