Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 65

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 65
PENINGAMÁL 2022 / 4 65 í næstu spá í febrúar 2021. Kannanir bentu þá til að viðhorf stjórnenda til ráðninga höfðu batnað, meðal annars vegna jákvæðra frétta af væntanlegum bóluefnum. Fyrir vikið var spáð minna atvinnuleysi, minni samdrætti í ráðstöfunartekj- um og meiri vexti einkaneyslu á árinu 2021. Þegar komið var fram í maí höfðu horfur breyst til muna og í stað samdráttar í ráðstöfunartekjum var þá spáð tæplega 3% aukningu milli ára (mynd 4). Skýrist það af því að atvinnuhorfur höfðu áður reynst of dökkar. Í ljós kom að störf höfðu varðveist betur í gegnum farsóttina og til viðbótar urðu launahækkanir meiri en spáð hafði verið. Þá studdu vaxtalækkanir og aðgerðir stjórnvalda einnig við ráðstöfunartekjur. … en breyttar horfur um framvindu farsóttar léku einnig stórt hlutverk … Svartsýnar spár bankans á umfangi einkaneyslu skýrast þó ekki eingöngu af því að vöxtur ráðstöfunartekna hafi verið vanmetinn heldur einnig af þróun sóttvarnaaðgerða (mynd 5). Þegar leið á faraldurinn varð ljóst að heimilin gengu í meiri mæli á uppsafnaðan sparnað en gert hafði verið ráð fyrir. Neysluvenjur breyttust einnig og á meðan kaup á þjónustu sem krafðist nálægðar urðu minni, jukust kaup á bílum og öðrum varanlegum neysluvörum. Eins og sést á mynd 5 urðu áhrif sóttvarna á neysluhegðun einnig minni í síðari smitbylgj- um en í þeirri fyrstu. Víðtækari bólusetningar léku þar stórt hlutverk en einnig aukin reynsla fyrirtækja í að laga starfsemi sína að sóttvarnaaðgerðum. Þetta leiddi til þess að eftir því sem á leið varð minni ástæða til að ætla að sóttvarnaráðstaf- anir hefðu jafnmikil neikvæð áhrif á einkaneyslu og búist var við í fyrstu. … og fyrstu tölur Hagstofunnar bentu til minni vaxtar einkaneyslu Endurskoðanir Hagstofunnar á ársfjórðungslegum þjóðhags- reikningum sem birtir voru á meðan farsóttin gekk yfir bera einnig vitni um það hversu erfitt var að leggja mat á gang hagkerfisins við þær fordæmalausu aðstæður sem uppi voru á þessum tíma. Þannig bentu fyrstu tölur Hagstofunnar til þess að einkaneysla hefði vaxið hægar á fyrsta fjórðungi ársins 2021 en endurskoðaðar tölur sögðu til um (mynd 6). Þá bentu fyrstu tölur fyrir vöxt einkaneyslu á öðrum fjórðungi til þess að hún hefði dregist saman milli fjórðunga en nýrri tölur gefa til kynna að hún hafi vaxið um ½%. Ítrekaðar endurskoðanir Hagstofunnar þar sem einkaneysla reyndist sterkari en áður var talið útskýra því einnig að hluta þær breytingar sem urðu á einkaneysluhorfum í spám bankans haustið 2021 og fram á vorið 2022. Ráðstöfunartekjuspár Peningamála fyrir árið 20211 1. Spár PM 2020/2-2020/4 og 2021/1-2022/1 fyrir vöxt kaupmáttar ráðstöfunar- tekna ársins 2021 ásamt nýjasta mati. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 4 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 Nýjast 22/1 21/4 21/3 21/2 21/1 20/4 20/3 20/2 Einkaneysluspár og umfang sóttvarna 20211 1. Breytingar á einkaneysluspám og umfangi sóttvarnaaðgerða stjórnvalda milli útgáfu Peningamála út frá Oxford COVID-19 sóttvarnavísitölunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Oxford COVID-19 Government Response Tracker, Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd 5 Einkaneysla (v. ás) Sóttvarnavísitala (andhverfur h. ás) -4 -3 -2 -1 0 1 2 6 3 0 -3 -6 -9 -12 22/1 21/4 21/3 21/2 21/1 20/4 Vísitölustig Áætlanir um ársfjórðungslegan einkaneysluvöxt 20211 1. Myndin sýnir mismunandi áætlanir Hagstofu Íslands á ársfjórðungslegri breytingu árstíðarleiðréttrar einkaneyslu árið 2021 frá fyrstu birtingu á 1. ársfj. 2021 í maí 2021 til nýjustu birtingar í ágúst 2022. Heimild: Hagstofa Íslands. Breyting frá fyrri fjórðungi (%) Mynd 6 -1 0 1 2 3 4 5 4. ársfj.3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj. Maí 2021 Ágúst 2021 Nóvember 2021 Febrúar 2022 Maí 2022 Ágúst 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.