Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 59

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 59
PENINGAMÁL 2022 / 4 59 að ræða fjölgun hreinna rafmagnsbifreiða sem njóta VSK- ívilnunar. Á móti skila breytingar sem ekki hafa verið lögfestar rúmlega 14 ma.kr. í auknar tekjur en þar munar mestu um hækkun gjalda í samræmi við áætlaðar verðlagsbreytingar auk breytinga á vörugjaldi bifreiða og bifreiðagjaldi. Samtals munu breytingarnar skila 10,5 ma.kr. tekjuauka á næsta ári (tafla 4). Auk ofangreindra breytinga verða tekjur ríkissjóðs á næsta ári fyrir áhrifum af fyrri skattabreytingum. Þar er um að ræða breytingar sem annað hvort komu til framkvæmda að hluta til í ár eða tímabundnar ráðstafanir sem ganga til baka í ár á borð við aukna endurgreiðslu VSK vegna „allir vinna“ átaksins á fyrri hluta 2022. Samtals aukast tekjur ríkissjóðs um 13,4 ma.kr. á næsta ári vegna þessara áhrifa. Samanlagt aukast skatttekjur ríkissjóðs því um 23,9 ma.kr. á næsta ári vegna breytinga á skattkerfinu (mynd 1). Endurskoðun tekjuáætlunar fyrir árið 2022 Umtalsverð breyting er á tekjuáætlun líðandi árs frá fjárlögum en þar leggjast á sömu sveif rúmlega 50 ma.kr. meiri skatt- tekjur, sem endurspegla meiri efnahagsumsvif en gert var ráð fyrir, og rúmlega 14 ma.kr. meiri arðgreiðslur. Tryggingagjald verður jafnframt um 11 ma.kr. hærra en fjárlög sögðu til um. Á heildina litið er áætlað að tekjur ársins verði um 78,6 ma.kr. meiri en í fjárlögum. Tafla 3 Launa-, bóta-, verðlags- og gengisbreytingar árið 2023 Rekstrargrunnur Útgjaldaáhrif ma.kr. Launaforsendur Hækkun launa umfram forsendur fjárlaga 2022 5,1 Áætlaðar launahækkanir 2023 14,0 Samtals launahækkanir 19,1 Atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga 19,1 Almennar verðlagsforsendur 20,1 Gengisforsendur -3,0 Samtals launa-, bóta-, verðlags- og gengisbreytingar 52,6 Heimild: Fjárlagafrumvarp ársins 2023. Tafla 4 Tekjuáhrif skattabreytinga á ríkissjóð árið 2023 Rekstrargrunnur Tekjur ma.kr. Lögfestar breytingar Fjölgun rafmagnsbíla sem njóta VSK-ívilnunar -3,6 Ólögfestar breytingar Breytingar á vörugjöldum á ökutæki 2,7 Breytingar á bifreiðagjaldi 2,2 Varaflugvallagjald 1,4 Breyting á verðmætagjaldi sjókvíaeldis 0,5 Hækkun gjalda vegna verðbólgu 6,4 Aðrar breytingar 0,8 Samtals lögfestar og ólögfestar breytingar 10,5 Heimild: Fjárlagafrumvarp ársins 2023.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.