Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 59
PENINGAMÁL 2022 / 4 59
að ræða fjölgun hreinna rafmagnsbifreiða sem njóta VSK-
ívilnunar. Á móti skila breytingar sem ekki hafa verið lögfestar
rúmlega 14 ma.kr. í auknar tekjur en þar munar mestu um
hækkun gjalda í samræmi við áætlaðar verðlagsbreytingar auk
breytinga á vörugjaldi bifreiða og bifreiðagjaldi. Samtals munu
breytingarnar skila 10,5 ma.kr. tekjuauka á næsta ári (tafla 4).
Auk ofangreindra breytinga verða tekjur ríkissjóðs á
næsta ári fyrir áhrifum af fyrri skattabreytingum. Þar er um að
ræða breytingar sem annað hvort komu til framkvæmda að
hluta til í ár eða tímabundnar ráðstafanir sem ganga til baka
í ár á borð við aukna endurgreiðslu VSK vegna „allir vinna“
átaksins á fyrri hluta 2022. Samtals aukast tekjur ríkissjóðs
um 13,4 ma.kr. á næsta ári vegna þessara áhrifa. Samanlagt
aukast skatttekjur ríkissjóðs því um 23,9 ma.kr. á næsta ári
vegna breytinga á skattkerfinu (mynd 1).
Endurskoðun tekjuáætlunar fyrir árið 2022
Umtalsverð breyting er á tekjuáætlun líðandi árs frá fjárlögum
en þar leggjast á sömu sveif rúmlega 50 ma.kr. meiri skatt-
tekjur, sem endurspegla meiri efnahagsumsvif en gert var ráð
fyrir, og rúmlega 14 ma.kr. meiri arðgreiðslur. Tryggingagjald
verður jafnframt um 11 ma.kr. hærra en fjárlög sögðu til um.
Á heildina litið er áætlað að tekjur ársins verði um 78,6 ma.kr.
meiri en í fjárlögum.
Tafla 3 Launa-, bóta-, verðlags- og gengisbreytingar
árið 2023
Rekstrargrunnur Útgjaldaáhrif ma.kr.
Launaforsendur
Hækkun launa umfram forsendur fjárlaga 2022 5,1
Áætlaðar launahækkanir 2023 14,0
Samtals launahækkanir 19,1
Atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga 19,1
Almennar verðlagsforsendur 20,1
Gengisforsendur -3,0
Samtals launa-, bóta-, verðlags- og gengisbreytingar 52,6
Heimild: Fjárlagafrumvarp ársins 2023.
Tafla 4 Tekjuáhrif skattabreytinga á ríkissjóð árið
2023
Rekstrargrunnur Tekjur ma.kr.
Lögfestar breytingar
Fjölgun rafmagnsbíla sem njóta VSK-ívilnunar -3,6
Ólögfestar breytingar
Breytingar á vörugjöldum á ökutæki 2,7
Breytingar á bifreiðagjaldi 2,2
Varaflugvallagjald 1,4
Breyting á verðmætagjaldi sjókvíaeldis 0,5
Hækkun gjalda vegna verðbólgu 6,4
Aðrar breytingar 0,8
Samtals lögfestar og ólögfestar breytingar 10,5
Heimild: Fjárlagafrumvarp ársins 2023.