Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 27
PENINGAMÁL 2022 / 4 27
í ár. Auk þess hægir meira á fjárfestingu ríkissjóðs milli
ára en áætlað var í ágústspá bankans.
Þessi mældi samdráttur opinberrar fjárfestingar í ár
gerir það að verkum að eftirspurn hins opinbera í heild
dregst lítillega saman í ár í stað þess að aukast um 2%
eins og spáð var í ágúst (mynd III-11). Horfur eru á að
vöxturinn aukist aftur á næsta ári en verði liðlega 1%
að meðaltali á ári er líður á spátímann sem er svipað og
spáð var í ágúst.
Aukin efnahagsumsvif og lok mótvægisaðgerða skýra
viðsnúning á afkomu ríkissjóðs
Ríkissjóður var rekinn með miklum halla á síðustu tveim-
ur árum á meðan áhrifa farsóttarinnar gætti og mót-
vægisaðgerðir vegna hennar stóðu yfir. Samanlagt var
halli áranna 477 ma.kr. eða um 7,7% af landsframleiðslu
tímabilsins (mynd III-12). Í ár er búist við því að verulega
dragi úr hallanum og hann verði 31/2% af landsframleiðslu
(miðað við A-hluta ríkissjóðs). Þar vegast annars vegar á
mikill bati í frumjöfnuði og hins vegar verri vaxtajöfnuður
sem rekja má til hærra vaxtastigs auk áhrifa verðbólgu
á verðtryggðar skuldir ríkissjóðs.2 Þetta er minni halli en
gert var ráð fyrir í maíspá Peningamála þegar bankinn
lagði síðast mat á afkomu ríkissjóðs. Það má einkum rekja
til þess að tekjuaukning ríkissjóðs verður meiri en búist
var við enda efnahagsumsvif meiri en þá var spáð.
Á næsta ári er búist við að áfram dragi úr halla ríkis-
sjóðs. Breytingin er þó umtalsvert minni en í ár en líkt og
áður er afkomubatinn að miklu leyti til kominn vegna
aukinna efnahagsumsvifa og þess að mótvægisaðgerðir
sem ríkisstjórnin beitti vegna farsóttarinnar framan af
þessu ári renna sitt skeið. Í nýju fjárlagafrumvarpi kemur
fram að nýjar aðgerðir á tekjuhlið skili ríkisjóði auknum
tekjum sem nemur 0,3% af landsframleiðslu en á móti
niðurfellingu tímabundinna útgjalda kemur svigrúm
vegna nýrra og aukinna verkefna (sjá nánar um fjár-
lagafrumvarpið í rammagrein 3). Búist er við að afkoma
ríkissjóðs á næsta ári verði neikvæð um 2,7% af lands-
framleiðslu og að halli verði á frumjöfnuði sem samsvarar
um 0,8% af landsframleiðslu. Þetta er áþekk þróun og
fram kemur í fjárlagafrumvarpi ársins 2023.
Hægfara bati undirliggjandi afkomu ríkissjóðs á næstu
árum
Ein birtingarmynd mikilla stuðningsaðgerða stjórnvalda
á síðustu tveimur árum kemur fram í því að frumjöfn-
uður ríkissjóðs versnaði samtals um rúm 5% af lands-
framleiðslu að teknu tilliti til hagsveiflunnar. Undir lok
2. Tekið er tillit til þess sem fram kemur í frumvarpi til fjáraukalaga árið
2022 varðandi endurmat tekna í ljósi nýrra upplýsinga um álagningu og
innheimtu einstakra skatta.
Eftirspurn hins opinbera 2015-20251
1. Eftirspurn hins opinbera í ráðstöfunaruppgjöri þjóðhagsreikninga er samtala
samneyslu og fjárfestingar hins opinbera. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025.
Brotalína sýnir spá PM 2022/3.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-11
-1
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
20252024202320222021202020192018201720162015
Afkoma ríkissjóðs 2010-20231
1. Leiðrétt er fyrir óreglulegum og einskiptisliðum. Grunnspá Seðlabankans 2022-2023.
Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Heildarjöfnuður
% af VLF
Mynd III-12
Frumjöfnuður
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
‘23‘22‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10