Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 27

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 27
PENINGAMÁL 2022 / 4 27 í ár. Auk þess hægir meira á fjárfestingu ríkissjóðs milli ára en áætlað var í ágústspá bankans. Þessi mældi samdráttur opinberrar fjárfestingar í ár gerir það að verkum að eftirspurn hins opinbera í heild dregst lítillega saman í ár í stað þess að aukast um 2% eins og spáð var í ágúst (mynd III-11). Horfur eru á að vöxturinn aukist aftur á næsta ári en verði liðlega 1% að meðaltali á ári er líður á spátímann sem er svipað og spáð var í ágúst. Aukin efnahagsumsvif og lok mótvægisaðgerða skýra viðsnúning á afkomu ríkissjóðs Ríkissjóður var rekinn með miklum halla á síðustu tveim- ur árum á meðan áhrifa farsóttarinnar gætti og mót- vægisaðgerðir vegna hennar stóðu yfir. Samanlagt var halli áranna 477 ma.kr. eða um 7,7% af landsframleiðslu tímabilsins (mynd III-12). Í ár er búist við því að verulega dragi úr hallanum og hann verði 31/2% af landsframleiðslu (miðað við A-hluta ríkissjóðs). Þar vegast annars vegar á mikill bati í frumjöfnuði og hins vegar verri vaxtajöfnuður sem rekja má til hærra vaxtastigs auk áhrifa verðbólgu á verðtryggðar skuldir ríkissjóðs.2 Þetta er minni halli en gert var ráð fyrir í maíspá Peningamála þegar bankinn lagði síðast mat á afkomu ríkissjóðs. Það má einkum rekja til þess að tekjuaukning ríkissjóðs verður meiri en búist var við enda efnahagsumsvif meiri en þá var spáð. Á næsta ári er búist við að áfram dragi úr halla ríkis- sjóðs. Breytingin er þó umtalsvert minni en í ár en líkt og áður er afkomubatinn að miklu leyti til kominn vegna aukinna efnahagsumsvifa og þess að mótvægisaðgerðir sem ríkisstjórnin beitti vegna farsóttarinnar framan af þessu ári renna sitt skeið. Í nýju fjárlagafrumvarpi kemur fram að nýjar aðgerðir á tekjuhlið skili ríkisjóði auknum tekjum sem nemur 0,3% af landsframleiðslu en á móti niðurfellingu tímabundinna útgjalda kemur svigrúm vegna nýrra og aukinna verkefna (sjá nánar um fjár- lagafrumvarpið í rammagrein 3). Búist er við að afkoma ríkissjóðs á næsta ári verði neikvæð um 2,7% af lands- framleiðslu og að halli verði á frumjöfnuði sem samsvarar um 0,8% af landsframleiðslu. Þetta er áþekk þróun og fram kemur í fjárlagafrumvarpi ársins 2023. Hægfara bati undirliggjandi afkomu ríkissjóðs á næstu árum Ein birtingarmynd mikilla stuðningsaðgerða stjórnvalda á síðustu tveimur árum kemur fram í því að frumjöfn- uður ríkissjóðs versnaði samtals um rúm 5% af lands- framleiðslu að teknu tilliti til hagsveiflunnar. Undir lok 2. Tekið er tillit til þess sem fram kemur í frumvarpi til fjáraukalaga árið 2022 varðandi endurmat tekna í ljósi nýrra upplýsinga um álagningu og innheimtu einstakra skatta. Eftirspurn hins opinbera 2015-20251 1. Eftirspurn hins opinbera í ráðstöfunaruppgjöri þjóðhagsreikninga er samtala samneyslu og fjárfestingar hins opinbera. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-11 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 20252024202320222021202020192018201720162015 Afkoma ríkissjóðs 2010-20231 1. Leiðrétt er fyrir óreglulegum og einskiptisliðum. Grunnspá Seðlabankans 2022-2023. Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Heildarjöfnuður % af VLF Mynd III-12 Frumjöfnuður -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘23‘22‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.