Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 51

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 51
PENINGAMÁL 2022 / 4 51 Rammagrein 2 Hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst? Verðbólguvæntingar hafa hækkað töluvert undanfarið ár. Það kemur ekki á óvart að mikil aukning verðbólgu undan- farið ýti upp væntingum um verðbólgu til skemmri tíma. Það er hins vegar öllu alvarlegra ef það verður til þess að almenningur, fyrirtæki og markaðsaðilar endurskoða væntingar sínar um verðbólgu til lengri tíma. Þá eru einnig vís bendingar um að skammtímasveiflur í verðbólgu hafi meiri áhrif á verðbólguvæntingar nú en þær hafa gert undanfarin ár. Allt þetta bendir til þess að kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði Seðlabankans hafi veikst undanfarið. Í þessari rammagrein er fjallað um þessa þróun og mögulegar afleiðingar hennar. Verðbólguvæntingar hafa hækkað undanfarið samhliða hraðri aukningu verðbólgu … Eins og rakið er í kafla V hefur verðbólga aukist hratt undan- farin tvö ár: hún var við 2,5% verðbólgumarkmið Seðla- bankans um mitt ár 2020, en fór yfir 4% í byrjun síðasta árs og mældist hátt í 10% í sumar. Eins og sést á mynd 1 hefur langtíma meðaltal verðbólgu því hækkað undanfarið og nálgast það sem hún var á fyrstu árum þessarar aldar þegar nú verandi fyrirkomulag peningastefnunnar var innleitt. Eins og myndin sýnir hafa sveiflur í verðbólgu einnig farið vaxandi – en vel þekkt er að verðbólga verður jafnan sveiflukenndari eftir því sem hún er meiri.1 Verðbólguvæntingar hafa að sama skapi hækkað hratt. Þetta sést á mynd 2 sem sýnir þróun skammtíma- og lang- tímaverðbólguvæntinga frá ársbyrjun 2012.2 Skamm tíma- verð bólguvæntingar héldust tiltölulega nálægt verðbólgu- markmiðinu frá árinu 2014 eftir lækkun þeirra árin þar á undan. Þær tóku hins vegar að hækka hratt undir lok síðasta árs og voru tæplega 6% að meðaltali á þriðja ársfjórð ungi þessa árs. 1. Eins og rakið er í Alþjóðagreiðslubankinn (2022) er meginástæða þess að verðbólga er stöðugri eftir því sem hún er minni ekki endilega sú að sveiflur í verði einstakra vöruflokka verði minni. Ástæðan er fremur sú að fylgni milli breytinga á verði einstakra vöruflokka verður minni eftir því sem verðbólga er minni (þ.e. áhrif breytinga á verði einstakra vöruflokka smitast síður út í aðra vöruflokka eða út í aðra geira þjóðar- búsins). 2. Skammtímaverðbólguvæntingar miða við væntingar til eins og tveggja ára. Þær eru mældar með miðgildi verðbólguvæntinga heim- ila, fyrirtækja og markaðsaðila út frá spurningakönnunum Gallup og Seðlabankans og verðbólguálags á skuldabréfamarkaði (en það er mælt út frá vaxtamuni verðtryggðra og óverðtryggðra ríkistryggðra skuldabréfa). Langtímaverðbólguvæntingar eru metnar með sama hætti fyrir væntingar til fimm og tíu ára (auk verðbólguálagsins til fimm ára eftir fimm ár). Langtímaleitni og sveiflur í verðbólgu á Íslandi1 Janúar 1995 - september 2022 1. Myndin sýnir hreyfanlegt 5 ára meðaltal og staðalfrávik ársverðbólgu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd 1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘20‘15‘10‘05‘00‘95 5 ára meðaltal verðbólgu Staðalfrávik verðbólgu Verðbólgumarkmið Skammtíma- og langtímaverðbólguvæntingar1 1. ársfj. 2012 - 3. ársfj. 2022 1. Skammtímavæntingar er miðgildi skammtímaverðbólguvæntinga heimila, fyrirtækja og markaðsaðila og skammtímaverðbólguálags (væntingar og álag til 1 og 2 ára). Langtímavæntingar er miðgildi langtímaverðbólguvæntinga heimila, fyrirtækja og markaðsaðila og langtímaverðbólguálags (væntingar og álag til 5 og 10 ára). Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. % Mynd 2 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘222021202020192018201720162015201420132012 Skammtímaverðbólguvæntingar Langtímaverðbólguvæntingar Verðbólgumarkmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.