Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 17

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 17
PENINGAMÁL 2022 / 4 17 … og langtímavextir hækka áfram Ávöxtunarkrafa tíu ára óverðtryggðra ríkisbréfa hefur hækkað um 2,2 prósentur frá áramótum og var 6,4% rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála (mynd II-3). Hún hefur ekki verið hærri síðan um mitt ár 2016. Mesti hluti hækkunar langtímanafnvaxta átti sér stað á fyrri hluta ársins en það hefur aðeins hægt á hækkuninni frá því í sumar. Langtímaraunvextir hafa einnig hækkað samhliða hækkun raunvaxta Seðlabankans. Ávöxtunarkrafa tíu ára verðtryggðra ríkisbréfa var 2% rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála og hefur hækkað um 1,3 prósentur frá áramótum. Hröð hækkun skammtímavaxta undanfarið hefur leitt til þess að halli óverðtryggða vaxtaferilsins hefur snúist og er ávöxtunarkrafa bréfa til tveggja ára nú hærri en krafa tíu ára bréfa. Það endurspeglar væntingar fjár- festa um að skammtímavextir eigi eftir að lækka á ný eins og rakið var hér að framan og gæti bent til aukinnar svartsýni fjárfesta um innlendar efnahagshorfur. Eins og sést á mynd II-4 mátti rekja stærstan hluta hækkunar á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra skulda- bréfa á fyrri hluta ársins til hækkandi verðbólguálags. Verðbólguhorfur bötnuðu þó þegar leið á haustið og verðbólguálagið lækkaði frá sl. sumri og fram að birtingu vísitölu neysluverðs í lok október. Verðbólga í október reyndist hins vegar meiri en markaðsaðilar höfðu búist við og hefur verðbólguálagið hækkað aftur frá þeim tíma. Álagið til tíu ára var því svipað um miðjan nóv- ember og það var um mitt ár (sjá nánari umfjöllun um verðbólguvæntingar í kafla V). Gengi krónunnar Gengi krónunnar hækkaði fram eftir ári ... Gengi krónunnar hækkaði um rúmlega 5% gagn- vart meðaltali gjaldmiðla helstu viðskiptalanda á fyrri hluta ársins (mynd II-5). Gengið hækkaði gagnvart evru og bresku pundi en á móti vó lækkun gagnvart Bandaríkjadal enda hefur Bandaríkjadalur hækkað gagn- vart flestum gjaldmiðlum eins og oft gerist þegar óvissa eykst í alþjóðlegum efnahagsmálum (sjá kafla I). Töluverð bjartsýni ríkti um innlendar efnahagshorf- ur í vor eftir slökun á sóttvarnaaðgerðum og væntingar voru um að ferðaþjónustan myndi rétta úr kútnum á ný yfir sumarið. Litlar breytingar urðu þó á gengi krónunnar yfir sumarið þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna. Líklegt er því að sú gengishækkun sem vænst var yfir sumarið hafi að stórum hluta þegar verið komin fram enda jókst framvirk sala á gjaldeyri töluvert mánuðina á undan sem endurspeglaði bæði aukna spákaupmennsku með krón- una en einnig er líklegt að útflutningsfyrirtæki hafi selt Ávöxtunarkrafa ríkistryggðra skuldabréfa1 2. janúar 2018 - 18. nóvember 2022 1. Út frá eingreiðsluvaxtaferlum (metnum með aðferð Nelson-Siegel) þar sem er notast við vexti á millibankamarkaði með krónur og vexti ríkistryggðra skuldabréfa. Heimild: Seðlabanki Íslands. Óverðtryggð 5 ára Óverðtryggð 10 ára Verðtryggð 5 ára Verðtryggð 10 ára % Mynd II-3 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 2021202020192018 2022 Sundurgreining breytingar nafnvaxta skuldabréfa1 1. Breyting ávöxtunarkröfu óverðtryggðra ríkisskuldabréfa (út frá eingreiðsluferlum metnum með aðferð Nelson-Siegel) og framlag samsvarandi breytinga ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa og verðbólguálags. Heimild: Seðlabanki Íslands. Verðtryggðir vextir Verðbólguálag Óverðtryggðir vextir Prósentur Mynd II-4 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 5 ár eftir 5 ár 10 ár5 ár5 ár eftir 5 ár 10 ár5 ár 30. des 2021 - 30. júní 2022 30. júní - 18. nóvember 2022 Gengi krónunnar1 2. janúar 2015 - 18. nóvember 2022 1. Verð erlendra gjaldmiðla í krónum. Þröng viðskiptavog. Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala Mynd II-5 140 160 180 200 220 2021202020192018201720162015 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.