Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 29

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 29
PENINGAMÁL 2022 / 4 29 Fraktflutningar héldu einnig áfram að aukast og sögulegar tölur voru jafnframt endurskoðaðar upp á við. Á fyrri hluta ársins nam ársaukningin 27% en á móti vó 9,4% samdráttur annars þjónustuútflutnings. Þar vó þungt 69% samdráttur útflutnings tengdum afnotatekj- um af hugverkum lyfjafyrirtækja en við bættist tæplega helmings samdráttur rannsókna- og þróunarþjónustu. … sem hélt áfram á þriðja ársfjórðungi Ferðamönnum hélt áfram að fjölga samhliða auknu flugframboði á þriðja ársfjórðungi. Í takt við ágústspá bankans voru brottfarir þeirra frá Keflavíkurflugvelli tæp- lega 654 þúsund sem eru nánast jafn margar og á sama tíma árið 2019. Vísbendingar um útgjöld ferðamanna hér á landi á fjórðungnum benda til þess að meðalútgjöld þeirra hafi lækkað lítillega milli fjórðunga og færst nær því sem var áður en faraldurinn hófst. Að hluta skýrast hærri útgjöld þeirra að undanförnu af því að dvalar- lengd hefur verið meiri en hún var fyrir faraldurinn og var heildarfjöldi gistinátta á þriðja ársfjórðungi töluvert yfir fjöldanum á sama tíma árin 2018 og 2019 (mynd III-15). Samsetning þjóðernis á fjórðungnum var einnig áfram ólík því sem var fyrir faraldurinn og hefur aukinn fjöldi ferðamanna frá Evrópu vegið á móti fáum komum frá Asíu. Horfur eru aftur á móti á að útflutningstekjur innlendra flugfélaga af farþegaflutningum hafi verið meiri á fjórðungnum en talið var í ágúst. Nýtingarhlutföll voru góð, flugfargjöld há og tekjurnar töluvert meiri en fjölgun farþega gefur til kynna. Hlutur farþegaflutninga í þjónustuútflutningi er hins vegar enn minni en fyrir faraldurinn þar sem umsvif innlendra flugfélaga eru enn minni. Einnig er útlit fyrir að tekjur af fraktflutningum hafi áfram aukist og verið meiri en búist var við. Horfur í ferðaþjónustu svipaðar og í ágúst Alþjóðlegar verðbólgu- og hagvaxtarhorfur hafa haldið áfram að versna síðan í ágúst og óvissa hefur aukist (sjá umfjöllun í kafla I). Efnahagsástandið ytra virðist þó enn ekki hafa haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna hingað til lands, útgjöld þeirra hér á landi eða áætlanir flugfélaga fyrir komandi vetur. Áætlað er að flugfram- boð til og frá landinu haldi áfram að aukast á næsta ári. Einnig hafa leitir að gistingu og flugi til Íslands á leitarvél Google verið svipaðar á seinni helmingi ársins og þær voru á öðrum ársfjórðungi (mynd III-15). Þá hefur alþjóðleg bókunarstaða flugfélaga haldið áfram að batna samkvæmt tölum Alþjóðasambands flugfélaga þótt bókunarstaða fyrir fjórða ársfjórðung innan Evrópu hafi heldur gefið eftir.3 3. Sjá The International Air Transport Association, Air Passenger Market Analysis, september 2022. Vísbendingar um umsvif í ferðaþjónustu1 1. ársfj. 2015 - 3. ársfj. 2022 1. Útflutt ferðalög og farþegaflutningar á föstu verðlagi, grunnspá Seðlabankans á 3. ársfj. Gistinætur á öllum skráðum gististöðum. Leitarniðurstöður út frá þáttalíkani sem tekur saman tíðni fimm ólíkra leitarniðurstaðna sem tengjast ferðalögum til Íslands samkvæmt Google-leitarvélinni. Gögnin eru árstíðarleiðrétt. Heimildir: Google Trends, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ferðalög í þjónustuútfl. (v. ás) Farþegaflutningar með flugi í þjónustuútflutningi (v. ás) Gistinætur (v. ás) Google leitarniðurstöður (h. ás) Vísitala Mynd III-15 Vísitala, 2018 = 100 0 20 40 60 80 100 120 140 0 20 40 60 80 100 120 20222021202020192018201720162015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.