Peningamál - 23.11.2022, Síða 29

Peningamál - 23.11.2022, Síða 29
PENINGAMÁL 2022 / 4 29 Fraktflutningar héldu einnig áfram að aukast og sögulegar tölur voru jafnframt endurskoðaðar upp á við. Á fyrri hluta ársins nam ársaukningin 27% en á móti vó 9,4% samdráttur annars þjónustuútflutnings. Þar vó þungt 69% samdráttur útflutnings tengdum afnotatekj- um af hugverkum lyfjafyrirtækja en við bættist tæplega helmings samdráttur rannsókna- og þróunarþjónustu. … sem hélt áfram á þriðja ársfjórðungi Ferðamönnum hélt áfram að fjölga samhliða auknu flugframboði á þriðja ársfjórðungi. Í takt við ágústspá bankans voru brottfarir þeirra frá Keflavíkurflugvelli tæp- lega 654 þúsund sem eru nánast jafn margar og á sama tíma árið 2019. Vísbendingar um útgjöld ferðamanna hér á landi á fjórðungnum benda til þess að meðalútgjöld þeirra hafi lækkað lítillega milli fjórðunga og færst nær því sem var áður en faraldurinn hófst. Að hluta skýrast hærri útgjöld þeirra að undanförnu af því að dvalar- lengd hefur verið meiri en hún var fyrir faraldurinn og var heildarfjöldi gistinátta á þriðja ársfjórðungi töluvert yfir fjöldanum á sama tíma árin 2018 og 2019 (mynd III-15). Samsetning þjóðernis á fjórðungnum var einnig áfram ólík því sem var fyrir faraldurinn og hefur aukinn fjöldi ferðamanna frá Evrópu vegið á móti fáum komum frá Asíu. Horfur eru aftur á móti á að útflutningstekjur innlendra flugfélaga af farþegaflutningum hafi verið meiri á fjórðungnum en talið var í ágúst. Nýtingarhlutföll voru góð, flugfargjöld há og tekjurnar töluvert meiri en fjölgun farþega gefur til kynna. Hlutur farþegaflutninga í þjónustuútflutningi er hins vegar enn minni en fyrir faraldurinn þar sem umsvif innlendra flugfélaga eru enn minni. Einnig er útlit fyrir að tekjur af fraktflutningum hafi áfram aukist og verið meiri en búist var við. Horfur í ferðaþjónustu svipaðar og í ágúst Alþjóðlegar verðbólgu- og hagvaxtarhorfur hafa haldið áfram að versna síðan í ágúst og óvissa hefur aukist (sjá umfjöllun í kafla I). Efnahagsástandið ytra virðist þó enn ekki hafa haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna hingað til lands, útgjöld þeirra hér á landi eða áætlanir flugfélaga fyrir komandi vetur. Áætlað er að flugfram- boð til og frá landinu haldi áfram að aukast á næsta ári. Einnig hafa leitir að gistingu og flugi til Íslands á leitarvél Google verið svipaðar á seinni helmingi ársins og þær voru á öðrum ársfjórðungi (mynd III-15). Þá hefur alþjóðleg bókunarstaða flugfélaga haldið áfram að batna samkvæmt tölum Alþjóðasambands flugfélaga þótt bókunarstaða fyrir fjórða ársfjórðung innan Evrópu hafi heldur gefið eftir.3 3. Sjá The International Air Transport Association, Air Passenger Market Analysis, september 2022. Vísbendingar um umsvif í ferðaþjónustu1 1. ársfj. 2015 - 3. ársfj. 2022 1. Útflutt ferðalög og farþegaflutningar á föstu verðlagi, grunnspá Seðlabankans á 3. ársfj. Gistinætur á öllum skráðum gististöðum. Leitarniðurstöður út frá þáttalíkani sem tekur saman tíðni fimm ólíkra leitarniðurstaðna sem tengjast ferðalögum til Íslands samkvæmt Google-leitarvélinni. Gögnin eru árstíðarleiðrétt. Heimildir: Google Trends, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ferðalög í þjónustuútfl. (v. ás) Farþegaflutningar með flugi í þjónustuútflutningi (v. ás) Gistinætur (v. ás) Google leitarniðurstöður (h. ás) Vísitala Mynd III-15 Vísitala, 2018 = 100 0 20 40 60 80 100 120 140 0 20 40 60 80 100 120 20222021202020192018201720162015

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.