Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 42

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 42
PENINGAMÁL 2022 / 4 42 Rammagrein 1 Fráviksdæmi og óvissuþættir Grunnspá Seðlabankans endurspeglar það sem talin er vera líklegasta framvinda efnahagsmála á spátímanum. Efna- hags horfur eru hins vegar háðar óvissu og geta breyst verði breytingar á lykilforsendum spárinnar. Tveir veigamiklir óvissu þættir í núverandi grunnspá lúta að komandi kjara- samningum og alþjóðlegum efnahagshorfum. Í ljósi þeirrar spennu sem er á vinnumarkaði er ekki úti- lokað að samið verði um meiri launahækkanir en núverandi grunnspá gerir ráð fyrir. Mögulegum áhrifum þess á þjóðar- búið er lýst með sérstöku fráviksdæmi. Ítrekað hefur þurft að færa alþjóðlegar hagvaxtarspár niður í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar sl. Horfur hafa versnað enn frekar en grunnspá bankans gæti samt sem áður reynst of bjartsýn ef grípa þarf til víðtækrar orku- skömmtunar í Evrópu. Mögulegum áhrifum þess á innlendan þjóðarbúskap er lýst í sérstöku fráviksdæmi. Í lokin er fjallað um ýmsa aðra óvissuþætti sem geta haft áhrif á hagvaxtar- og verðbólguhorfur hér á landi næstu þrjú ár. Fráviksdæmi: Kjarasamningar fela í sér meiri launahækkanir en nú er gert ráð fyrir Laun og tekjur hafa hækkað mikið undanfarin ár Undanfarna tólf mánuði hafa nafnlaun hækkað um 8,1% miðað við launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur árshækk- unin verið á bilinu 7-8½% frá því snemma á síðasta ári (mynd 1). Raunlaun hafa einnig hækkað mikið á þessu tímabili en þó hefur hægt töluvert á hækkun þeirra undanfarna mánuði í takt við hraða aukningu verðbólgu. Frá því í sumar hafa raunlaun lækkað milli ára sé miðað við verðbólgu samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þau hafa þó haldið áfram að hækka milli ára sé húsnæðisliður vísitölunnar undanskilinn. Eins og sést á mynd 2 hafa raunlaun hækkað mikið undanfarin ár: meðalhækkun þeirra á ári er tæplega 6% á tímabilinu 2015-2018 en síðustu fjögur ár hafa þau hækkað um ríflega 2% á ári að meðaltali. Eins og sést á mynd- inni hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna (sem tekur tillit til vinnuframlags og allra tekna eftir skatt) einnig hækkað mikið þótt kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi tekið að drag- ast saman milli ára á öðrum ársfjórðungi í ár (nýjasta mæling Hagstofunnar). Þann samdrátt þarf þó að skoða í samhengi við mikla hækkun kaupmáttar undanfarin ár: að meðaltali hefur kaup máttur ráðstöfunartekna á mann hækkað um Nafn- og raunlaun1 Janúar 2018 - september 2022 1. Árshækkun launavísitölu Hagstofunnar og raunlaun m.v. við vísitölu neysluverðs með og án húsnæðis. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 1 Nafnlaun Raunlaun m.v. VNV Raunlaun m.v. VNV án húsnæðis -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 20222021202020192018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.