Peningamál - 23.11.2022, Page 42

Peningamál - 23.11.2022, Page 42
PENINGAMÁL 2022 / 4 42 Rammagrein 1 Fráviksdæmi og óvissuþættir Grunnspá Seðlabankans endurspeglar það sem talin er vera líklegasta framvinda efnahagsmála á spátímanum. Efna- hags horfur eru hins vegar háðar óvissu og geta breyst verði breytingar á lykilforsendum spárinnar. Tveir veigamiklir óvissu þættir í núverandi grunnspá lúta að komandi kjara- samningum og alþjóðlegum efnahagshorfum. Í ljósi þeirrar spennu sem er á vinnumarkaði er ekki úti- lokað að samið verði um meiri launahækkanir en núverandi grunnspá gerir ráð fyrir. Mögulegum áhrifum þess á þjóðar- búið er lýst með sérstöku fráviksdæmi. Ítrekað hefur þurft að færa alþjóðlegar hagvaxtarspár niður í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar sl. Horfur hafa versnað enn frekar en grunnspá bankans gæti samt sem áður reynst of bjartsýn ef grípa þarf til víðtækrar orku- skömmtunar í Evrópu. Mögulegum áhrifum þess á innlendan þjóðarbúskap er lýst í sérstöku fráviksdæmi. Í lokin er fjallað um ýmsa aðra óvissuþætti sem geta haft áhrif á hagvaxtar- og verðbólguhorfur hér á landi næstu þrjú ár. Fráviksdæmi: Kjarasamningar fela í sér meiri launahækkanir en nú er gert ráð fyrir Laun og tekjur hafa hækkað mikið undanfarin ár Undanfarna tólf mánuði hafa nafnlaun hækkað um 8,1% miðað við launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur árshækk- unin verið á bilinu 7-8½% frá því snemma á síðasta ári (mynd 1). Raunlaun hafa einnig hækkað mikið á þessu tímabili en þó hefur hægt töluvert á hækkun þeirra undanfarna mánuði í takt við hraða aukningu verðbólgu. Frá því í sumar hafa raunlaun lækkað milli ára sé miðað við verðbólgu samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þau hafa þó haldið áfram að hækka milli ára sé húsnæðisliður vísitölunnar undanskilinn. Eins og sést á mynd 2 hafa raunlaun hækkað mikið undanfarin ár: meðalhækkun þeirra á ári er tæplega 6% á tímabilinu 2015-2018 en síðustu fjögur ár hafa þau hækkað um ríflega 2% á ári að meðaltali. Eins og sést á mynd- inni hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna (sem tekur tillit til vinnuframlags og allra tekna eftir skatt) einnig hækkað mikið þótt kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi tekið að drag- ast saman milli ára á öðrum ársfjórðungi í ár (nýjasta mæling Hagstofunnar). Þann samdrátt þarf þó að skoða í samhengi við mikla hækkun kaupmáttar undanfarin ár: að meðaltali hefur kaup máttur ráðstöfunartekna á mann hækkað um Nafn- og raunlaun1 Janúar 2018 - september 2022 1. Árshækkun launavísitölu Hagstofunnar og raunlaun m.v. við vísitölu neysluverðs með og án húsnæðis. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 1 Nafnlaun Raunlaun m.v. VNV Raunlaun m.v. VNV án húsnæðis -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 20222021202020192018

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.