Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 9

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 9
PENINGAMÁL 2022 / 4 9 hækkandi (mynd I-5). Víða hafa stjórnvöld einnig gripið til stuðnings- og mótvægisaðgerða til að draga úr áhrif- um hækkandi framfærslukostnaðar á ráðstöfunartekjur heimila. Mikill uppsafnaður sparnaður heimila á tímum farsóttarinnar vegur jafnframt á móti og mildar áhrif hærri kostnaðar á innlenda eftirspurn. Sparnaðarhlutfallið hefur lækkað hvað mest í Bandaríkjunum enda einkaneyslan þar verið þróttmeiri en í öðrum helstu iðnríkjum (mynd I-6). Hlutfallið á evrusvæðinu og í Bretlandi hefur lækkað minna og er hærra en það var að meðaltali fyrir farsóttina. Þarlend heimili eru því enn að leggja til hliðar stærri hluta ráðstöfunartekna en þau gerðu fyrir heimsfaraldurinn. Spáð er minni heimshagvexti á næsta ári ... Í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var um miðjan október er gert ráð fyrir að hagvöxtur í heiminum minnki úr 6% í fyrra í 3,2% í ár og að hann verði kom- inn niður í 2,7% á næsta ári. Hagvaxtarhorfur ársins í ár eru óbreyttar frá júlíspá sjóðsins en horfur fyrir næsta ár hafa verið færðar niður um 0,2 prósentur. Hvort tveggja er hins vegar talsvert veikara en sjóðurinn spáði í apríl sl., einkum í þróuðum ríkjum heims. Verri horfur endur- spegla neikvæð áhrif sem stríðsátökin í Úkraínu hafa haft á heimsbúskapinn, einkum í Evrópu í kjölfar skerts orkuframboðs frá Rússlandi. Einnig hefur hægt meira á efnahagsumsvifum í Kína en búist var við. Þá hafa fjár- málaleg skilyrði jafnframt versnað víða um heim í takt við væntingar um meiri vaxtahækkanir helstu seðlabanka sem hægja munu á eftirspurn. ... og hafa hagvaxtarhorfur almennt versnað í helstu viðskiptalöndum Íslands Í grunnspá Seðlabankans er gert ráð fyrir 3,1% hagvexti í helstu viðskiptalöndum Íslands í ár (mynd I-7). Það er 0,2 prósentum meiri hagvöxtur en spáð var í ágúst og skýrist af meiri hagvexti á fyrri helmingi ársins í kjölfar endurskoðunar á áður útgefnum landsframleiðslutölum, einkum í Bretlandi og Svíþjóð. Horfur á seinni helmingi ársins hafa hins vegar versnað líkt og áður hefur verið rakið. Eins og á síðasta fjórðungi þessa árs er spáð sam- drætti milli fjórðunga á fyrsta fjórðungi 2023 og er talið að hagvöxtur í viðskiptalöndunum verði einungis 0,6% á árinu öllu. Það er 0,6 prósentum minni vöxtur en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans og 1,7 prósentum minna en í maíspá bankans. Þá er jafnframt spáð heldur minni hagvexti í viðskiptalöndunum árið 2024. Horfur um innflutning viðskiptalanda hafa einnig versnað í takt við lakari hagvaxtarhorfur. Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur er áfram mikil. Efnahagsframvindan ræðst að miklu leyti af áhrif- um stríðsátakanna í Úkraínu og hversu langvinn þau Atvinnuleysi1 Janúar 2004 - október 2022 1. Árstíðarleiðréttar tölur. Heimild: Refinitiv Datastream. Bandaríkin Bretland % af mannafla Mynd I-5 Evrusvæðið ‘22 0 2 4 6 8 10 12 14 16 ‘20‘18‘16‘14‘12‘10‘08‘06‘04 Sparnaður heimila1 1. ársfj. 2015 - 3. ársfj. 2022 1. Brotalínur sýna meðaltal 2015-2019. Heimild: Refinitiv Datastream. Bandaríkin Bretland % af ráðstöfunartekjum Mynd I-6 Evrusvæðið 0 5 10 15 20 25 30 20222021202020192018201720162015 Hagvöxtur í viðskiptalöndum Íslands og framlag einstakra landa 2016-20251 1. Viðskiptavegið framlag einstakra landa. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brota- lína sýnir spá PM 2022/3. Norðurlöndin eru meðaltal Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Bandaríkin Evrusvæðið Önnur lönd Helstu viðskiptalönd Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-7 -6 -4 -2 0 2 4 6 2025202420232022202120202019201820172016 Bretland Norðurlönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.