Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 57
PENINGAMÁL 2022 / 4 57
Rammagrein 3
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023 var lagt fram á Alþingi í
september sl. Tekjur ríkissjóðs á næsta ári munu aukast um
rúma 163 ma.kr. frá fjárlögum ársins 2022 en útgjöld um
tæpa 68 ma.kr. Halli á afkomu ríkissjóðs verður 89 ma.kr. sem
er 97,4 ma.kr. minni halli en í fjárlögum ársins 2022. Halli
á vaxtajöfnuði eykst um nærri 9 ma.kr. milli ára og verður
63½ ma.kr. en halli á frumjöfnuði minnkar um 106 ma.kr. frá
fjárlögum og verður 25½ ma.kr. Halli ársins svarar til 2,3%
af landsframleiðslu samkvæmt frumvarpinu sem er 2,9 pró-
sentum minna en í fjárlögum 2022 (tafla 1).
Þjóðhagsforsendur frumvarpsins byggjast á spá Hag stofu
Íslands frá því í júní sl. Í töflu 2 má sjá spá Hag stofunnar og
áætlun fjárlagafrumvarpsins í samanburði við spá Seðlabankans
frá svipuðum tíma (Peningamál 2022/2 frá því í maí). Frá þeim
tíma hafa efnahagshorfur breyst nokkuð og samkvæmt nýrri
grunnspá bankans verða hagvöxtur og verðbólga heldur meiri
á árinu 2023 en spáð var í maí sl. (sjá kafla III og V).
Tafla 1 Yfirlit yfir afkomu samkvæmt fjárlögum
ársins 2022 og fjárlagafrumvarpi ársins 2023
Ma.kr.
Fjárlög Frumvarp Breyting
Þjóðhagsgrunnur 2022 2023 í ma.kr.
Frumtekjur 939,5 1.099,8 160,2
Frumgjöld 1.071 1.125,2 54,1
Frumjöfnuður -131,5 -25,4 106,1
Vaxtatekjur 12,4 17,5 5,0
Vaxtagjöld 67,3 81,1 13,8
Vaxtajöfnuður -54,9 -63,6 -8,7
Heildartekjur 952,0 1.117,2 165,3
Heildargjöld 1.138,3 1.206,2 67,9
Heildarjöfnuður -186,4 -89,0 97,4
% af VLF
Fjárlög Frumvarp Breyting í
Þjóðhagsgrunnur 2022 2023 prósentum
Frumtekjur 26,4 28,5 2,1
Frumgjöld 30,0 29,1 -0,9
Frumjöfnuður -3,7 -0,7 3,0
Vaxtatekjur 0,3 0,5 0,1
Vaxtagjöld 1,9 2,1 0,2
Vaxtajöfnuður -1,5 -1,6 -0,1
Heildartekjur 26,7 28,9 2,2
Heildargjöld 31,9 31,2 -0,7
Heildarjöfnuður -5,2 -2,3 2,9
Heimild: Fjárlagafrumvarp ársins 2023.