Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 47

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 47
PENINGAMÁL 2022 / 4 47 að samdráttur yrði í fjölda Evrópuríkja. Á sama tíma myndu verðbólguhorfur í Evrópu versna enn frekar: verðbólga gæti orðið 1½ prósentu meiri á næsta ári og ½ prósentu meiri árið 2024. … sem hefði óhjákvæmilega neikvæð áhrif á innlenda efnahagsþróun Notast er við QMM-líkan Seðlabankans til að leggja mat á möguleg áhrif ofangreindrar sviðsmyndar á innlendar efna- hagshorfur. Áætlað er að hagvöxtur í helstu viðskipta löndum Íslands verði að meðaltali um 1 prósentu minni en í grunn- spánni á næsta ári og ½ prósentu minni árið 2024. Talið er að innflutningur frá þessum löndum minnki með svipuðum hætti. Að sama skapi er gert ráð fyrir að verð bólga í helstu viðskiptalöndum verði 1¼ prósentu meiri á næsta ári og ½ prósentu meiri árið 2024. Þá er gert ráð fyrir auknum trufl- unum á alþjóðlegum framleiðslukeðjum og að hrávöruverð í heild verði 11½% hærra á næsta ári en í grunnspánni. Áhrifin fjara síðan smám saman út og hrá vöruverð verður orðið það sama og í grunnspánni í lok spá tímans. Útflutningsverð helstu viðskiptalanda hækkar því 1½ prósentu meira en í grunnspánni á næsta ári og tæplega 1 prósentu meira árið 2024. Þessu til viðbótar er talið að álverð hækki svipað og annað hrávöruverð en að verð á sjávarafurðum lækki í samræmi við lakari efnahagshorfur í helstu viðskiptalöndum. Meiri samdráttur á kaupmætti evrópskra heimila og aukinn varúðarsparnaður þeirra gerir það auk þess að verkum að færri ferðamenn koma hingað til lands og eftirspurn eftir ál- og sjávarafurðum gefur eftir. Þá hækkar áhættuálag á innlendar fjáreignir eins og erlendis. Eins og sést á mynd 9a hefði þetta í för með sér að innflutningsverð myndi hækka um 3 prósentum meira í ár en samkvæmt grunnspánni og 1½ prósentu meira árið 2024. Þar fer saman meiri hækkun útflutningsverðs helstu viðskipta- landa og lægra gengi krónunnar sem er orðið ríflega 3% lægra en í grunnspá í lok spátímans. Hægari efnahagsumsvif í helstu viðskiptalöndum og efnahagssamdráttur í Evrópu gera það að verkum að út - flutningur frá Íslandi vex um 3½ prósentu minna á næsta ári en í grunnspánni en árin tvö á eftir snýst það að hluta við (mynd 9b). Aukin óvissa um efnahagshorfur og kaupmáttarrýrnun vegna hækkunar á verði innfluttrar vöru og þjónustu gera það að verkum að innlend heimili hægja á einkaneysluútgjöldum. Við bætast áhrif hærra vaxtastigs innanlands (sjá hér á eftir). Einkaneysla vex því um ½ prósentu minna á ári á næsta ári og er hún orðin um 1% minni en í grunnspá í lok spátímans (mynd 9c). Við bætast áhrif hægari vaxtar fjármunamyndunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.