Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 53
PENINGAMÁL 2022 / 4 53
Til að kanna hvort ófyrirséðar breytingar í verðbólgu
hreyfi við verðbólguvæntingum og hvort þau áhrif hafi aukist
er notast við eftirfarandi aðfallsgreiningu:
(1)
þar sem Dpe
t+h er breyting væntinga um verðbólgu h ár fram
í tímann, pt
news er ófyrirséð verðbólga og et+h er afgangsliður.
Verðbólguvæntingar eru metnar út frá könnunum meðal
heimila, fyrir tækja og mark aðs aðila og út frá verðbólguálagi
á skuldabréfamarkaði og eru til eins, tveggja, fimm og tíu ára
(auk fimm ára verð bólguálagsins eftir fimm ár).
Ófyrirséð verðbólga er nálguð út frá fráviki miðgild-
is í spám greiningaraðila á mán aðarlegri breytingu vísitölu
neysluverðs en Seðlabankinn hefur safnað þessum gögnum
frá ársbyrjun 2006. Notast er við ársfjórðungsleg meðaltöl
mánaðartalna og eru spáfrávikin færð á ársgrunn.5 Stikinn bh
mælir þá viðbrögð verðbólguvæntinga til h ára við óvæntri
verðbólgu mælingu. Stikinn gefur því mat á hversu traust kjöl-
festa verðbólguvæntinga er. Sé hún nægilega traust ætti hann
að vera tölfræðilega ómarktækur frá núlli.
Jafna (1) er metin með ársfjórðungsgögnum frá fyrsta
ársfjórðungi 2006 til þriðja ársfjórðungs 2022 fyrir alla mæli-
kvarðana á verðbólguvæntingum yfir fimm ára hreyfanlegan
glugga.6 Mynd 4 sýnir matið fyrir skammtíma verð bólgu-
væntingar (þ.e. til allt að tveggja ára) frá ársbyrjun 2012.
Myndin sýnir miðgildi matsins fyrir mismunandi mæli kvarða
á verðbólguvæntingum en niðurstaðan er sú sama fyrir þá
alla. Eins og myndin sýnir eru áhrif ófyrirséðrar verð bólgu
tölfræðilega marktæk framan af: árið 2012 leiddi óvænt 1
prósentu aukning verðbólgu t.d. til um ¾ prósentu hækkunar
skammtímaverðbólguvæntinga. Áhrifin fara hins vegar smám
saman minnkandi og eru horfin árið 2016. Þau fara hins
vegar vaxandi á ný þegar líða tekur á síðasta ár og eru orðin
tölfræðilega marktæk þegar kemur fram á þetta ár.
Svipaða sögu er að segja af langtímaverð bólgu-
væntingum (mynd 5). Áhrifin eru tölfræðilega marktæk
framan af en eru horfin í ársbyrjun 2014. Þau taka hins vegar
að aukast á ný er líður á tímabilið og eru orðin töl fræði lega
marktæk í byrjun þessa árs ef miðað er við 90% öryggisbil
matsins (eða á seinni hluta síðasta árs sé miðað við öryggisbil
5. Við mat á kjölfestu verðbólguvæntinga með ársfjórðungsgögnum eins
og hér er gert er betra að notast við óvænta verðbólgu sem skýristærð
en t.d. breytingar í verðbólgunni sjálfri eða frávik hennar frá markmiði
þar sem minni hætta er á að orsakasambandið sé í báðar áttir (sjá t.d.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, 2016).
6. Verðbólguálagið og gögn um verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja
til eins árs ná aftur til ársbyrjunar 2006 en væntingar þeirra til tveggja
ára aftur til þriðja ársfjórðungs 2008. Gögn um verðbólguvæntingar
markaðsaðila ná aftur til ársbyrjunar 2012. Ekki er hins vegar hægt
að notast við gögn um væntingar heimila og fyrirtækja til fimm ára í
aðfallsgreiningunni þar sem þau ná einungis aftur til ársins 2018.
Dpe
t+h = bhpt
news + et+h
Áhrif óvæntrar verðbólgu á skammtímaverðbólgu-
væntingar1
1. Mat á áhrifum óvæntrar 1 prósentu aukningar verðbólgu á skammtímaverðbólgu-
væntingar. Áhrifin eru metin út frá jöfnu (1) metinni með aðfallsgreiningu yfir 5-ára
hreyfanlegan glugga. Myndin sýnir miðgildi mats fyrir skammtímaverðbólguvæntingar
heimila, fyrirtækja og markaðsaðila og skammtímaverðbólguálag (væntingar og álag til
1 og 2 ára).
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Prósentur
Mynd 4
Áhrif óvæntrar verðbólgu
90% öryggismörk
68% öryggismörk
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 ‘22
-1,0
-0,5
0,0
0,5
1,0
1,5
Áhrif óvæntrar verðbólgu á langtímaverðbólgu-
væntingar1
1. Mat á áhrifum óvæntrar 1 prósentu aukningar verðbólgu á langtímaverðbólguvænt-
ingar. Áhrifin eru metin út frá jöfnu (1) metinni með aðfallsgreiningu yfir 5-ára
hreyfanlegan glugga. Myndin sýnir miðgildi mats fyrir langtímaverðbólguvæntingar
markaðsaðila og langtímaverðbólguálag (væntingar og álag til 5 og 10 ára).
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Prósentur
Mynd 5
Áhrif óvæntrar verðbólgu
90% öryggismörk
68% öryggismörk
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 ‘22
-1,0
-0,5
0,0
0,5
1,0
1,5