Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 22

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 22
PENINGAMÁL 2022 / 4 22 ári en talið var sl. vor. Meðalsölutími fasteigna hefur því lengst að undanförnu á sama tíma og kaupsamningum hefur fækkað (mynd II-16). Hlutfall íbúða sem seldar eru yfir ásettu söluverði hefur að sama skapi lækkað á síðustu mánuðum. Eins og áður hefur komið fram eru einnig vísbendingar um að eftirspurn eftir fasteignalán- um fari minnkandi. Stjórnendur fyrirtækja í byggingar- iðnaði búast jafnframt við minni eftirspurn eftir íbúðar- húsnæði á næstu sex mánuðum sem þeir telja að verði ráðandi þáttur um að verð fari lækkandi. Húsnæðisverð hefur gefið hraðar eftir en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. Samkvæmt núverandi grunnspá eru horfur á hraðri hjöðnun árshækkunar hús- næðisverðs á fjórða fjórðungi ársins og fram á næsta ár. Nokkur óvissa er þó til staðar sem hægt gæti á þessari þróun. Þar vega stríðsátökin í Úkraínu þungt og mikil hækkun hrávöruverðs sem þau hafa valdið. Dregið hefur úr þeirri óvissu sem skapaðist fyrr á árinu um afhendingu aðfanga en óljóst er hversu mikil áhrif orkukreppan hefur á verð aðfanga í byggingariðnaði í vetur og hvort átökin verði til þess að auka vandamál með að fá ýmsa íhluti afhenta. Eins er nokkur óvissa um áhrif komandi kjara- samninga. Þá gæti mikil fjölgun innflytjenda einnig sett meiri þrýsting á húsnæðisverð en nú er spáð. Verðlækkanir á hlutabréfamarkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMXI10, hefur lækkað um ríflega fimmtung frá áramótum. Verðlækkun hluta- bréfa er í takt við þróunina víða erlendis og endurspeglar lakari efnahagshorfur um allan heim, hækkun vaxta og aukna óvissu í heimsbúskapnum. Eins og áður hefur verið nefnt var íslenski hluta- bréfamarkaðurinn færður upp í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu FTSE-Russell 19. september sl. Áður hafði markaðurinn verið flokkaður sem vaxtar- markaður sem gerði það að verkum að hann féll utan við fjárfestingarheimild fjölda alþjóðlegra fjárfestingar- sjóða. Í aðdraganda endurflokkunarinnar virðast fjár- festar hafa keypt töluvert af hlutabréfum en þvert á væntingar margra lækkaði innlent hlutabréfaverð í kjölfar breytingarinnar sem gaf til kynna að eftirspurn erlendra fjárfesta hafi verið minni en gert var ráð fyrir. Væntingar eru þó um að endurflokkunin laði að aukið erlent fjár- magn inn á íslenska hlutabréfamarkaðinn þegar fram í sækir þar sem talsvert fleiri sjóðir fjárfesta í samræmi við nýmarkaðsvísitölur en vaxtarmarkaðsvísitölur. Íbúðir seldar yfir auglýstu söluverði og meðalsölutími á landinu öllu1 Janúar 2017 - október 2022 1. Hlutfall íbúða sem seldar eru yfir auglýstu söluverði af heildarfjölda seldra íbúða. Þriggja mánaða hlaupandi meðaltal. Fjöldi kaupsamninga árstíðarleiðréttur af Seðla- bankanum. Heimildir: Fasteignavefur Morgunblaðsins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Seðlabanki Íslands. Selt yfir auglýstu söluverði (v. ás) Selt á meira en 5% yfir auglýstu söluverði (v. ás) Meðalsölutími (andhverfur h. ás) Hlutfall (%) Mynd II-16 0 10 20 30 40 50 60 6 5 4 3 2 1 0 Mánuðir 20212020201920182017 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.