Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 22
PENINGAMÁL 2022 / 4 22
ári en talið var sl. vor. Meðalsölutími fasteigna hefur því
lengst að undanförnu á sama tíma og kaupsamningum
hefur fækkað (mynd II-16). Hlutfall íbúða sem seldar
eru yfir ásettu söluverði hefur að sama skapi lækkað á
síðustu mánuðum. Eins og áður hefur komið fram eru
einnig vísbendingar um að eftirspurn eftir fasteignalán-
um fari minnkandi. Stjórnendur fyrirtækja í byggingar-
iðnaði búast jafnframt við minni eftirspurn eftir íbúðar-
húsnæði á næstu sex mánuðum sem þeir telja að verði
ráðandi þáttur um að verð fari lækkandi.
Húsnæðisverð hefur gefið hraðar eftir en gert
var ráð fyrir í ágústspá bankans. Samkvæmt núverandi
grunnspá eru horfur á hraðri hjöðnun árshækkunar hús-
næðisverðs á fjórða fjórðungi ársins og fram á næsta ár.
Nokkur óvissa er þó til staðar sem hægt gæti á þessari
þróun. Þar vega stríðsátökin í Úkraínu þungt og mikil
hækkun hrávöruverðs sem þau hafa valdið. Dregið hefur
úr þeirri óvissu sem skapaðist fyrr á árinu um afhendingu
aðfanga en óljóst er hversu mikil áhrif orkukreppan hefur
á verð aðfanga í byggingariðnaði í vetur og hvort átökin
verði til þess að auka vandamál með að fá ýmsa íhluti
afhenta. Eins er nokkur óvissa um áhrif komandi kjara-
samninga. Þá gæti mikil fjölgun innflytjenda einnig sett
meiri þrýsting á húsnæðisverð en nú er spáð.
Verðlækkanir á hlutabréfamarkaði
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMXI10, hefur lækkað
um ríflega fimmtung frá áramótum. Verðlækkun hluta-
bréfa er í takt við þróunina víða erlendis og endurspeglar
lakari efnahagshorfur um allan heim, hækkun vaxta og
aukna óvissu í heimsbúskapnum.
Eins og áður hefur verið nefnt var íslenski hluta-
bréfamarkaðurinn færður upp í flokk nýmarkaðsríkja
hjá vísitölufyrirtækinu FTSE-Russell 19. september sl.
Áður hafði markaðurinn verið flokkaður sem vaxtar-
markaður sem gerði það að verkum að hann féll utan
við fjárfestingarheimild fjölda alþjóðlegra fjárfestingar-
sjóða. Í aðdraganda endurflokkunarinnar virðast fjár-
festar hafa keypt töluvert af hlutabréfum en þvert á
væntingar margra lækkaði innlent hlutabréfaverð í kjölfar
breytingarinnar sem gaf til kynna að eftirspurn erlendra
fjárfesta hafi verið minni en gert var ráð fyrir. Væntingar
eru þó um að endurflokkunin laði að aukið erlent fjár-
magn inn á íslenska hlutabréfamarkaðinn þegar fram í
sækir þar sem talsvert fleiri sjóðir fjárfesta í samræmi við
nýmarkaðsvísitölur en vaxtarmarkaðsvísitölur.
Íbúðir seldar yfir auglýstu söluverði og meðalsölutími
á landinu öllu1
Janúar 2017 - október 2022
1. Hlutfall íbúða sem seldar eru yfir auglýstu söluverði af heildarfjölda seldra íbúða.
Þriggja mánaða hlaupandi meðaltal. Fjöldi kaupsamninga árstíðarleiðréttur af Seðla-
bankanum.
Heimildir: Fasteignavefur Morgunblaðsins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,
Seðlabanki Íslands.
Selt yfir auglýstu söluverði (v. ás)
Selt á meira en 5% yfir auglýstu söluverði (v. ás)
Meðalsölutími (andhverfur h. ás)
Hlutfall (%)
Mynd II-16
0
10
20
30
40
50
60
6
5
4
3
2
1
0
Mánuðir
20212020201920182017 2022