Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 20

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 20
PENINGAMÁL 2022 / 4 20 í sögulegu samhengi (sjá kafla III). Vaxtagjöld heimila í hlutfalli við ráðstöfunartekjur hafa þó hækkað frá því í fyrra eftir mikla lækkun í kjölfar lækkunar vaxta í heims- faraldrinum (mynd II-11). Vaxtagjöldin eru þó enn undir sögulegu meðaltali þrátt fyrir mikla hækkun vaxta í ár enda hafa ráðstöfunartekjur hækkað umtalsvert. Hækkun meginvaxta Seðlabankans hefur í megin- atriðum miðlast út í vaxtakjör heimila og hefur vaxtaálag á nýjum óverðtryggðum húsnæðislánum haldist nokkuð stöðugt miðað við þá innlánsvexti sem standa heim- ilum til boða (mynd II-12). Þar hefur líklega áhrif að samkeppni um innlán heimila hefur aukist enda fylgdi markaðsfjármögnun bankanna ekki að fullu eftir mikilli útlánaaukningu síðustu ára. Áhrifa vaxtahækkana á greiðslu byrði skuldugra heimila gætir einnig fyrr nú en áður þar sem liðlega fjórðungur íbúðalána ber breytilega óverðtryggða vexti og óverðtryggð lán á föstum vöxt- um eru að stærstum hluta með fasta vexti til einungis þriggja ára. Greiðslubyrði lántakenda sem festu vexti á fasteignalánum þegar vextir voru í sögulegu lágmarki mun því að öðru óbreyttu aukast þegar tímabil fastra vaxta rennur út. Á sama tíma hefur hlutur verðtryggðra íbúðalána af nýjum lánum aukist þótt verðtryggðir vextir hafi einnig hækkað frá fyrri hluta árs í takt við almennt hækkandi raunvexti. … og svipaða þróun má sjá hjá fyrirtækjum Staða fyrirtækja hefur batnað á árinu og voru efnahags- umsvif kröftug á fyrri hluta ársins. Þá hafa útflutnings- vörur hækkað talsvert í verði og ferðaþjónustan tekið við sér. Skuldir fyrirtækja hafa ekki aukist sem hlutfall af landsframleiðslu þrátt fyrir aukinn vöxt útlána á árinu (mynd II-10). Útlánatöp bankanna vegna fyrirtækja- lána hafa auk þess verið minni en gert var ráð fyrir í upphafi faraldursins og lítið er um vanskil. Vextir á nýjum fyrirtækjalánum hafa þó hækkað töluvert sam- hliða hækkun meginvaxta og vaxtaálag miðað við þá innlánsvexti sem þeim bjóðast hefur heldur aukist frá því í fyrra. Vaxtahækkanir frá síðasta ári hafa þrengt að lausafjárstöðu viðskiptabankanna og aðstæður þeirra til fjármögnunar á alþjóðamörkuðum hafa verið krefjandi. Aðgengi fyrirtækja að lánsfé á komandi mánuðum verð- ur líklega að hluta til háð því að liðka taki um fjármögn- un bankanna. Þá er óvíst um áhrif aukinnar óvissu um alþjóðlegar efnahagshorfur en eftirspurn fyrirtækja eftir lánsfjármögnun virtist dragast verulega saman þegar mikil óvissa var vegna heimsfaraldursins. Vaxtagjöld heimila vegna íbúðalána 2003-20221 1. Vaxtagjöld fyrir árið 2022 eru áætluð út frá vöxtum og stofni íbúðlána til heimila. Ráðstöfunartekjur fyrir árið 2022 byggjast á grunnspá Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af ráðstöfunartekjum Mynd II-11 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘21‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07‘05‘03 Vaxtaálag á útlánum1 Mars 2015 - september 2022 1. Mismunur á vegnum meðalvöxtum á óverðtryggðum útlánum stóru viðskipta- bankanna þriggja og meginvöxtum Seðlabankans annars vegar og vegnum meðalvöxtum á nýjum innlánum hins vegar. Þriggja mánaða hreyfanleg meðaltöl. Heimild: Seðlabanki Íslands. Miðað við innlánsvexti Miðað við meginvexti Prósentur Mynd II-12 0 1 2 3 4 5 6 7 Ný húsnæðislán Ný fyrirtækjalán ‘20‘19‘18‘17‘16‘15 ‘21 ‘22 ‘20‘19‘18‘17‘16‘15 ‘21 ‘22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.