Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 46

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 46
PENINGAMÁL 2022 / 4 46 … og gætu versnað enn frekar ef grípa þarf til víðtækrar orkuskömmtunar í Evrópu … Innflutningur á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu er nú einungis um fimmtungur af því sem hann var fyrir innrásina og áætlað er að hann haldi áfram að minnka er líður á spátímann. Þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir að grípa þurfi til víðtækrar skömmtunar á orku í Evrópu í vetur þar sem innflutningur á jarðgasi frá öðrum löndum hefur aukist og birgðastaða er hagstæð. Einnig hefur notkun á öðrum orkugjöfum aukist og búist er við að íbúar Evrópu leiti leiða til að draga úr notkun. Áhyggjur af komandi mánuðum og mögulegum orku- skorti hafa þó aukist. Ekki er útilokað að innflutningur á jarð- gasi frá Rússlandi stöðvist algerlega fyrir lok þessa árs og að erfiðara reynist að mæta því með öðrum orkuuppsprettum. Þá gæti kaldur vetur valdið því að orkunotkun verði meiri en í venjulegu árferði. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu frá Efna hags- og framfarastofnuninni (OECD) gæti gengið mjög hratt á núverandi birgðastöðu gangi það eftir og hún farið niður fyrir þau mörk sem gætu kallað á víðtæka skömmtun jarðgass strax í byrjun næsta árs (mynd 7). Slíkt gæti leitt til alvar legra framboðshnökra, sérstaklega í löndum sem hafa fáar aðrar orkuauðlindir eins og í Þýskalandi og ýmsum mið-Evrópuríkjum. Mögulega þyrfti að stöðva framleiðslu tíma bundið í orkufrekum framleiðslugreinum eins og t.d. þunga- og lyfjaiðnaði. Verð á jarðgasi og rafmagni myndi einnig hækka meira og orkukreppan dýpka enn frekar. Efna- hags horfur yrðu óvissari og þrýstingur á framleiðsluþætti og verð lag meiri en ella. Meiri verðbólga myndi að sama skapi kalla á frekari hækkun vaxta sem myndi dýpka efnahags- kreppuna enn meira. Til að leggja mat á efnahagsleg áhrif slíkrar sviðs- myndar gerir OECD ráð fyrir því að verð á jarðgasi hækki um 50% til viðbótar frá byrjun næsta árs sem leiði til 25% viðbótarhækkunar á áburðarverði. Þá smitist áhrifin yfir á alþjóðlega olíumarkaði og hráolíuverð hækkar því um 10% til viðbótar. Gert er ráð fyrir að áhrifin taki að fjara út er líður á árið. Áætlað er að orkuskömmtun í lykilatvinnugreinum valdi því að framleiðslugeta í Evrópuríkjum dragist saman um 3% á næsta ári. Þá veldur aukin óvissa um efnahagshorfur því að evrópsk heimili auka sparnað sinn og áhættuálag á fjáreignir hækkar. Að lokum er gert ráð fyrir því að vextir hækki til að bregðast við auknum verðbólguþrýstingi. Mynd 8 sýnir mat OECD á áhrifum þessara áfalla á alþjóðlegar hagvaxtar- og verðbólguhorfur. Dýpkun orku- kreppunnar gæti valdið því að hagvöxtur í heiminum verði ½ prósentu minni á næsta ári og verðbólga ¾ úr prósentu meiri. Áhrifin yrðu sýnu meiri í Evrópu. Hagvöxtur gæti orðið 11/3 prósentu minni á næsta ári og ½ prósentu minni árið 2024. Lakari hagvaxtarhorfur myndu þá versna enn frekar og líklegt Birgðir af jarðgasi í ESB og Bretlandi1 1. Sviðsmyndirnar gera ráð fyrir að birgðastaðan sé 90% af geymslurými í lok sept- ember. Ekki er gert ráð fyrir frekari innflutningi á jarðgasi frá Rússlandi, að inn- flutningur frá öðrum löndum sé 30 ma.cm3 á mánuði og að innlend framleiðsla samsvari meðalframleiðslu áranna 2019-2021. "Engin breyting" vísar í sviðsmynd þar sem jarðgasnotkun helst sú sama og hún var að meðaltali árin 2017-2021. "10% minni" vísar í sviðsmynd þar sem notkunin er 10% minni. "Kaldur vetur" vísar í sviðsmynd þar sem meðalnotkun á jarðgasi samsvari því sem hún var mest árin 2017-2021. Heimild: OECD, Economic Outlook, september 2022. % Mynd 7 Engin breyting á notkun 10% minni notkun Kaldur vetur Töluverð hætta á framboðstruflunum 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Apr. ‘23Mar. ‘23Feb. ‘23Jan. ‘23Des. ‘22Nóv. ‘22Okt. ‘22 Áhrif framboðsskorts á jarðgasi í Evrópu á alþjóðlegan hagvöxt og verðbólgu1 1. Fráviksdæmi þar sem gert er ráð fyrir enn frekari hækkun alþjóðlegs hrávöruverðs og minnkandi framleiðslugetu vegna orkuskömmtunar í Evrópu. Til viðbótar er gert ráð fyrir að orkukreppan valdi enn frekari aukningu í óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og hraðari hækkun vaxta vegna versnandi verðbólguhorfa. Myndin sýnir áhrif á OECD-ríki í Evrópu og heimsbúskapinn í heild. Heimild: OECD, Economic Outlook, september 2022. Prósentur Mynd 8 2023 2024 -1,4 -1,2 -1,0 -0,8 -0,6 -0,4 -0,2 0,0 HeimurinnEvrópa Prósentur 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 HeimurinnEvrópa Hagvöxtur Verðbólga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.