Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 46
PENINGAMÁL 2022 / 4 46
… og gætu versnað enn frekar ef grípa þarf til víðtækrar
orkuskömmtunar í Evrópu …
Innflutningur á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu er nú einungis
um fimmtungur af því sem hann var fyrir innrásina og áætlað
er að hann haldi áfram að minnka er líður á spátímann. Þrátt
fyrir það er ekki gert ráð fyrir að grípa þurfi til víðtækrar
skömmtunar á orku í Evrópu í vetur þar sem innflutningur
á jarðgasi frá öðrum löndum hefur aukist og birgðastaða er
hagstæð. Einnig hefur notkun á öðrum orkugjöfum aukist og
búist er við að íbúar Evrópu leiti leiða til að draga úr notkun.
Áhyggjur af komandi mánuðum og mögulegum orku-
skorti hafa þó aukist. Ekki er útilokað að innflutningur á jarð-
gasi frá Rússlandi stöðvist algerlega fyrir lok þessa árs og að
erfiðara reynist að mæta því með öðrum orkuuppsprettum.
Þá gæti kaldur vetur valdið því að orkunotkun verði meiri
en í venjulegu árferði. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu frá
Efna hags- og framfarastofnuninni (OECD) gæti gengið mjög
hratt á núverandi birgðastöðu gangi það eftir og hún farið
niður fyrir þau mörk sem gætu kallað á víðtæka skömmtun
jarðgass strax í byrjun næsta árs (mynd 7). Slíkt gæti leitt til
alvar legra framboðshnökra, sérstaklega í löndum sem hafa
fáar aðrar orkuauðlindir eins og í Þýskalandi og ýmsum
mið-Evrópuríkjum. Mögulega þyrfti að stöðva framleiðslu
tíma bundið í orkufrekum framleiðslugreinum eins og t.d.
þunga- og lyfjaiðnaði. Verð á jarðgasi og rafmagni myndi
einnig hækka meira og orkukreppan dýpka enn frekar. Efna-
hags horfur yrðu óvissari og þrýstingur á framleiðsluþætti og
verð lag meiri en ella. Meiri verðbólga myndi að sama skapi
kalla á frekari hækkun vaxta sem myndi dýpka efnahags-
kreppuna enn meira.
Til að leggja mat á efnahagsleg áhrif slíkrar sviðs-
myndar gerir OECD ráð fyrir því að verð á jarðgasi hækki
um 50% til viðbótar frá byrjun næsta árs sem leiði til 25%
viðbótarhækkunar á áburðarverði. Þá smitist áhrifin yfir á
alþjóðlega olíumarkaði og hráolíuverð hækkar því um 10% til
viðbótar. Gert er ráð fyrir að áhrifin taki að fjara út er líður á
árið. Áætlað er að orkuskömmtun í lykilatvinnugreinum valdi
því að framleiðslugeta í Evrópuríkjum dragist saman um 3%
á næsta ári. Þá veldur aukin óvissa um efnahagshorfur því að
evrópsk heimili auka sparnað sinn og áhættuálag á fjáreignir
hækkar. Að lokum er gert ráð fyrir því að vextir hækki til að
bregðast við auknum verðbólguþrýstingi.
Mynd 8 sýnir mat OECD á áhrifum þessara áfalla á
alþjóðlegar hagvaxtar- og verðbólguhorfur. Dýpkun orku-
kreppunnar gæti valdið því að hagvöxtur í heiminum verði ½
prósentu minni á næsta ári og verðbólga ¾ úr prósentu meiri.
Áhrifin yrðu sýnu meiri í Evrópu. Hagvöxtur gæti orðið 11/3
prósentu minni á næsta ári og ½ prósentu minni árið 2024.
Lakari hagvaxtarhorfur myndu þá versna enn frekar og líklegt
Birgðir af jarðgasi í ESB og Bretlandi1
1. Sviðsmyndirnar gera ráð fyrir að birgðastaðan sé 90% af geymslurými í lok sept-
ember. Ekki er gert ráð fyrir frekari innflutningi á jarðgasi frá Rússlandi, að inn-
flutningur frá öðrum löndum sé 30 ma.cm3 á mánuði og að innlend framleiðsla
samsvari meðalframleiðslu áranna 2019-2021. "Engin breyting" vísar í sviðsmynd þar
sem jarðgasnotkun helst sú sama og hún var að meðaltali árin 2017-2021. "10%
minni" vísar í sviðsmynd þar sem notkunin er 10% minni. "Kaldur vetur" vísar í
sviðsmynd þar sem meðalnotkun á jarðgasi samsvari því sem hún var mest árin
2017-2021.
Heimild: OECD, Economic Outlook, september 2022.
%
Mynd 7
Engin breyting á notkun
10% minni notkun
Kaldur vetur
Töluverð hætta á framboðstruflunum
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
Apr. ‘23Mar. ‘23Feb. ‘23Jan. ‘23Des. ‘22Nóv. ‘22Okt. ‘22
Áhrif framboðsskorts á jarðgasi í Evrópu á alþjóðlegan
hagvöxt og verðbólgu1
1. Fráviksdæmi þar sem gert er ráð fyrir enn frekari hækkun alþjóðlegs hrávöruverðs og
minnkandi framleiðslugetu vegna orkuskömmtunar í Evrópu. Til viðbótar er gert ráð
fyrir að orkukreppan valdi enn frekari aukningu í óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum
og hraðari hækkun vaxta vegna versnandi verðbólguhorfa. Myndin sýnir áhrif á
OECD-ríki í Evrópu og heimsbúskapinn í heild.
Heimild: OECD, Economic Outlook, september 2022.
Prósentur
Mynd 8
2023 2024
-1,4
-1,2
-1,0
-0,8
-0,6
-0,4
-0,2
0,0
HeimurinnEvrópa
Prósentur
0,0
0,2
0,4
0,6
0,8
1,0
1,2
1,4
1,6
HeimurinnEvrópa
Hagvöxtur Verðbólga