Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 66

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 66
PENINGAMÁL 2022 / 4 66 Spár um fjárfestingu einkaaðila voru endurskoðaðar upp á við í takt við bættar horfur um efnahagsumsvif … Horfur um fjárfestingu versnuðu mikið í kjölfar farsóttar- innar vegna aukinnar óvissu um efnahagsumsvif. Talið var að þær lokunaraðgerðir sem gripið var til myndu draga úr getu og vilja fyrirtækja til fjárfestingar auk þess sem minni þörf yrði fyrir nýfjárfestingu með minnkandi eftirspurn bæði innanlands og erlendis. Þetta mátti einnig lesa úr niður- stöðum könnunar á fjárfestingaráætlunum fyrirtækja sem Seðlabankinn gerði í mars 2020. Í maíspá bankans það ár var því spáð ríflega 6% samdrætti heildarfjárfestingar á árinu 2020 og tæplega 3% aukningu á árinu 2021. Talið var að á árinu 2021 yrði vöxturinn drifinn áfram af bata í almennri atvinnuvegafjárfestingu og íbúðafjárfestingu en einnig aukningu í opinberri fjárfestingu. Til þess að mæta væntum samdrætti vegna farsóttarinnar ákváðu stjórnvöld vorið 2020 að flýta umsvifamiklum fjárfestingarverkefnum og auka heildarfjárfestingaráform hins opinbera. Þar vógu þungt áform um fjárfestingu í samgöngumannvirkjum og öðrum innviðum en einnig var ákveðið að flýta fjárfestingu ýmissa opinberra fyrirtækja. Fjárfesting á tímum farsóttarinnar reyndist þegar upp var staðið mun meiri en í fyrstu var spáð (mynd 7). Þar af höfðu spár um íbúðafjárfestingu verið sérstaklega svartsýnar en hún reyndist að endingu vera um 14% meiri á árinu 2021 en spáð var í maí 2020. Þrátt fyrir það dróst hún saman um ríflega 5% milli ára og skýrist það af því hve sterk íbúðafjár- festingin var á árinu 2020. Í maíútgáfu Peningamála 2020 bentu hátíðnivísbendingar og talningar á íbúðum á fyrri byggingarstigum til þess að framundan væri mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu. Þá bentu talningar einnig til að verktakar hefðu margar íbúðir í byggingu á síðari byggingastigum sem Fjárfestingarspár Peningamála fyrir árið 20211 1. Spár PM 2020/2-2020/4 og 2021/1-2021/4 fyrir vöxt fjárfestingar ársins 2021 ásamt nýjasta mati Hagstofu Íslands. Myndin sýnir einnig spá PM 2022/1 sem er síðasta spá bankans fyrir fyrstu áætlun Hagstofunnar á fjárfestingarvexti ársins 2021. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 7 0 2 4 6 8 10 12 14 Fjárfesting alls Atvinnuvegafjárfesting Breyting frá fyrra ári (%) Alm. atvinnuvegafjárfesting Íbúðafjárfesting 20 /2 20 /3 20 /4 21 /1 21 /2 N ýj as t Breyting frá fyrra ári (%) Breyting frá fyrra ári (%) -5 0 5 10 15 20 25 0 5 10 15 20 25 -15 -10 -5 0 5 10 15 21 /3 21 /4 22 /1 20 /2 20 /3 20 /4 21 /1 21 /2 N ýj as t 21 /3 21 /4 22 /1 20 /2 20 /3 20 /4 21 /1 21 /2 N ýj as t 21 /3 21 /4 22 /1 20 /2 20 /3 20 /4 21 /1 21 /2 N ýj as t 21 /3 21 /4 22 /1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.