Peningamál - 23.11.2022, Page 66

Peningamál - 23.11.2022, Page 66
PENINGAMÁL 2022 / 4 66 Spár um fjárfestingu einkaaðila voru endurskoðaðar upp á við í takt við bættar horfur um efnahagsumsvif … Horfur um fjárfestingu versnuðu mikið í kjölfar farsóttar- innar vegna aukinnar óvissu um efnahagsumsvif. Talið var að þær lokunaraðgerðir sem gripið var til myndu draga úr getu og vilja fyrirtækja til fjárfestingar auk þess sem minni þörf yrði fyrir nýfjárfestingu með minnkandi eftirspurn bæði innanlands og erlendis. Þetta mátti einnig lesa úr niður- stöðum könnunar á fjárfestingaráætlunum fyrirtækja sem Seðlabankinn gerði í mars 2020. Í maíspá bankans það ár var því spáð ríflega 6% samdrætti heildarfjárfestingar á árinu 2020 og tæplega 3% aukningu á árinu 2021. Talið var að á árinu 2021 yrði vöxturinn drifinn áfram af bata í almennri atvinnuvegafjárfestingu og íbúðafjárfestingu en einnig aukningu í opinberri fjárfestingu. Til þess að mæta væntum samdrætti vegna farsóttarinnar ákváðu stjórnvöld vorið 2020 að flýta umsvifamiklum fjárfestingarverkefnum og auka heildarfjárfestingaráform hins opinbera. Þar vógu þungt áform um fjárfestingu í samgöngumannvirkjum og öðrum innviðum en einnig var ákveðið að flýta fjárfestingu ýmissa opinberra fyrirtækja. Fjárfesting á tímum farsóttarinnar reyndist þegar upp var staðið mun meiri en í fyrstu var spáð (mynd 7). Þar af höfðu spár um íbúðafjárfestingu verið sérstaklega svartsýnar en hún reyndist að endingu vera um 14% meiri á árinu 2021 en spáð var í maí 2020. Þrátt fyrir það dróst hún saman um ríflega 5% milli ára og skýrist það af því hve sterk íbúðafjár- festingin var á árinu 2020. Í maíútgáfu Peningamála 2020 bentu hátíðnivísbendingar og talningar á íbúðum á fyrri byggingarstigum til þess að framundan væri mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu. Þá bentu talningar einnig til að verktakar hefðu margar íbúðir í byggingu á síðari byggingastigum sem Fjárfestingarspár Peningamála fyrir árið 20211 1. Spár PM 2020/2-2020/4 og 2021/1-2021/4 fyrir vöxt fjárfestingar ársins 2021 ásamt nýjasta mati Hagstofu Íslands. Myndin sýnir einnig spá PM 2022/1 sem er síðasta spá bankans fyrir fyrstu áætlun Hagstofunnar á fjárfestingarvexti ársins 2021. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 7 0 2 4 6 8 10 12 14 Fjárfesting alls Atvinnuvegafjárfesting Breyting frá fyrra ári (%) Alm. atvinnuvegafjárfesting Íbúðafjárfesting 20 /2 20 /3 20 /4 21 /1 21 /2 N ýj as t Breyting frá fyrra ári (%) Breyting frá fyrra ári (%) -5 0 5 10 15 20 25 0 5 10 15 20 25 -15 -10 -5 0 5 10 15 21 /3 21 /4 22 /1 20 /2 20 /3 20 /4 21 /1 21 /2 N ýj as t 21 /3 21 /4 22 /1 20 /2 20 /3 20 /4 21 /1 21 /2 N ýj as t 21 /3 21 /4 22 /1 20 /2 20 /3 20 /4 21 /1 21 /2 N ýj as t 21 /3 21 /4 22 /1

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.