Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 52

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 52
PENINGAMÁL 2022 / 4 52 Langtímaverðbólguvæntingar hafa einnig hækkað undanfarið þótt hækkun þeirra sé heldur hóflegri: þær fóru yfir 3% snemma á þessu ári og voru komnar í 4% um mitt ár eftir að hafa lengi vel verið í ágætu samræmi við verðbólgu- markmiðið.3 … og kjölfesta þeirra í verðbólgumarkmiði virðist hafa veikst Verðbólga hefur verið 3% eða meiri frá því í júlí 2020 og meiri en 5% í tæplega ár. Svo mikil verðbólga og lang varandi frávik frá markmiði auka hættuna á því að kjölfesta verð- bólguvæntinga í markmiði bankans taki að veikjast á ný eftir langvarandi baráttu við að skapa þeim kjölfestu sem loks virt- ist hafa tekist um miðjan síðasta áratug. Þetta endur speglast í fyrrgreindri hækkun verðbólguvæntinga en lengri tíma væntingar hafa nú verið meira en ½ prósentu yfir mark miði í ríf lega ár og eru nú um 4% eins og áður segir. Almennt virðist því vera gert ráð fyrir að verðbólga verði um 1½ prósentu meiri til lengdar en markmið Seðlabankans segir til um. Ljóst virðist því að kjölfesta markmiðsins hafi veikst miðað við það sem kalla má „markmiðs-kjölfestu“ (e. level anchoring; sjá Ball og Mazumder, 2011). Þetta á þó síður við um verðbólgu- væntingar til skemmri tíma, þótt þær hafi vissu lega hækkað mikið, enda hefur hækkun þeirra verið áþekk því sem gert hefur verið ráð fyrir í verðbólguspám Seðla bankans eitt ár fram í tímann (mynd 3). Áhrif verðbólgu á verðbólguvæntingar hafa aukist á ný Önnur nálgun til að kanna hvort kjölfesta verðbólguvæntinga hafi veikst er að skoða hvort verðbólguvæntingar verði fyrir áhrifum af óvæntum skammtímasveiflum í verðbólgu (það sem Ball og Mazumder kalla „shock anchoring“). Hafi væntingar trausta kjölfestu í verðbólgumarkmiðinu má ætla að verðbólguvæntingar – a.m.k. væntingar til nægilega langs tíma – breytist ekki þótt núverandi verðbólga reynist meiri eða minni en búist var við. Við þær aðstæður treystir almenn- ingur og fyrirtæki því að Seðlabankanum takist að koma verðbólgu aftur í markmið þegar frá líður. Sjái þau hins vegar að Seðlabankinn bregst ekki með nægjanlega afgerandi hætti við óvæntri aukningu verðbólgu gæti það haft áhrif á ákvarðanir þeirra og líkur aukast á að tímabundin aukning verðbólgu festist í sessi.4 3. Lækkun langtímaverðbólguvæntinga frá árinu 2012 lék lykilhlutverk í hjöðnun verðbólgu á síðasta áratug eins og rakið er í Þórarinn G. Pétursson (2022). 4. Þetta á þó síður við væntingar til mjög skamms tíma (eins og t.d. til eins árs) þar sem óraunhæft er að peningastefnan geti eða vilji sporna að öllu leyti gegn óvæntum sveiflum í verðbólgu innan svo skamms tíma. Verðbólguvæntingar og -spár eitt ár fram í tímann1 1. ársfj. 2012 - 3. ársfj. 2022 1. Miðgildi verðbólguvæntinga heimila, fyrirtækja og markaðsaðila til 1 árs og verðbólguspá Seðlabankans til 1 árs í mismunandi útgáfum Peningamála. Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. % Mynd 3 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘222021202020192018201720162015201420132012 Verðbólguvæntingar til eins árs Verðbólguspár Seðlabankans til eins árs Verðbólgumarkmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.