Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 28
PENINGAMÁL 2022 / 4 28
síðasta árs rann stór hluti aðgerðanna út ásamt því að
kröftugur hagvöxtur veldur því að frumútgjöld ríkissjóðs
lækka í hlutfalli við landsframleiðslu. Í ár er því talið að
hagsveifluleiðrétt afkoma ríkissjóðs batni um 3,4% af
landsframleiðslu sem er lítillega meiri aukning á aðhaldi
ríkisfjármála en gert var ráð fyrir í maí (mynd III-13).
Á næsta ári eru sambærilegir þættir sem hafa
áhrif á frumjöfnuð ríkissjóðs og í ár en umfang þeirra
er umtalsvert minna en í ár. Fjárfesting ríkissjóðs verður
minni en áður var talið og aðgerðir á tekjuhlið á næsta
ári skila auknum tekjum umfram það sem annars hefði
verið. Aðhaldsstig ríkissjóðs er því talið aukast áfram eða
um ½% af landsframleiðslu. Þetta er þó minni aukning
á aðhaldi en spáð var í vor sem endurspeglar að hluta
grunnáhrif þess að aðhaldið eykst meira í ár. Þegar litið
er til tímabilsins 2020-2023, þ.e. tímabilsins frá því að
farsóttin skall á, nemur slökun á aðhaldsstigi ríkisfjármála
alls 1,2% af landsframleiðslu sem er sambærilegt við það
sem áætlað var í maí. Aðhaldsaðgerðir í ár og á næsta
ári ná því ekki að vega að öllu leyti upp þá slökun sem
varð í kjölfar farsóttarinnar. Á árunum 2024-2025 er gert
ráð fyrir áframhaldandi aukningu á aðhaldi ríkisfjármála.
Utanríkisviðskipti og viðskipta-
jöfnuður
Kröftugur útflutningsvöxtur samhliða bata í
ferðaþjónustu …
Útflutningur vöru og þjónustu jókst um 4,4% milli
fjórð unga á öðrum ársfjórðungi (mynd III-14). Á fyrri
helmingi ársins jókst hann um 23,3% milli ára sem er lítil-
lega meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í ágúst. Hagstæðari
þróun má einkum rekja til þess að þjónustuútflutningur
jókst meira en búist var við eða um liðlega 73%, að hluta
vegna endurskoðunar á áður birtum tölum fyrir fyrsta
fjórðung ársins.
Þessi kröftugi vöxtur þjónustuútflutnings endur-
speglar áframhaldandi bata í ferðaþjónustu sem tók hratt
við sér á öðrum ársfjórðungi með auknu flugframboði til
og frá landinu á sama tíma og COVID-tilfellum tók að
fækka á ný eftir fjölgun smita í tengslum við útbreiðslu
Ómíkron-afbrigðis veirunnar í upphafi ársins. Þá var
hætt að krefjast niðurstöðu COVID-prófs við komu til
Bandaríkjanna og því fjölgaði skiptifarþegum ört er leið
á fjórðunginn. Tekjur innlendra flugfélaga af farþega-
flutningum jukust því töluvert á öðrum fjórðungi og
heildartekjur af ferðaþjónustu námu um 94% af tekjum
sama tímabils á árinu 2019 á föstu gengi. Meðalútgjöld á
hvern ferðamann voru auk þess enn töluvert yfir meðal-
tali áranna fyrir faraldurinn og dvalartími ferðamanna
lengri.
Breyting á hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði ríkissjóðs
2018-20251
1. Leiðrétt er fyrir óreglulegum og einskiptisliðum. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025.
Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
% af VLF
Mynd III-13
-5
-4
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
20252024202320222021202020192018
Útflutningur vöru og þjónustu1
1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2022
1. Árstíðarleiðréttar magnvísitölur.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Útflutningur alls Þjónusta
Vísitala, 2010 = 100
Mynd III-14
40
60
80
100
120
140
160
180
200
220
‘22‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10
Vörur