Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 28

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 28
PENINGAMÁL 2022 / 4 28 síðasta árs rann stór hluti aðgerðanna út ásamt því að kröftugur hagvöxtur veldur því að frumútgjöld ríkissjóðs lækka í hlutfalli við landsframleiðslu. Í ár er því talið að hagsveifluleiðrétt afkoma ríkissjóðs batni um 3,4% af landsframleiðslu sem er lítillega meiri aukning á aðhaldi ríkisfjármála en gert var ráð fyrir í maí (mynd III-13). Á næsta ári eru sambærilegir þættir sem hafa áhrif á frumjöfnuð ríkissjóðs og í ár en umfang þeirra er umtalsvert minna en í ár. Fjárfesting ríkissjóðs verður minni en áður var talið og aðgerðir á tekjuhlið á næsta ári skila auknum tekjum umfram það sem annars hefði verið. Aðhaldsstig ríkissjóðs er því talið aukast áfram eða um ½% af landsframleiðslu. Þetta er þó minni aukning á aðhaldi en spáð var í vor sem endurspeglar að hluta grunnáhrif þess að aðhaldið eykst meira í ár. Þegar litið er til tímabilsins 2020-2023, þ.e. tímabilsins frá því að farsóttin skall á, nemur slökun á aðhaldsstigi ríkisfjármála alls 1,2% af landsframleiðslu sem er sambærilegt við það sem áætlað var í maí. Aðhaldsaðgerðir í ár og á næsta ári ná því ekki að vega að öllu leyti upp þá slökun sem varð í kjölfar farsóttarinnar. Á árunum 2024-2025 er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu á aðhaldi ríkisfjármála. Utanríkisviðskipti og viðskipta- jöfnuður Kröftugur útflutningsvöxtur samhliða bata í ferðaþjónustu … Útflutningur vöru og þjónustu jókst um 4,4% milli fjórð unga á öðrum ársfjórðungi (mynd III-14). Á fyrri helmingi ársins jókst hann um 23,3% milli ára sem er lítil- lega meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í ágúst. Hagstæðari þróun má einkum rekja til þess að þjónustuútflutningur jókst meira en búist var við eða um liðlega 73%, að hluta vegna endurskoðunar á áður birtum tölum fyrir fyrsta fjórðung ársins. Þessi kröftugi vöxtur þjónustuútflutnings endur- speglar áframhaldandi bata í ferðaþjónustu sem tók hratt við sér á öðrum ársfjórðungi með auknu flugframboði til og frá landinu á sama tíma og COVID-tilfellum tók að fækka á ný eftir fjölgun smita í tengslum við útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis veirunnar í upphafi ársins. Þá var hætt að krefjast niðurstöðu COVID-prófs við komu til Bandaríkjanna og því fjölgaði skiptifarþegum ört er leið á fjórðunginn. Tekjur innlendra flugfélaga af farþega- flutningum jukust því töluvert á öðrum fjórðungi og heildartekjur af ferðaþjónustu námu um 94% af tekjum sama tímabils á árinu 2019 á föstu gengi. Meðalútgjöld á hvern ferðamann voru auk þess enn töluvert yfir meðal- tali áranna fyrir faraldurinn og dvalartími ferðamanna lengri. Breyting á hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði ríkissjóðs 2018-20251 1. Leiðrétt er fyrir óreglulegum og einskiptisliðum. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd III-13 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 20252024202320222021202020192018 Útflutningur vöru og þjónustu1 1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2022 1. Árstíðarleiðréttar magnvísitölur. Heimild: Hagstofa Íslands. Útflutningur alls Þjónusta Vísitala, 2010 = 100 Mynd III-14 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220 ‘22‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 Vörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.