Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 23

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 23
PENINGAMÁL 2022 / 4 23 Eftirspurn og hagvöxtur III Innlend eftirspurn einkaaðila Kröftugur vöxtur einkaneyslu á fyrri hluta ársins … Árstíðarleiðrétt neysluútgjöld heimila jukust um 4% milli fjórðunga á öðrum ársfjórðungi (mynd III-1). Einkaneysla jókst um 13,5% milli ára sem er mesti ársvöxtur einkaneyslu á einum fjórðungi síðan á öðrum ársfjórð- ungi 2005. Vöxturinn var í ágætu samræmi við ágústspá Peningamála en þar var gert ráð fyrir 14% vexti. Á fyrri helmingi ársins jókst einkaneysla um 11,4% milli ára. Þessi mikli vöxtur endurspeglar almennt sterka stöðu heimila þar sem kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist töluvert og hreint virði heimila farið vaxandi. Einnig hefur mikill vöxtur verið í kaupum heimila á ýmissi þjónustu, sérstaklega ferðalögum, frá því að almennum takmörkunum sem settar voru á í heimsfaraldrinum var aflétt. Þetta má t.d. sjá í miklum vexti kortaveltu Íslendinga erlendis (mynd III-2). … en útlit fyrir hægari vöxt einkaneyslu á seinni hluta ársins Leiðandi vísbendingar benda til þess að eftirspurn heim- ila hafi aukist áfram á þriðja ársfjórðungi. Útlit er þó fyrir hægari vöxt það sem eftir lifir árs enda líklegt að gengið hafi á uppsafnaðan ferðavilja undanfarið eftir ferðatak- markanir á farsóttartímabilinu. Heldur hefur hægt á árs- vexti kortaveltu (mynd III-3). Þá fækkaði nýskráningum bifreiða (án bílaleigna) í júlí og ágúst um 4½% frá fyrra ári eftir samfellda fjölgun milli ára síðustu tólf mánuði þar á undan. Líklegt er að mettunaráhrif eftir mikla fjölgun á kaupum á nýjum rafbílum á fyrri hluta ársins skýri að mestu leyti þá þróun. Að auki bendir nýjasta könnun Gallup um fyrirhuguð stórkaup til þess að heimili ætli að draga úr útgjöldum til kaupa á bifreiðum og utanlands- ferðum á næstunni. Einkaneysla (v. ás) Sparnaðarhlutfall (h. ás) Meðalsparnaðarhlutfall 2015-2019 (h. ás) Einkaneysla og sparnaður heimila1 1. ársfj. 2018 - 2. ársfj. 2022 1. Við útreikning á hlutfalli sparnaðar er miðað við áætlun Seðlabankans um ráðstöfunartekjur. Árstíðarleiðréttar tölur. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%) Mynd III-1 -9 -6 -3 0 3 6 9 0 4 8 12 16 20 24 20222021202020192018 % af ráðstöfunartekjum Greiðslukortavelta innanlands Greiðslukortavelta erlendis Greiðslukortavelta einstaklinga1 Janúar 2015 - október 2022 1. Greiðslukort útgefin af innlendum aðilum. Velta innanlands raunvirt með vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Velta erlendis raunvirt með vísitölu meðalgengis. Árstíðarleiðréttar tölur. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Mynd III-2 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 20222021202020192018201720162015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.