Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 23
PENINGAMÁL 2022 / 4 23
Eftirspurn og hagvöxtur III
Innlend eftirspurn einkaaðila
Kröftugur vöxtur einkaneyslu á fyrri hluta ársins …
Árstíðarleiðrétt neysluútgjöld heimila jukust um 4% milli
fjórðunga á öðrum ársfjórðungi (mynd III-1). Einkaneysla
jókst um 13,5% milli ára sem er mesti ársvöxtur
einkaneyslu á einum fjórðungi síðan á öðrum ársfjórð-
ungi 2005. Vöxturinn var í ágætu samræmi við ágústspá
Peningamála en þar var gert ráð fyrir 14% vexti.
Á fyrri helmingi ársins jókst einkaneysla um 11,4%
milli ára. Þessi mikli vöxtur endurspeglar almennt sterka
stöðu heimila þar sem kaupmáttur ráðstöfunartekna
hefur aukist töluvert og hreint virði heimila farið vaxandi.
Einnig hefur mikill vöxtur verið í kaupum heimila á ýmissi
þjónustu, sérstaklega ferðalögum, frá því að almennum
takmörkunum sem settar voru á í heimsfaraldrinum
var aflétt. Þetta má t.d. sjá í miklum vexti kortaveltu
Íslendinga erlendis (mynd III-2).
… en útlit fyrir hægari vöxt einkaneyslu á seinni hluta
ársins
Leiðandi vísbendingar benda til þess að eftirspurn heim-
ila hafi aukist áfram á þriðja ársfjórðungi. Útlit er þó fyrir
hægari vöxt það sem eftir lifir árs enda líklegt að gengið
hafi á uppsafnaðan ferðavilja undanfarið eftir ferðatak-
markanir á farsóttartímabilinu. Heldur hefur hægt á árs-
vexti kortaveltu (mynd III-3). Þá fækkaði nýskráningum
bifreiða (án bílaleigna) í júlí og ágúst um 4½% frá fyrra
ári eftir samfellda fjölgun milli ára síðustu tólf mánuði þar
á undan. Líklegt er að mettunaráhrif eftir mikla fjölgun
á kaupum á nýjum rafbílum á fyrri hluta ársins skýri að
mestu leyti þá þróun. Að auki bendir nýjasta könnun
Gallup um fyrirhuguð stórkaup til þess að heimili ætli að
draga úr útgjöldum til kaupa á bifreiðum og utanlands-
ferðum á næstunni.
Einkaneysla (v. ás)
Sparnaðarhlutfall (h. ás)
Meðalsparnaðarhlutfall
2015-2019 (h. ás)
Einkaneysla og sparnaður heimila1
1. ársfj. 2018 - 2. ársfj. 2022
1. Við útreikning á hlutfalli sparnaðar er miðað við áætlun Seðlabankans um
ráðstöfunartekjur. Árstíðarleiðréttar tölur.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%)
Mynd III-1
-9
-6
-3
0
3
6
9
0
4
8
12
16
20
24
20222021202020192018
% af ráðstöfunartekjum
Greiðslukortavelta innanlands Greiðslukortavelta erlendis
Greiðslukortavelta einstaklinga1
Janúar 2015 - október 2022
1. Greiðslukort útgefin af innlendum aðilum. Velta innanlands raunvirt með vísitölu
neysluverðs án húsnæðis. Velta erlendis raunvirt með vísitölu meðalgengis.
Árstíðarleiðréttar tölur.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Ma.kr.
Mynd III-2
0
5
10
15
20
25
30
35
40
45
50
20222021202020192018201720162015