Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 43
PENINGAMÁL 2022 / 4 43
4,2% á ári á tímabilinu 2015-2022 (samsvarandi hækkun
raunlauna er 4,4%).
Þessi mikla hækkun launa er langt umfram vöxt
fram leiðni vinnuaflsins og það sem þekkist meðal annarra
OECD-ríkja (sjá nánar umfjöllun í rammagrein 1 í Peninga
málum 2022/2). Að hluta til skýrist það af hinum mikla
krafti sem hefur verið í innlendum efnahagsumsvifum á
meginhluta þessa tímabils. Það endurspeglast í viðvarandi
framleiðsluspennu og atvinnuleysi undir jafnvægi alveg þar
til að efnahagssamdrátturinn í kjölfar farsóttarinnar skall á.
Þá getur viðskiptakjarabati tímabundið leitt til hækkun-
ar innlendra launa umfram það sem rekja má til innlendrar
framleiðniaukningar. Viðskiptakjör bötnuðu um 17% frá því
snemma árs 2014 og fram á mitt ár 2017 og svo aftur um
10% frá miðju ári 2020 fram á mitt þetta ár. Hluti launa-
hækkana undanfarin ár endurspeglar þennan bata.
Þessu til viðbótar getur sterk samningsstaða innlendrar
verkalýðshreyfingar gert henni auðveldara fyrir að knýja fram
launahækkanir óháð stöðu hagsveiflunnar. Það er t.d. áhuga-
vert hve víðtæk aðild að verkalýðsfélögum er hér á landi og
að hún hafi ekki minnkað undanfarna áratugi líkt og gerst
hefur á hinum Norðurlöndunum og öðrum OECD-ríkjum
(mynd 3). Í þessum löndum hefur miðstýring kjarasamninga
einnig minnkað mikið og dregið hefur verulega úr aðkomu
hins opinbera að samningagerðinni. Allir þessir þættir valda
því að samningsstaða launafólks er líklega sterkari hér á landi
en í flestum öðrum OECD-ríkjum.1
Verðbólga gæti orðið þrálátari og efnahagsbatinn hægari
hækki laun meira en gert er ráð fyrir í grunnspánni
Núgildandi kjarasamningar hafa skilað launafólki tölu verðum
ávinningi. Raunlaun hafa hækkað um 7,2% frá því að skrif-
að var undir samningana vorið 2019 (þ.e. frá mars 2019 til
september 2022) og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann
um ríflega 13% (frá fyrsta ársfjórðungi 2019 til annars árs-
fjórðungs 2022).
Eins og áður var rakið hafa raunlaun hins vegar gefið
eftir undanfarið og ætla má að þau hafi hækkað minna
en lagt var upp með við undirritun samninganna þar sem
verðbólga hefur verið langt umfram spár. Ummæli forystu-
manna verkalýðsfélaga undanfarið virðast m.a. snúa að því
að vinna upp þá hækkun raunlauna sem á vantar. Í ljósi þess
að spenna er á vinnumarkaði og kjölfesta verðbólguvæntinga
hefur veikst (sjá nánar í rammagrein 2) gætu laun því hækkað
nokkru meira á spátímanum en núverandi grunnspá gerir
ráð fyrir.
1. Sjá t.d. umfjöllun Alþjóðagreiðslubankans (2022), „Inflation: A look
under the hood“, Bank of International Settlements, BIS Annual
Economic Report, júní 2022.
Raunlaun og kaupmáttur ráðstöfunartekna1
1. Myndin sýnir meðaltal ársbreytingar raunlauna og kaupmáttar ráðstöfunartekna
samkvæmt tekjuskiptingaruppgjöri Hagstofunnar (miðað við vísitölu neysluverðs) yfir
ólík tímabil. Nýjasta mæling Hagstofunnar á ráðstöfunartekjum er fyrir 2. ársfj. 2022.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd 2
Raunlaun
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann
-2
0
2
4
6
8
10
2. ársfj. 2022‘21 - 2. ársfj. ‘222019-20202015-2018
Aðild að verkalýðsfélagi 1980-20201
1. Línuleg brúun er notuð fyrir nokkur ár á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar þar
sem gögn lágu ekki fyrir. Norðurlönd utan Íslands eru einfalt meðaltal Danmerkur,
Finnlands, Noregs og Svíþjóðar.
Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands.
% af starfsfólki
Mynd 3
Ísland Norðurlönd utan Íslands OECD alls
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
‘20‘15‘10‘05‘00‘95‘90‘85‘80