Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 31

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 31
PENINGAMÁL 2022 / 4 31 að vöruútflutningur í heild aukist um 1,2% í ár í stað 1,5% sem spáð var í ágúst. Eins og í ágústspánni er talið að útflutningur sjávar- afurða dragist saman á næsta ári. Skýrist það einkum af áframhaldandi samdrætti í aflaheimildum þorsks. Þessu til viðbótar er útlit fyrir minni loðnukvóta á árinu en áður var gert ráð fyrir. Af þeim sökum er nú talið að útflutn- ingur sjávarafurða dragist saman um 3,9% á árinu í stað 2,7% í ágústspánni. Litlar breytingar hafa hins vegar orðið á horfum um útflutning álafurða og enn er gert ráð fyrir lítils háttar aukningu á næsta ári. Mögulegur orkuskortur í Evrópu eykur þó óvissu í áliðnaði og gæti leitt til minni eftirspurnar eftir álafurðum frá Íslandi en ella ef iðnframleiðsla í viðskiptalöndum verður minni (sjá rammagrein 1). Þrátt fyrir lakari horfur um útflutning sjávarafurða á næsta ári hefur spáin um vöruútflutning í heild ekki breyst. Gert er ráð fyrir lítils háttar samdrætti en þar vegur meiri vöxtur annars vöruútflutnings á móti lakari horfum í sjávarútvegi. Spáð er meiri vexti heildarútflutnings í ár en horfur yfir spátímabilið breytast lítið Talið er að heildarútflutningur aukist um 18,4% í ár sem er um 2 prósentum meiri vöxtur en spáð var í ágúst. Meiri vöxtur þjónustuútflutnings skýrir frávikið þótt á móti vegi lítillega verri horfur um vöruútflutning (mynd III-17). Horfur fyrir spátímabilið í heild breytast hins vegar lítið frá ágústspánni og líkt og þá er áætlað að heildarmagn útflutnings verði svipað árið 2024 og það var árið 2019. Mikill vöxtur innflutnings í ár en hægari vöxtur á næsta ári Innflutningur vöru og þjónustu jókst um 17,6% milli ára á öðrum ársfjórðungi og um 24,5% á fyrri helmingi ársins líkt og gert var ráð fyrir í ágúst (mynd III-18). Á öðrum ársfjórðungi var hann því orðinn meiri en hann var mestur árið 2018. Vöruinnflutningur jókst um 7,7% á fyrri helmingi ársins vegna mikils vaxtar í öllum meginundirliðum annars vöruinnflutnings. Innflutningur á súráli, skipum og flugvélum dróst aftur á móti saman milli ára. Vísbendingar eru um áframhaldandi kröftugan vöxt vöruinnflutnings á þriðja ársfjórðungi líkt og gert var ráð fyrir í ágúst en vegna endurskoðunar á áður birt- um tölum er nú gert ráð fyrir að hann aukist um 6,6% á árinu í heild í stað 6,9% í ágúst. Þjónustuinnflutningur jókst um 73,3% á fyrri helmingi ársins líkt og gert var ráð fyrir í ágúst. Vöxtinn má að miklu leyti rekja til aukinna útgjalda Íslendinga á ferðalögum erlendis en utanlandsferðir Íslendinga voru orðnar álíka margar á öðrum ársfjórðungi og þær Útflutningur og framlag undirliða 2015-20251 1. Frávik geta verið á milli samtölu framlags undirliða og heildarútflutnings vegna keðjutengingar þjóðhagsreikninga. Ferðaþjónusta er samtala á „ferðalögum“ og „farþegaflutningum með flugi“. Álútflutningur skv. skilgreiningu þjóðhagsreikninga. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ferðaþjónusta Sjávarafurðir Útflutningur alls Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-17 -40 -30 -20 -10 0 10 20 20252024202320222021202020192018201720162015 Álafurðir Annar útflutningur 20252024202320222021202020192018201720162015 2024202320 22021202020192018201720162015 Innflutningur vöru og þjónustu1 1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2022 1. Árstíðarleiðréttar magnvísitölur. Heimild: Hagstofa Íslands. Innflutningur alls Þjónusta Vísitala, 2010 = 100 Mynd III-18 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220 Vörur ‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 ‘22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.