Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 31
PENINGAMÁL 2022 / 4 31
að vöruútflutningur í heild aukist um 1,2% í ár í stað
1,5% sem spáð var í ágúst.
Eins og í ágústspánni er talið að útflutningur sjávar-
afurða dragist saman á næsta ári. Skýrist það einkum af
áframhaldandi samdrætti í aflaheimildum þorsks. Þessu
til viðbótar er útlit fyrir minni loðnukvóta á árinu en áður
var gert ráð fyrir. Af þeim sökum er nú talið að útflutn-
ingur sjávarafurða dragist saman um 3,9% á árinu í stað
2,7% í ágústspánni. Litlar breytingar hafa hins vegar
orðið á horfum um útflutning álafurða og enn er gert
ráð fyrir lítils háttar aukningu á næsta ári. Mögulegur
orkuskortur í Evrópu eykur þó óvissu í áliðnaði og gæti
leitt til minni eftirspurnar eftir álafurðum frá Íslandi en
ella ef iðnframleiðsla í viðskiptalöndum verður minni (sjá
rammagrein 1). Þrátt fyrir lakari horfur um útflutning
sjávarafurða á næsta ári hefur spáin um vöruútflutning í
heild ekki breyst. Gert er ráð fyrir lítils háttar samdrætti
en þar vegur meiri vöxtur annars vöruútflutnings á móti
lakari horfum í sjávarútvegi.
Spáð er meiri vexti heildarútflutnings í ár en horfur
yfir spátímabilið breytast lítið
Talið er að heildarútflutningur aukist um 18,4% í ár sem
er um 2 prósentum meiri vöxtur en spáð var í ágúst.
Meiri vöxtur þjónustuútflutnings skýrir frávikið þótt á
móti vegi lítillega verri horfur um vöruútflutning (mynd
III-17). Horfur fyrir spátímabilið í heild breytast hins
vegar lítið frá ágústspánni og líkt og þá er áætlað að
heildarmagn útflutnings verði svipað árið 2024 og það
var árið 2019.
Mikill vöxtur innflutnings í ár en hægari vöxtur á
næsta ári
Innflutningur vöru og þjónustu jókst um 17,6% milli
ára á öðrum ársfjórðungi og um 24,5% á fyrri helmingi
ársins líkt og gert var ráð fyrir í ágúst (mynd III-18).
Á öðrum ársfjórðungi var hann því orðinn meiri en
hann var mestur árið 2018. Vöruinnflutningur jókst um
7,7% á fyrri helmingi ársins vegna mikils vaxtar í öllum
meginundirliðum annars vöruinnflutnings. Innflutningur
á súráli, skipum og flugvélum dróst aftur á móti saman
milli ára. Vísbendingar eru um áframhaldandi kröftugan
vöxt vöruinnflutnings á þriðja ársfjórðungi líkt og gert
var ráð fyrir í ágúst en vegna endurskoðunar á áður birt-
um tölum er nú gert ráð fyrir að hann aukist um 6,6% á
árinu í heild í stað 6,9% í ágúst.
Þjónustuinnflutningur jókst um 73,3% á fyrri
helmingi ársins líkt og gert var ráð fyrir í ágúst. Vöxtinn
má að miklu leyti rekja til aukinna útgjalda Íslendinga
á ferðalögum erlendis en utanlandsferðir Íslendinga
voru orðnar álíka margar á öðrum ársfjórðungi og þær
Útflutningur og framlag undirliða 2015-20251
1. Frávik geta verið á milli samtölu framlags undirliða og heildarútflutnings vegna
keðjutengingar þjóðhagsreikninga. Ferðaþjónusta er samtala á „ferðalögum“ og
„farþegaflutningum með flugi“. Álútflutningur skv. skilgreiningu þjóðhagsreikninga.
Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Ferðaþjónusta
Sjávarafurðir
Útflutningur alls
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-17
-40
-30
-20
-10
0
10
20
20252024202320222021202020192018201720162015
Álafurðir
Annar útflutningur
20252024202320222021202020192018201720162015 2024202320 22021202020192018201720162015
Innflutningur vöru og þjónustu1
1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2022
1. Árstíðarleiðréttar magnvísitölur.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Innflutningur alls Þjónusta
Vísitala, 2010 = 100
Mynd III-18
40
60
80
100
120
140
160
180
200
220
Vörur
‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 ‘22