Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 18

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 18
PENINGAMÁL 2022 / 4 18 hluta væntra gjaldeyristekna framvirkt. Þannig má gera ráð fyrir að auknar heimildir til afleiðuviðskipta hafi leitt til sterkari áhrifa væntinga á gengi krónunnar en áður. … en það snerist við er leið á árið … Töluverð velta var á gjaldeyrismarkaði í haust sem rekja má til beinnar erlendrar fjárfestingar í innlendum tækni- og fjarskiptafyrirtækjum og innflæðis á innlendan hluta- bréfamarkað vegna endurflokkunar markaðarins í FTSE- Russell alþjóðlegu hlutabréfavísitölunni. Gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa jafnframt aukist og þeir hafa því mætt gjaldeyrisinnflæðinu að einhverju leyti enda hefur svig- rúm þeirra til erlendrar fjárfestingar aukist eftir mikla verðlækkun á eignamörkuðum erlendis. Frá miðju ári hefur hins vegar dregið úr framvirkri sölu á gjaldeyri og í september sl. jukust framvirk kaup. … og gengið hefur lækkað nokkuð undanfarið Aukinn almennur þrýstingur hefur verið til lækkunar á gengi krónunnar undanfarið og er viðskiptavegið gengi krónunnar nú liðlega 6% lægra en það var um mitt ár og hefur lækkað um 4% frá því sem það var að meðal tali í október. Viðskiptavegið gengi krónunnar er því svipað núna og það var fyrir ári. Þróunin endurspeglar líklega aukinn gengisþrýsting vegna hratt vaxandi innflutn- ings og viðskiptahalla. Þá hefur vaxtamunur gagnvart útlöndum minnkað eftir nýlegar vaxtahækkanir erlendra seðlabanka (sjá kafla I). Seðlabankinn hefur nokkrum sinnum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn og selt gjaldeyri á þessum tíma. Gert ráð fyrir lægra gengi krónunnar en í ágústspá bankans Gengisvísitala krónunnar var um 188 stig á þriðja fjórð- ungi ársins sem er áþekkt því sem gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála. Það sem af er fjórða ársfjórðungi hefur meðalgengi krónunnar lækkað meira en þá var búist við. Í grunnspánni helst það lægra en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans (mynd II-6). Peningamagn og útlán Hægir á vexti peningamagns … Ársvöxtur peningamagns mældist 8,9% á þriðja fjórð- ungi sem er minni vöxtur en á fyrri hluta ársins (mynd II-7). Vöxturinn er að mestu drifinn áfram af aukn- um innlánum fyrirtækja, einkum þjónustufyrirtækja og fyrirtækja í iðnaði. Það rímar vel við aukin umsvif í ferðaþjónustu og auknar tekjur af útflutningi sjávar- og iðnaðarvara, að hluta vegna mikillar verðhækkunar afurðaverðs. Ársvöxtur innlána heimila var 9% á þriðja Gengi krónunnar 2015-20251 1. Verð erlendra gjaldmiðla í krónum. Þröng viðskiptavog. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala Mynd II-6 150 160 170 180 190 200 210 20252024202320222021202020192018201720162015 Peningamagn1 1. ársfj. 2018 - 3. ársfj. 2022 1. M3 er leiðrétt fyrir innlánum fallinna fjármálafyrirtækja. Fyrirtæki eru atvinnufyrirtæki og félagasamtök sem þjóna heimilum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimili Fyrirtæki M3 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-7 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 20222021202020192018 Fjármálageiri Sveitarfélög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.