Peningamál - 23.11.2022, Síða 18

Peningamál - 23.11.2022, Síða 18
PENINGAMÁL 2022 / 4 18 hluta væntra gjaldeyristekna framvirkt. Þannig má gera ráð fyrir að auknar heimildir til afleiðuviðskipta hafi leitt til sterkari áhrifa væntinga á gengi krónunnar en áður. … en það snerist við er leið á árið … Töluverð velta var á gjaldeyrismarkaði í haust sem rekja má til beinnar erlendrar fjárfestingar í innlendum tækni- og fjarskiptafyrirtækjum og innflæðis á innlendan hluta- bréfamarkað vegna endurflokkunar markaðarins í FTSE- Russell alþjóðlegu hlutabréfavísitölunni. Gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa jafnframt aukist og þeir hafa því mætt gjaldeyrisinnflæðinu að einhverju leyti enda hefur svig- rúm þeirra til erlendrar fjárfestingar aukist eftir mikla verðlækkun á eignamörkuðum erlendis. Frá miðju ári hefur hins vegar dregið úr framvirkri sölu á gjaldeyri og í september sl. jukust framvirk kaup. … og gengið hefur lækkað nokkuð undanfarið Aukinn almennur þrýstingur hefur verið til lækkunar á gengi krónunnar undanfarið og er viðskiptavegið gengi krónunnar nú liðlega 6% lægra en það var um mitt ár og hefur lækkað um 4% frá því sem það var að meðal tali í október. Viðskiptavegið gengi krónunnar er því svipað núna og það var fyrir ári. Þróunin endurspeglar líklega aukinn gengisþrýsting vegna hratt vaxandi innflutn- ings og viðskiptahalla. Þá hefur vaxtamunur gagnvart útlöndum minnkað eftir nýlegar vaxtahækkanir erlendra seðlabanka (sjá kafla I). Seðlabankinn hefur nokkrum sinnum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn og selt gjaldeyri á þessum tíma. Gert ráð fyrir lægra gengi krónunnar en í ágústspá bankans Gengisvísitala krónunnar var um 188 stig á þriðja fjórð- ungi ársins sem er áþekkt því sem gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála. Það sem af er fjórða ársfjórðungi hefur meðalgengi krónunnar lækkað meira en þá var búist við. Í grunnspánni helst það lægra en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans (mynd II-6). Peningamagn og útlán Hægir á vexti peningamagns … Ársvöxtur peningamagns mældist 8,9% á þriðja fjórð- ungi sem er minni vöxtur en á fyrri hluta ársins (mynd II-7). Vöxturinn er að mestu drifinn áfram af aukn- um innlánum fyrirtækja, einkum þjónustufyrirtækja og fyrirtækja í iðnaði. Það rímar vel við aukin umsvif í ferðaþjónustu og auknar tekjur af útflutningi sjávar- og iðnaðarvara, að hluta vegna mikillar verðhækkunar afurðaverðs. Ársvöxtur innlána heimila var 9% á þriðja Gengi krónunnar 2015-20251 1. Verð erlendra gjaldmiðla í krónum. Þröng viðskiptavog. Grunnspá Seðlabankans 2022-2025. Brotalína sýnir spá PM 2022/3. Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala Mynd II-6 150 160 170 180 190 200 210 20252024202320222021202020192018201720162015 Peningamagn1 1. ársfj. 2018 - 3. ársfj. 2022 1. M3 er leiðrétt fyrir innlánum fallinna fjármálafyrirtækja. Fyrirtæki eru atvinnufyrirtæki og félagasamtök sem þjóna heimilum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimili Fyrirtæki M3 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-7 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 20222021202020192018 Fjármálageiri Sveitarfélög

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.