Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 61
PENINGAMÁL 2022 / 4 61
árinu eða tæpur þriðjungur af heildarhalla ársins. Í hlutfalli
af áætlaðri landsframleiðslu ársins nemur heildarhalli á
tekjujöfnuði ríkissjóðs 2,3% en hallinn á frumjöfnuði 0,7%.
Hallinn hefur því minnkað nokkuð frá því er hann var mestur
árið 2021 en þá var hann 8,1%.
Líkt og fyrr segir er hallinn á tekjujöfnuði samkvæmt
frumvarpinu umfram það sem fram kemur í fjármálaáætlun.
Hallinn á næsta ári verður hins vegar umtalsvert minni en
viðmið fjármálastefnu 2022-2026 sem Alþingi samþykkti í
febrúar sl. segja til um. Í kafla III er fjallað nánar um afkom-
una þegar leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum hagsveiflunnar.
Meiri halli á ríkissjóði en fyrir faraldurinn
Samkvæmt áætluninni fyrir árið 2022 verða tekjur A1-hluta
ríkissjóðs í heild 28,5% af landsframleiðslu og frumtekjur
28%. Á næsta ári verða heildartekjur 28,9% af landsfram-
leiðslu og frumtekjur 28,5%. Þetta er heldur lægra hlutfall í
ár og á næsta ári en var áður en faraldurinn hófst.
Heildargjöld verða 32,4% af landsframleiðslu í ár og
frumgjöld 29,7% af landsframleiðslu en á næsta ári lækka
þessi hlutföll í 31,2% og 29,1% samkvæmt frumvarpinu.
Þetta eru nokkru hærri hlutföll en voru síðustu árin fyrir far-
sóttina. Afkoma ríkissjóðs verður því umtalsvert neikvæðari
en á árunum fyrir farsóttina. Eins og sést á mynd 3 skýrir
meiri halli á frumjöfnuði að mestu þá þróun. Þrátt fyrir að
skuldir ríkissjóðs hafi aukist á síðustu árum er ekki áætlað að
halli á vaxtajöfnuði ríkissjóðs verði meiri á næsta ári en hann
var áður en farsóttin skall á.
Hækkun skuldahlutfallsins stöðvast fyrr en áður var talið
Skuldir ríkissjóðs hafa aukist vegna hallarekstrar ríkissjóðs á
tímum farsóttarinnar. Sé horft til skulda ríkissjóðs samkvæmt
skuldareglunni sem miðað er við í lögum um opinber fjármál
er áætlað að hlutfallið hafi hækkað úr 21,8% af landsfram-
leiðslu árið 2019 í 33,4% á síðasta ári (mynd 4). Í áætlun
frumvarpsins helst hlutfallið óbreytt milli áranna 2021 og
2022 en lækkar í 33% á næsta ári. Fyrir næsta ár er þetta
lítilsháttar breyting frá fjármálaáætlun áranna 2023-2027
en þar var áætlað að skuldahlutfallið lækkaði á næsta ári en
hækkaði svo aftur til ársins 2025 þar sem það færi hæst í
34,5% af landsframleiðslu. Að sama skapi er skuldahlutfall
næsta árs umtalsvert lægra en í fjármálastefnu 2022-2026
og munar þar 3 prósentum. Það er einnig umtalsvert lægra
en það fór hæst í kjölfar fjármálakreppunnar þegar skulda-
hlutfallið fór í 58½% af landsframleiðslu árið 2009.
Afkoma A1-hluta ríkssjóðs 2017-2023
Heimildir: Fjárlagafrumvarp ársins 2023, fjármála- og efnahagsráðuneytið.
% af VLF
Mynd 3
Frumtekjur
Frumgjöld
Vaxtajöfnuður
Frumjöfnuður
Heildarjöfnuður
-40
-30
-20
-10
0
10
20
30
40
2023202220212020201920182017
Skuldir ríkissjóðs samkvæmt skuldareglu1
1. Skuldir A1-hluta ríkissjóðs samkvæmt skuldareglu eru heildarskuldir að frádregnum
lífeyrisskuldbindingum, viðskiptaskuldum, sjóðum og bankainnstæðum.
Heimildir: Fjárlagafrumvarp ársins 2023, fjármála- og efnahagsráðuneytið,
fjármálastefna 2022-2026.
% af VLF
Mynd 4
Fjárlagafrumvarp 2023
Fjármálaáætlun 2023-2027
Fjármálastefna 2022-2026
20
22
24
26
28
30
32
34
36
38
20232022202120202019