Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 61

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 61
PENINGAMÁL 2022 / 4 61 árinu eða tæpur þriðjungur af heildarhalla ársins. Í hlutfalli af áætlaðri landsframleiðslu ársins nemur heildarhalli á tekjujöfnuði ríkissjóðs 2,3% en hallinn á frumjöfnuði 0,7%. Hallinn hefur því minnkað nokkuð frá því er hann var mestur árið 2021 en þá var hann 8,1%. Líkt og fyrr segir er hallinn á tekjujöfnuði samkvæmt frumvarpinu umfram það sem fram kemur í fjármálaáætlun. Hallinn á næsta ári verður hins vegar umtalsvert minni en viðmið fjármálastefnu 2022-2026 sem Alþingi samþykkti í febrúar sl. segja til um. Í kafla III er fjallað nánar um afkom- una þegar leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum hagsveiflunnar. Meiri halli á ríkissjóði en fyrir faraldurinn Samkvæmt áætluninni fyrir árið 2022 verða tekjur A1-hluta ríkissjóðs í heild 28,5% af landsframleiðslu og frumtekjur 28%. Á næsta ári verða heildartekjur 28,9% af landsfram- leiðslu og frumtekjur 28,5%. Þetta er heldur lægra hlutfall í ár og á næsta ári en var áður en faraldurinn hófst. Heildargjöld verða 32,4% af landsframleiðslu í ár og frumgjöld 29,7% af landsframleiðslu en á næsta ári lækka þessi hlutföll í 31,2% og 29,1% samkvæmt frumvarpinu. Þetta eru nokkru hærri hlutföll en voru síðustu árin fyrir far- sóttina. Afkoma ríkissjóðs verður því umtalsvert neikvæðari en á árunum fyrir farsóttina. Eins og sést á mynd 3 skýrir meiri halli á frumjöfnuði að mestu þá þróun. Þrátt fyrir að skuldir ríkissjóðs hafi aukist á síðustu árum er ekki áætlað að halli á vaxtajöfnuði ríkissjóðs verði meiri á næsta ári en hann var áður en farsóttin skall á. Hækkun skuldahlutfallsins stöðvast fyrr en áður var talið Skuldir ríkissjóðs hafa aukist vegna hallarekstrar ríkissjóðs á tímum farsóttarinnar. Sé horft til skulda ríkissjóðs samkvæmt skuldareglunni sem miðað er við í lögum um opinber fjármál er áætlað að hlutfallið hafi hækkað úr 21,8% af landsfram- leiðslu árið 2019 í 33,4% á síðasta ári (mynd 4). Í áætlun frumvarpsins helst hlutfallið óbreytt milli áranna 2021 og 2022 en lækkar í 33% á næsta ári. Fyrir næsta ár er þetta lítilsháttar breyting frá fjármálaáætlun áranna 2023-2027 en þar var áætlað að skuldahlutfallið lækkaði á næsta ári en hækkaði svo aftur til ársins 2025 þar sem það færi hæst í 34,5% af landsframleiðslu. Að sama skapi er skuldahlutfall næsta árs umtalsvert lægra en í fjármálastefnu 2022-2026 og munar þar 3 prósentum. Það er einnig umtalsvert lægra en það fór hæst í kjölfar fjármálakreppunnar þegar skulda- hlutfallið fór í 58½% af landsframleiðslu árið 2009. Afkoma A1-hluta ríkssjóðs 2017-2023 Heimildir: Fjárlagafrumvarp ársins 2023, fjármála- og efnahagsráðuneytið. % af VLF Mynd 3 Frumtekjur Frumgjöld Vaxtajöfnuður Frumjöfnuður Heildarjöfnuður -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 2023202220212020201920182017 Skuldir ríkissjóðs samkvæmt skuldareglu1 1. Skuldir A1-hluta ríkissjóðs samkvæmt skuldareglu eru heildarskuldir að frádregnum lífeyrisskuldbindingum, viðskiptaskuldum, sjóðum og bankainnstæðum. Heimildir: Fjárlagafrumvarp ársins 2023, fjármála- og efnahagsráðuneytið, fjármálastefna 2022-2026. % af VLF Mynd 4 Fjárlagafrumvarp 2023 Fjármálaáætlun 2023-2027 Fjármálastefna 2022-2026 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 20232022202120202019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.