Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 16

Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 16
PENINGAMÁL 2022 / 4 16 Peningastefnan og innlendir fjármálamarkaðir II Peningastefnan og markaðsvextir Meginvextir hafa hækkað töluvert í ár … Meginvextir Seðlabankans (vextir á bundnum innlánum til sjö daga) voru 5,75% fyrir útgáfu þessara Peningamála (mynd II-1). Þeir hafa verið hækkaðir um 3,75 prósentur í ár og eru 5 prósentum hærri en fyrir tveimur árum þegar þeir voru lækkaðir í sögulegt lágmark eftir útbreiðslu COVID-19-faraldursins. Skammtímamarkaðsvextir hafa þróast í takt við meginvexti bankans. Raunvextir bankans hafa einnig hækkað undanfar- ið í takt við hækkun meginvaxta og hjöðnun verðbólgu. Þeir eru nú -0,4% miðað við meðaltal raunvaxta sem eru reiknaðir út frá mismunandi mælikvörðum á verðbólgu og verðbólguvæntingar til eins árs. Þeir hafa hækkað um 1,1 prósentu frá útgáfu síðustu Peningamála í ágúst og um 2,9 prósentur frá því að þeir voru lægstir í maí sl. Vaxtamunur gagnvart útlöndum jókst fram eftir ári en hann hefur heldur minnkað frá því í ágúst. Grunnspáin byggist á þeirri forsendu að megin- vextir þróist í takt við peningastefnureglu þjóðhagslíkans bankans sem tryggir að spáð verðbólga sé í samræmi við markmið bankans til meðallangs tíma. Samkvæmt könnun bankans frá því í byrjun nóv- ember búast markaðsaðilar við að meginvextir bankans hafi náð hámarki og lækki í 5,5% á seinni hluta næsta árs og verði 4,5% eftir tvö ár (mynd II-2). Þetta eru lægri vextir en markaðsaðilar væntu í síðustu könnun þegar þeir bjuggust við að meginvextir næðu hámarki í 6% snemma á næsta ári. Framvirkir vextir gefa þó til kynna að þess sé vænst að vextir bankans nái hámarki í 6½% á seinni hluta næsta árs. Vextir Seðlabanka Íslands og skammtímamarkaðsvextir1 2. janúar 2018 - 18. nóvember 2022 1. IKON-vextir byggjast á markaðsvöxtum á ótryggðum innlánum í íslenskum krónum til einnar nætur hjá viðskiptabönkunum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Vextir á veðlánum Meginvextir SÍ (vextir á 7 daga bundnum innlánum) Vextir á viðskiptareikningum Daglánavextir IKON % Mynd II-1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 2021202020192018 2022 Meginvextir Seðlabanka Íslands1 1. janúar 2015 - 31. desember 2025 1. Við mat á vaxtaferlinum er notast við meginvexti Seðlabankans og vexti ríkisbréfa. Brotalínan sýnir framvirka vaxtaferilinn fyrir útgáfu PM 2022/3. Væntingar markaðs- aðila út frá könnun Seðlabanka Íslands. Áætlað út frá miðgildi svara á væntingum þeirra til veðlánavaxta. Könnunin var framkvæmd dagana 7. til 9. nóvember 2022. Heimild: Seðlabanki Íslands. Meginvextir SÍ (vextir á 7 daga bundnum innlánum) Væntingar markaðsaðila % Mynd II-2 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 0 1 2 3 4 5 6 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.