Peningamál - 23.11.2022, Blaðsíða 16
PENINGAMÁL 2022 / 4 16
Peningastefnan og
innlendir fjármálamarkaðir II
Peningastefnan og markaðsvextir
Meginvextir hafa hækkað töluvert í ár …
Meginvextir Seðlabankans (vextir á bundnum innlánum
til sjö daga) voru 5,75% fyrir útgáfu þessara Peningamála
(mynd II-1). Þeir hafa verið hækkaðir um 3,75 prósentur í
ár og eru 5 prósentum hærri en fyrir tveimur árum þegar
þeir voru lækkaðir í sögulegt lágmark eftir útbreiðslu
COVID-19-faraldursins. Skammtímamarkaðsvextir hafa
þróast í takt við meginvexti bankans.
Raunvextir bankans hafa einnig hækkað undanfar-
ið í takt við hækkun meginvaxta og hjöðnun verðbólgu.
Þeir eru nú -0,4% miðað við meðaltal raunvaxta sem eru
reiknaðir út frá mismunandi mælikvörðum á verðbólgu
og verðbólguvæntingar til eins árs. Þeir hafa hækkað
um 1,1 prósentu frá útgáfu síðustu Peningamála í ágúst
og um 2,9 prósentur frá því að þeir voru lægstir í maí sl.
Vaxtamunur gagnvart útlöndum jókst fram eftir ári en
hann hefur heldur minnkað frá því í ágúst.
Grunnspáin byggist á þeirri forsendu að megin-
vextir þróist í takt við peningastefnureglu þjóðhagslíkans
bankans sem tryggir að spáð verðbólga sé í samræmi við
markmið bankans til meðallangs tíma.
Samkvæmt könnun bankans frá því í byrjun nóv-
ember búast markaðsaðilar við að meginvextir bankans
hafi náð hámarki og lækki í 5,5% á seinni hluta næsta
árs og verði 4,5% eftir tvö ár (mynd II-2). Þetta eru lægri
vextir en markaðsaðilar væntu í síðustu könnun þegar
þeir bjuggust við að meginvextir næðu hámarki í 6%
snemma á næsta ári. Framvirkir vextir gefa þó til kynna
að þess sé vænst að vextir bankans nái hámarki í 6½% á
seinni hluta næsta árs.
Vextir Seðlabanka Íslands og skammtímamarkaðsvextir1
2. janúar 2018 - 18. nóvember 2022
1. IKON-vextir byggjast á markaðsvöxtum á ótryggðum innlánum í íslenskum krónum
til einnar nætur hjá viðskiptabönkunum.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Vextir á veðlánum
Meginvextir SÍ (vextir á
7 daga bundnum innlánum)
Vextir á viðskiptareikningum
Daglánavextir
IKON
%
Mynd II-1
0
1
2
3
4
5
6
7
8
2021202020192018 2022
Meginvextir Seðlabanka Íslands1
1. janúar 2015 - 31. desember 2025
1. Við mat á vaxtaferlinum er notast við meginvexti Seðlabankans og vexti ríkisbréfa.
Brotalínan sýnir framvirka vaxtaferilinn fyrir útgáfu PM 2022/3. Væntingar markaðs-
aðila út frá könnun Seðlabanka Íslands. Áætlað út frá miðgildi svara á væntingum
þeirra til veðlánavaxta. Könnunin var framkvæmd dagana 7. til 9. nóvember 2022.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Meginvextir SÍ (vextir á 7 daga bundnum innlánum)
Væntingar markaðsaðila
%
Mynd II-2
2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025
0
1
2
3
4
5
6
7